6 spennandi golfvellir opna 2017
Sex nýir spennandi golfvellir opna árið 2017. Fimm vallanna eru í Bandaríkjunum og einn í Mexíkó. Þetta eru: Sand Valley Golf Resort í Wisconsin; Streamsong Black í Flórída; Trinity Forest í Dallas, Texas; The Summit í Las Vegas, Nevada og Mountain Shadows Short golfvöllurinn í Arizona. Mexíkanski staðurinn er Danzante Bay á Villa del Palmar golfstaðnum í Loreto, Mexíkó. Golf.com hefir tekið saman samantekt um þá sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Kynningarmyndskeið Golf Channel m/ Ólafíu Þórunni
Golf Channel var nú nýlega með flott myndskeið til kynningar á einum nýliðanum á LPGA mótaröðinni: Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Myndskeiðið er í greinaflokki sem nefnist: „Fresh faces of the LPGA Tour.“ Í myndskeiðinu segist Ólafía m.a. vilja sýna öllum hversu fallegt Ísland er og er það því ágæt landkynning. Þulurinn í myndskeiðinu segir að nú í vikunni þar sem LPGA heldur mót til að fagna frumkvöðlum sínum, þ.e. Bank of Hope Founders Cup, þá megi segi að Ólafía Þórunn sé í raun einnig frumkvöðull, þar sem hún sé fyrsti kylfingurinn frá Íslandi á LPGA. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:
PGA: Hoffman leiðir í hálfleik á Arnold Palmer Inv. – Hápunktar 2. dags
Charley Hoffman hefir ekki átt velsæld að fagna í Arnold Palmer Invitational presented by Mastercard mótunum undanfarin ár. Þegar hann hóf keppni í ár hafði hann ekki komist í gegnum niðurskurð á 3 af þeim 4 mótum sem hann hafði tekið þátt í og aðeins tvívegis brotið par í 10 hringjum. En hann er núna í stöðu til að breyta öllu þessu á Bay Hill Club & Lodge því hann leiðir í hálfleik á samtals skori upp á 10 undir pari, 134 höggum (68 66). Hann er nú að taka þátt í fyrsta sinn á móti Arnie frá árinu 2013 og eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurð í síðustu Lesa meira
Rory gagnrýnir þá 20% karla sem kusu g. því að veita kvenkylfingum félagsaðild í Muirfield
Mánudagurinn s.l. var sögulegur í golfinu, því þann dag, 13. mars 2017 veitti einn af íhaldsömustu karlrembugolfklúbbum Englands, sem flestir eru enn „men only“; kvenkylfingum félagsaðild að klúbbnum. Nr. 3 á heimslistanum og fyrrum sigurvegari Opna breska risamótsins, Rory McIlroy hefir gagnrýnt þau 20% karla, sem kusu gegn því að konur hlytu félagsaðild í þessum sögufræga golfklúbb í East Lothian. Rory sem sigraði á Opna breska í Hoylake 2014, hefir aldrei spilað vel á Muirfield vellinum, sem er austan við Edinborg og því líkar honum enn verr við völlinn. Reyndar líkar honum svo illa við Muirfield að þó honum líki vel við þau 80% sem guldu jáyrði við að konum yrði veitt Lesa meira
LPGA: Ólafía komst ekki g. niðurskurð í Phoenix
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék 2. hring á sléttu pari, en það dugði ekki til – hún komst ekki í gegnum niðurskurð á LPGA-mótinu Bank of Hope Founders Cup í Phoenix, Arizona og er því úr leik. Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum, sem Ólafía kemst ekki í gegnum niðurskurð á LPGA. Samtals lék Ólafía Þórunn hringina tvo á 3 undir pari, 141 höggi (69 72). Hún hefði þurft að vera á 5 undir pari samtals til þess að komast í gegnum niðurskurð og því munaði því miður 2 höggum. Það var sérlega slakur endasprettur sem rak endahnútinn á veru Ólafíu Þórunnar í þessu gríðarlega sterka mót, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Tumi Hrafn Kúld. Hann er fæddur 17. mars 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Tumi er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Tumi varð m.a. holukeppnismeistari Akureyrar 2011. Hann hefir tekið þátt í mótum Unglingamótaraðarinnar á undanförnum árum og gengið vel. Það sama má segja um fjölmörg opin mót, sem Tumi Hrafn hefir verið þátttakandi í. Hann sigraði t.a.m. út í Vestmannaeyjum á Eimskipsmótaröðinni sl. haust. Komast má á facebook síðu Tuma til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan: Tumi Hrafn Kúld (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Bobby Jones, f. Lesa meira
LPGA: Stacy missti af 59
Stacy Lewis missti af tækifæri til þess að vera á 59 höggum í 2. skipti í sögu LPGA mótaraðarinnar Hún deilir samt efsta sætinu með 3 öðrum eftir 1. hring, eftir að hafa verið á 8 undir pari, 64 höggum á Bank of Hope Founders Cup í Phoenix. Í næstum fullkomnum aðstæðum til golfleiks í Desert Ridge, þá var Lewis á 9 undir pari eftir 11 holur en var á parinu næstu 6 holur og lauk hringnum þar að auki á skolla, eftir að hafa slegið djúpt í brautarglompu. „Þarna á seinni 9 fór boltinn allt í einu að fara allt of langt. Kannski var þetta adrenalínið, ég er ekki viss. Eða það Lesa meira
Sagan á bakvið regnhlífarlógó Palmer
Hafið þið nokkru sinni velt fyrir ykkur af hverju litrík regnhlíf hefir samsamað sig nafni golfgoðsagnarinnar Arnold Palmer? Það eru margar regnhlífarnar á móti vikunnar á PGA Tour, Arnold Palmer Invitational, þar sem mótið og þátttakendur þess eru allir að minnast konungsins, sem lést í september á sl. ári. Þetta er í fyrsta sinn sem Palmer er ekki á mótssvæðinu á Bay Hill og mörgum finnst það skrítið. En hins vegar sést mikið af lógói Palmer rauðu, grænu, hvítu og gulu regnhlífinni. En hvernig stóð á því að þessi regnhlíf varð lógó Palmer? Sagan á sér rætur til ársins 1961 þegar Palmer var að reyna að finna fullkomna lógóið fyrir Lesa meira
PGA: Fitzpatrick og Grillo leiða á Arnold Palmer Inv. – Hápunktar 1. dags
Það eru Emiliano Grillo frá Argentinu og Englendingurinn Matthew Fitzpatrick, sem leiða eftir 1. dag Arnol Palmer Invitational. Báðir eru þeir búnir að spila á 5 undir pari, 67 höggum. Á hæla þeirra í 3. sæti eru 3 kylfingar: Bandaríkjamennirnir Lucas Glover og Charley Hoffman og enski kylfingurinn Paul Casey – allir á 4 undir pari, 68 höggum. Til þess að sjá hápunkta 1. dags Arnold Palmer Inv. SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Arnold Palmer Inv. SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Ólafía Þórunn á -3 e. 1. dag í Phoenix
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR tekur sem stendur þátt í 3. LPGA móti sínu og ekkert lát er á góðu gengi henni þar. Hún er að keppa við alla bestu kvenkylfinga heims en í mótinu er m.a. nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko. Ólafía lék 1. hring á 3 undir pari, 69 höggum; fékk 1 örn, 2 fugla, 14 pör og 1 skolla. Ólafía deilir 46. sætinu með 22 öðrum kylfingum þ.á.m. Azahara Muñoz, Natalie Gulbis (sem Ólafía lék hring með á Bahamas) og Brooke Henderson. Í efsta sæti eftir 1. dag er hópur 4 kylfinga sem allar léku á 8 undir pari, 64 höggum; Ariya Jutanugarn frá Lesa meira










