Nýju stúlkurnar á LET 2017: Valdís Þóra Jónsdóttir (65/66)
Nú í dag hafa verið kynntar allar stúlkurnar sem deildu 3. sætinu á Lalla Aicha Tour School. Þann 26. desember 2016 var hafist handa við að kynna Valdísi Þóru Jónsdóttur og þar sem nú er komið að henni ef halda ætti réttri röð í kynningum á stúlkunum 66, þá verður greinin um hana bara birt að nýju. Nú á undanförnum mánuðum hafa þær stúlkur verið kynntar, sem hlutu fullan spilarétt en það voru efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó og eins voru næstu 36 kynntar þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 og hlutu takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumót LET er afar vandað og þátttakendur svo margir að skipta Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Jóhannes Guðnason og Sigurjón Guðmundsson – 11. mars 2017
Afmæliskylfingar dagsins eru Jóhannes Guðnason og Sigurjón Guðmundsson. Jóhannes og Sigurjón eiga báðir sama afmælisdag, báðir fæddir 11. mars 1957 og eiga því 60 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebooksíðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingu með merkisafmælið hér að neðan: Jóhannes Guðnason (60 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Sigurjón Guðmundsson (60 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Signý Pálsdóttir, 11. mars 1950 (67 ára); Andrew Sherborne, 11. mars 1961 (56 ára); Brett Liddle, 11. mars 1970 (47 ára); Jón Andri Finnsson, GR, 11. mars 1973 (44 ára); Roger Tambellini, 11. mars 1975 (42 ára); Sigríður Erlingsdóttir, Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Celina Yuan (64/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem deildu 3. sætinu en það eru 4 kylfingar, sem allar hlutu fullan spilarétt á LET, en þær léku allar á samtals 14 undir pari, 346 höggum. Þetta voru þær: Karolin Lampert frá Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku leik T-6 á River Landing mótinu
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, tóku þátt í River Landing Classic mótinu, sem fram fór í Wallace, N-Karólínu, dagana 9.-10. mars 2017 og lauk í gær. Þátttakendur voru 74 frá 12 háskólum. Gunnhildur lék á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (80 73 77) og varð T-36 af 74 keppendum. Í liðakeppninni varð Elon T-6. Sjá má lokastöðuna í River Landing Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:
The Voice dómarinn Gavin Rossdale skiptist á SMS-um v/ fyrrum eiginkonu Tiger
The Voice dómarinn (í enska The Voice), sem jafnframt er þátttarstjórnandi „Good Morning Britain“ Gavin Rossdale hefir látið hafa eftir sér í viðtali að hann og fyrrum eiginkona Tiger, Elin Nordegren, hafi verið að skiptast á SMS-um. Rossdale sagði að sameiginlegur vinur hefði kynnt þau en hann áliti að þau væru hið fullkomna par. Rossdale, 51 árs sagði í viðtali við The Sun: „Vinur okkar sagði: „Þú verður að hitta Elínu. Hún er ótrúleg.“ Hann var að reyna að koma okkur saman.“ „Þannig að ég sendi henni nokkur SMS til þess að segja hæ. Hún býr í Flórída. Hún er virkilega frábær. En ég hef aldrei hitt hana.“ Gavin Rossdale á Lesa meira
PGA: Hadwin leiðir í hálfleik á Valspar – Hápunktar 2. dags
Það er Kanadamaðurinn Adam Hadwin, sem leiðir í hálfleik á Valspar Open mótinu. Hadwin er samtals búinn að spila á 10 undir pari, 132 höggum (68 64). Aðeins 1 höggi á eftir er bandaríski kylfingurinn Jim Herman á samtals 9 undir pari (62 71) og einn í 3. sæti er Tyrone van Aswegen frá S-Afríku, enn öðru höggi á eftir, á samtals 8 undir pari (69 65). Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Valspar Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Valspar Open SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir lauk keppni T-21 á Evangel Spring Inv.
Arnar Geir Hjartarson, GSS og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Missouri Valley, tóku þátt í Evangel Spring Invitational, en mótið fór fram dagana 10.-11. mars 2017 og hófst því í gær og lauk í dag. Þátttakendur voru 70 frá 13 háskólum. Arnar Geir lék hringina 2 á samtals 17 yfir pari, 161 höggum (77 84) og varð T-21. Tvö lið kepptu frá Missouri Valley og luku þau keppni í efstu sætunum þ.e. 1.-og 2. sæti!!! Til þess að sjá lokastöðuna á Evangel Spring Inv. SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Chawrasia, Pepperell og og Chia efstir í hálfleik Hero Indian – Hápunktar 2. dags
Í gær var Indverjinn og heimamaðurinn S.S.P Chawrasia efstur þegar Hero Indian Open var frestað vegna myrkurs. Snemma í morgun tókst að ljúka 2. hring og þá deildu 3 kylfingar efsta sætinu: Chawrasia, Englendingurinn Eddie Pepperell og Danny Chia frá Bandaríkjunum. Allir hafa forystumennirnir spilað á samtals 5 undir pari, 139 höggum; Chawrasia (72 67); Pepperell (69 70) og Chia (70 69). Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Hero Indian Open SMELLIÐ HÉR: Sjá má stöðuna á Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR:
Pro Golf Tour: Þórður lauk keppni í 45. sæti
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tók þátt á Opna Royal Golf Anfa Mohammedia 2017 mótinu, sem fór fram 8.-10. mars og lauk í dag. Mótið var hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni og fór mótið fram í Marokkó. Þórður lék á samtals 5 yfir pari, 218 höggum (72 72 74) og hafnaði í 45. sæti. Sigurvegari varð Þjóðverjinn Max Schmitt en hann lék á samtals 14 undir pari. Sjá má lokastöðunni á Opna Royal Golf Anfa Mohammedia 2017 mótinu með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Ragnari og Aron í Texas HÉR:
Ragnar Már Garðarsson, GKG og Aron Júlíusson, GKG og golflið þeirra The Ragin Cajuns hafa hafið leik á Laredo Border Olympics golfmótinu. Mótið fer fram í Laredo CC í Laredo, Texas, dagana 10.-12. mars 2017. Þátttakendur eru 100 frá 19 háskólum. Fyrsti hringur er þegar hafinn og Ragnar ofarlega á skortöflunni og Aron fyrir miðju – en margir eiga eftir að ljúka leik. Fylgjast má með gengi Ragnars Más og Arons með því að SMELLA HÉR:










