Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Jóhannes Jónsson – 15. mars 2017

Það eru Helgi Jóhannes Jónsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Helgi Jóhannes er fæddur 15. mars 1972 og á því 45 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Helgi Jóhannes Jónsson – Innilega til hamingju með afmælið!!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Þorvaldur Ásgeirsson, golfkennari 15. mars 1917-10. október 1988 (hefði orðið 100 ára í dag);  Hrafn Arnarson, 15. mars 1953 (64 ára); Gerður Guðrúnar, 15. mars 1955 (62 ára); Tsuyoshi Yoneyama, 15. mars 1965 (52 ára); Arna Schram, 15. mars 1968 (49 ára) Helen Beatty (áströlsk), 15. mars 1975 (42 ára); Joakim Mortensen, 15. mars 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Christina Kim, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2017 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Albany luku leik í 13. sæti

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, í Albany luku leik í gær á Spring Break Shootout, en það mót fór fram í Lake Jovita Country Club, í Dade City, Flórída og stóð dagana 13.-14. mars 2017. Þátttakendur voru 77 frá 13 háskólaliðum. Helga Kristín var á besta skorinu af liðsfélögum sínum í Albany, en liðið lauk keppni í neðsta sæti. Helga Kristín lék á samtals 28 yfir pari, 244höggum (79 78 87) og lauk keppni T-57. Sjá má lokastöðuna á Spring Break Shootout með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2017 | 09:00

GHG: Einar Lyng ráðinn rekstrarstjóri og golfkennari

Einar Lyng PGA golfkennari hefur verið ráðinn sem rekstrarstjóri og golfkennari GHG. Þetta kemur fram á heimasíðu GHG. Einar útskrifaðist 2009 sem PGA golfkennari og hefur starfað við það síðan sem íþróttastjóri hjá Golfklúbbi Mosfellsbæar og nú síðast hjá Golfklúbbnum Leyni. Einar er einnig að mörgum kunnur úr ferðabransanum en þar hefur hann starfað sem fararstjóri og golfkennari siðastliðin 18 ár. Golf 1 óskar Einari til hamingju með nýju stöðuna!

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk keppni T-9 á Fresno State Classic

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State, voru gestgjafar Fresno State Classic mótsins. Mótið fór  fram í San Joaquin Country Club, dagana 13.-14. mars 2017 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 72 frá 12 háskólaliðum. Guðrún Brá lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (73 75 75). Lið Fresno State varð T-2 þ.e. deildi 2. sætinu með 2 öðrum liðum í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Fresno State Classic með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Guðrúnar Brár og Fresno State er SDSU March Mayhem tournament, sem fram fer 20.-22. mars n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2017 | 07:00

Skemmdir unnar á einum lúxusgolfvalla Trump

Lítill hópur umhverfisverndarsinna skemmdi einn af lúxusgolfvöllum Bandaríkjaforseta Donald Trump, með því að rista skilaboð í garðsvörðinn nálægt 5. holu vallarins. Hópurinn, sem kallar sjálfa sig „Anonymous Environmental Activist Collective,“ sendiThe Washington Post vídeó þar sem 4 aðilar sjást fara yfir girðingu í a video Trump National Golf Club í Rancho Palos Verdes, sem er u.þ.b. 50km suður frá miðbæ Los Angeles. Vídeóið er 64 sekúndna og á því sjást umræddir aðilar, dökkklæddir, þar sem þeir nota garðyrkju grækjur til þess að rista 2 metra háa stafi í grasið, en skilaboðin voru: „NO MORE TIGERS. NO MORE WOODS.“ Hópurinn sendi síðan yfirlýsingu til dagblaðs eins, þar sem sagði að skemmdarverkin væru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charlie Douglass – 14. mars 2017

Það er Charlie Douglass, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún er fædd í Stevenage á Englandi, 14. mars 1989 og því 28 ára í dag. Hún byrjaði í golfi 13 ára, en það var pabbi hennar, George, sem kynnti hana fyrir golfinu. Charlie er félagi í Brockett Hall golfklúbbnum í Englandi. Meðal áhugamála Charlie er að vera með vinum sínum, lestur góðra bóka, horfa á kvikmyndir og Tottenham FC. Árið 2009, þá enn tvítugur áhugamaður sigraði Charlie á English Amateur Championship. Þann 26. nóvember 2010 gerðist Charlie atvinnumaður í golfi og stuttu síðar komst hún í gegnum Q-school LET og spilaði því 1. keppnistímabil sitt á Evrópumótaröð kvenna (LET) 2011. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-11 e. fyrri dag Fresno State Classic

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State, eru gestgjafar að þessu sinni, en mótið sem Guðrún Brá spilar í er Fresno State Classic. Það fer fram í San Joaquin Country Club, dagana 13.-14. mars 2017. Þátttakendur eru 72 frá 12 háskólaliðum. Eftir 1. dag er Guðrún Brá T-11; er búin að spila á 4 yfir pari, 148 höggum (73 75). Lið Fresno State er T-4 eftir 1. dag. Sjá má stöðuna á Fresno State Classic eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín T-38 e. 1. dag Spring Break Shootout

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany, hófu leik í gær á Spring Break Shootout, en það mót fer fram í Lake Jovita Country Club, í Dade City, Flórída og stendur dagana 13.-14. mars 2017. Þátttakendur eru 77 frá 13 háskólaliðum. Helga Kristín var á besta skorinu af liðsfélögum sínum í Albany, en liðið er í næstneðsta sæti í liðkeppninni. Helga Kristín lék á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (79 78) og er T-38 e. fyrri dag. Lokahringurinn fer fram í dag. Fylgjast má með Helgu Kristínu og Albany á Spring Break Shootout með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2017 | 18:00

Ólafía Þórunn og Valdís Þóra þokast nær Ólympíusæti í Tokýió 2020

Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eiga báðar ágæta möguleika á að blanda sér í baráttuna um sæti á næstu Ólympíuleikum sem fram fara í Tókýó í Japan árið 2020. Ólafía var í sæti nr. 498 á heimslistanum þann 6. mars s.l. og Valdís Þóra var í sæti nr. 690. Alls komast 60 kylfingar inn á Ólympíuleikana hjá báðum kynjum eða 120 keppendur samtals. Viðamikið kvótakerfi er í gangi varðandi þátttökurétt keppenda og er það gert til þess að sem flestar þjóðir eigi möguleika á að koma keppendum inn á ÓL. Fimmtán efstu á heimslista karla og kvenna komast sjálfkrafa inn á ÓL 2020 en aðeins fjórir geta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Jónasson – 13. mars 2017

Það er Benedikt Jónasson sem er afmæliskylfingur dagsins. Benedikt er fæddur 13. mars 1957 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!!Benedikt er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði og má oft sjá hann spila á Hvaleyrinni á sumrin. Hann er kvæntur Ingveldi Ingvarsdóttur. Komast má á facebook síðu Benedikts hér að neðan til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn Benedikt Jónasson – Innilega til hamingju með 60 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Andy Bean, 13. mars 1953 (64 ára);  Sturla Höskuldsson, 13. mars 1975 (42 árs); Graeme Storm, 13. mars 1978 (39 ára); Maria Beautell, 13. mars 1981 (36 ára); Ríharður Óskar Lesa meira