GA: Nýliðanámskeið vel sótt
Það er mikil gróska í nýliðastarfinu hjá Golfklúbbi Akureyrar. Á heimasíðu GA kemur fram að um 60 nýliðar séu skráðir á námskeið sem fram fara í Golfhöllinni á Akureyri næstu fimm vikurnar. Alls verða þrír nýliðahópar í gangi og segir í frétt GA að þessi þróun sé gríðarlega jákvæð. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Sturla Höskuldsson sjá um þessi námskeið. Ofangreindir golfkennarar biðja GA félaga að sýna því skilning, meðan námskeiðin fara fram, að Golfhöllin( þ.e. púttvöllurinn og netin) eru uppbókuð og því ekki hægt að æfa sig á þeim tímum. Námskeiðin fara fram næstu 5 vikurnar: á miðvikudögum kl. 17-20 og á laugardögum frá 11:00-12:30 og 14:30-16:00.
Afmæliskylfingur dagsins: Haraldur Franklín Magnús – 16. mars 2017
Það er Haraldur Franklín Magnús, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haraldur fæddist 16. mars 1991 og á því 26 ára afmæli í dag. Hann hóf 2011 keppnistímabilið á að sigra glæsilega Opnunarmót GR, 15. maí 2011 á 67 höggum! Um sumarið spilaði Haraldur Franklín á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Hann sigraði m.a. á Símamóti mótaraðarinnar á Hvaleyrinni, í Hafnarfirði, 26. júní 2011. Eins var Haraldur Franklín í sigursveit GR í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í Evrópumóti golfklúbba í National Golf Club, Antalya í Tyrklandi, í október 2011 Sveit GR hafnaði í 15. sæti og lék Haraldur Franklín best í sveit GR. Sumarið, 2012, varð Haraldur Franklín Lesa meira
LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á Bank of Hope mótinu kl. 14:33 – Fylgist með HÉR!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR, hefur keppni kl. 7:33 að staðartíma / kl. 14:33 að íslenskum tíma á Bank of Hope mótinu á LPGA mótaröðinni í dag. Mótið fer fram í Phoenix, Arizona og búist við að töluverður fjöldi Íslendinga verði að fylgjast með Ólafíu Þórunni. Hún verður í ráshóp með fyrrum liðsfélaga sínum og skólasystur úr Wake Forest, Cheyenne Woods, frænku Tiger Woods og þeirri sem stóð sig svo vel í Singapore á síðasta LPGA móti,HSBC Women´s Champions, stórstjörnunni Michelle Wie, en í síðasta móti varð hún T-4 og var í forystu mestallt mótið. Ólafía er í ráshóp nr. 8 af 48, sem ræstir verða út og hefur keppni af 10. Lesa meira
Evróputúrinn: Hverjir eru 30 bestu kylfingarnir undir 30 ára aldri?
Á heimasíðu Evrópumótaraðarinnar má finna samantekt þar sem taldir eru upp 30 bestu kylfingarnir á Evrópumótaröðinni, sem eru 30 ára eða yngri. Fæstum kemur e.t.v. á óvart að á toppnum trónir nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy. Annað sætið gæti valdið meiri undrun, en það vermir Patrick Reed – hann mun nú í fyrsta sinn spila fullt keppnistímabil á Evrópumótaröðinni. Hver er síðan í 3. sæti? Það er hægt að sjá með því að skoða samantekt Evrópumótaraðarinnar með því að SMELLA HÉR:
Lögmenn vísa til Phil Mickelson í innherjaviðskiptamáli
Saksóknari og verjandi í innherjaviðskiptamáli voru sammála í gær, miðvikudaginn 15. mars 2017, um að kylfingurinn Phil Mickelson væri mikilvægur máli þeirra og sögðu kviðdómendum að hann myndi hjálpa þeim við að taka ákvörðun um hvort atvinnuveðmálahundurinn frá Las Vegas, Billy Walters, hefði ólöglega grætt um $ 40 milljónir með innherjaviðskiptum. Nafn Mickelson var þegar getið í upphafsorðum beggja í réttarhaldinu þegar aðstoðarsaksóknari Bandaríkjanna Michael Ferrara sagði kviðdómendum frá því að veðmálamaðurinn William „Billy“ Walters hefði hvatt vini, þ.á.m. Mickelson til þess að kaupa hlutabréf í Dean Foods Co., sem er fyrirtæki staðsett í Dallas og ein af stærstu mjólkursamsölum Bandaríkjanna sem selur mjólk til smásölukaupmanna. Ferrara sagði að Walters hefði Lesa meira
Jack Nicklaus spilaði á 6 höggum undir aldri!
Í þessari viku snýst allt um eina af 3 golfgoðsögnum …. auðvitað Arnie, því í dag hefst fyrsta Arnold Palmer Invitational frá því að konungurinn, Arnold Palmer, lést í september s.l.. En það þýðir ekki að einhvere önnur af golfgoðsögnunum geti ekki átt sín stjörnumóment undir Flórídasólinni. Jack Nicklaus var einn af mörgum toppkylfingum sem tóku þátt í árlegu góðgerðarmóti Ernie Els s.l. mánudag í Palm Beach Gardens, Flórída. Mótið er haldið til styrktar einhverfum, en líkt og flestir golfáhangendur vita á Ernie Els einhverfan son. Og Jack Nicklaus brilleraði – spilaði hringinn á 71 höggi eða 6 höggum undir aldri sínum!!! Lið Nicklaus varð í 2. sæti í liðakeppni mótsins. Nicklaus Lesa meira
Sjáið mann „dræva“ yfir 250 m m/pútternum – Myndskeið
Maðurinn í meðfylgjandi myndskeiði nær lengra teighöggi („drævi“) en flestir með pútternum sínum. Hann slær 276 yarda eða u.þ.b. 252 metra …. með pútternum af öllum kylfum!!! Að vísu slær hann höggið góða innandyra og í golfhermi …. en engu að síður! Sjá má myndskeið Golf Magic þar sem maðurinn slær 252 metra með pútter sínum með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólgolfið: Sigurlaug Rún og Drake luku leik i 9. sæti
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake, tóku þátt í Bradley Spring Break Invite, sem fram fór dagana 13.-14. mars 2017 í Dallas Texas og lauk í gær. Þátttakendur voru 57 frá 10 skólum. Í einstaklingskeppninni varð Sigurlaug Rún í 36. sæti; lék á samtals 28 yfir pari, 241 höggi (80 87 74). Drake varð í 9. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna í Bradley Spring Break Invite með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake nefnist Bradley Spring Invitational og fer fram í Illinois dagana 1.-2. apríl 2017.
LPGA: Ólafía Þórunn í stjörnuráshóp í Phoenix
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður í sannkölluðum „stjörnuráshóp“ fyrstu tvo keppnisdagana á Bank of Hope Founders meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á LPGA mótaröðinni. Þar mun atvinnukylfingurinn úr GR leika með Cheyenne Woods og Michelle Wie en þær eru báðar frá Bandaríkjunum. Ólafía hefur leik kl. 14:33 að íslenskum tíma og hefja þær leik á 10. teig á fimmtudaginn. Mótið fer fram í Phoenix og er gríðarlega sterkt en níu af tíu efstu kylfingum heimslistans. Hér má sjá rástímana á fyrstu tveimur keppnisdögunum: Woods er skólafélagi Ólafíu frá Wake Forest háskólaliðinu í Bandaríkjunum og eru þær góðar vinkonur. Þær léku saman fyrstu tvo keppnisdagana á Pure Silk mótinu á Bahamas sem Lesa meira
Rickie Fowler minnist Arnold Palmer m/sérstökum hætti
Rickie Fowler, sem er á auglýsingasamningi við Puma mun minnast konungsins, Arnold Palmer, með sérstökum hætti þegar mót hans Arnold Palmer Invitational hefst á morgun, en mótið er mót vikunnar á PGA Tour. Puma hefir framleitt tvo pör af Puma Ignite Hi-Tops golfskóm, þar sem Arnie er minnst í máli og myndum. Aðeins hafa verið framleidd tvö pör og mun Rickie vera í öðru skóparinum en hitt skóparið mun verða boðið upp og verður það áritað af Rickie. Rickie sagði við þetta tilefni: „Mér finnst það forréttindi að hafa þekkt Arnie og mátt kalla hann vin minn. Ég vildi gera eitthvað til að halda upp á alla snillina sem hann Lesa meira










