Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State luku leik í 2. sæti á General Hacklar!

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sigurbergsson og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State tóku þátt í General Hacklar Championship. Mótið fór fram í The Dunes Golf & Beach Club á Myrtle Beach í Suður-Karólínu, dagana 11. – 12. mars 2017 og lauk því í gær. Keppendur voru 84 frá 15 háskólum. Gísli lék á samtals sléttu pari, 144 höggum (74 70) og lauk keppni T-9, en 3. hringur var ekki spilaður vegna slæms veðurs og var skor eftir 36 holur látið standa. Bjarki lék á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) og varð því T-27. Kent State lauk keppni í 2. sæti í liðakeppninni!!! Sjá má lokastöðuna á General Hacklar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2017 | 08:00

PGA: Hadwin sigurvegari Valspar

Það var Adam Hadwin, sem sigraði á Valspar Open nú um helgina. Sigurskor Hadwin var 14 undir pari, 270 högg (68 64 67 71). Í 2. sæti 1 höggi á eftir var Patrick Cantlay.  Jim Herman og Dominic Bozzelli deildu síðan 3. sætinu. Til þess að sjá lokastöðuna á Valspar Open að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. hrings á Valspar Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2017 | 07:00

Evróputúrinn: Chawrasia sigraði á Hero Indian Open – Hápunktar 4. dags

Það var heimamaðurinn S.S.P Chawrasia sem stóð uppi sem sigurvegari á Hero Indian Open. Sigurskor Chawrasia voru 10 undir pari, 278 högg (72 67 68 71). Hann átti heil 7 högg á næsta keppanda, sem varð í 2. sæti en það var Gavin Green frá Malasíu. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Hero Indian Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Hero Indian Open SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Jaye Marie Green nr. 1 (54/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Sú sem sigraði og hlaut fullan keppnisrétt á LPGA var Jaye Marie Green og er hún síðasta „nýja stúlkan á LPGA“ sem verður kynnt. Öfugt við Ólafíu Þórunni, sem var í 1. skipti að taka þátt í Q-school LPGA, þá var Jaye í 2. sinn í Q-school …. og þetta var í 2. skiptið sem hún sigraði!!! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sharmila Nicollet – 12. mars 2017

Það er indverska sjarmadísin Sharmila Nicollet, sem spilar á Evrópumótaröð kvenna, sem er afmæliskylfingur dagisns. Sharmila er fædd 12. mars 1991 og á því 26 ára afmæli í dag. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Wallace William „Wally“ Ulrich, f. 12. mars 1921 – d. 7. apríl 1995; Nubohito Sato, 12. mars 1970 (47 ára); W-7 módelið Minea Blomqvist, 12. mars 1985 (32 ára) og Axel Fannar Elvarsson, GL, 12. mars 1998 (19 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfngnum sem og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Madelene Sagström nr. 1 – (66/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Sigurvegari lokaúrtökumótsins er hin sænska Madelene Sagström. Madelene fæddist í Uppsala í Svíþjóð 13. nóvember 1992 og er því 24 ára. Í liðakeppnum sem áhugamaður tók Madelene m.a. þátt í: Vagliano Trophy (var í liði Evrópu): 2011 (sigurliðinu), 2015 (sigurliðinu) Espirito Santo Trophy (í golflandsliði Svía): 2012, 2014 Madelene var í bandaríska háskólagolfinu og lék þar með liði LSU Lady Tigers í Louisiana State Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli Sveinbergs T-9 e. 1. dag General Hacklar – Bjarki T-27

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sigurbergsson og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State taka þátt í General Hacklar Championship. Mótið fer fram í The Dunes Golf & Beach Club á Myrtle Beach í Suður-Karólínu, dagana 11. – 12. mars 2017 og lýkur því í dag. Keppendur eru 84 frá 15 háskólum. Gísli hefir spilað á samtals sléttu pari, 144 höggum (74 70) og er T-9, sem er glæsilegur árangur!!! Bjarki hefir spilað á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) og er T-27, sem er líka flott en hann er í efri þriðjungnum á skortöflunni!!! Kent State er í 2. sæti í liðakeppninni!!!  Áfram svona strákar!!! Sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már lauk keppni T-27 og Aron T-37 í Texas

Ragnar Már Garðarsson, GKG og Aron Júlíusson, GKG og golflið þeirra The Ragin Cajuns tóku þátt í Laredo Border Olympics golfmótinu. Mótið fór fram í Laredo CC í Laredo, Texas, dagana 10.-11. mars 2017 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 100 frá 19 háskólum. Ragnar Már lauk keppni í T-27 í einstaklingskeppninni, lék á samtals sléttu pari, 144 höggum (68 76). Aron lauk keppni T-37, í einstaklingskeppninni, lék á 1 yfir pari, 145 höggum (74 71). Lið þeirra Ragnars Más og Arons, The Ragin Cajuns frá Louisiana Lafayette háskóla endaði í 13. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Laredo Border Olympics með því að SMELLA HÉR: Næsta mót þeirra Ragnars Más og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2017 | 08:00

PGA: Hadwin eykur forystu sína f. lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Kanadamaðurinn Adam Hadwin jók forystu sína um 4 högg, en hann leiðir fyrir lokahringinn á Valspar Open mótinu, sem er mót vikunnar á PGA tour. Lokahringurinn verður spilaður seinna í dag. Hadwin er nú samtals búinn að spila á 14 undir pari, 199 höggum (68 64 67) og hefir 4 högga forskot á þann sem næstur kemur en það er bandaríski kylfingurinn Patrick Cantlay, sem leikið hefir á samtals 10 undir pari, 203 höggum (71 66 66). Í 3. sæti er síðan Bandaríkjamaðurinn Jim Herman á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Valspar Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2017 | 07:00

Evróputúrinn: Chawrasia efstur f. lokahring Hero Indian Open – Hápunktar 3. dags

Það er heimamaðurinn, Indverjinn S.S.P Chawrasia, sem er efstur á Hero Indian Open, fyrir lokahringinn. Ekki tókst að ljúka 3. hring fyrr en snemma í morgun og var hafist handa við að spila lokahringinn strax í framhaldinu. Chawrasia er samtals búinn að spila á 9 undir pari, 207 höggum (72 67 68). Hann hafði í morgun 2 högga forskot á þann sem vermir 2. sætið Carlos Pigem frá Spáni sem leikið hefir á 7 undir pari, 209 höggum. Til þess að sjá hápunkta gærdagsins, 3. dags á Hero Indian Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Hero Indian Open, en lokahringurinn er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR: