Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur leik á SDSU March Mayhem í dag
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State hefja í dag keppni á SDSU March Mayhem. Mótið fer fram í The Farms golfklúbbnum í Rancho Santa Fe, Kaliforníu. Það stendur í 3 daga, 20.-22. mars 2017. Mótið er óhefðbundið háskólamót að því leyti að um holukeppni er að ræða. Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brár og Fresno State SMELLIÐ HÉR:
PGA: Marc Leishman sigurvegari Arnold Palmer Inv. – Hápunktar 4. dags
Það var Ástralinn Marc Leishman sem stóð uppi sem sigurvegari á Arnold Palmer Invitational, móti látnu goðsagnarinnar Arnie, eða konungsins eins og hann var oft kallaður. Leishman lék á samtals 11 undir pari, 277 höggum (71 66 71 69). Öðru sætinu deildu Charley Hoffman og Kevin Kisner, höggi á eftir. Til þess að sjá lokastöðuna á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags eða lokahringsins SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Ólafía meðal keppenda í Kaliforníu nk. fimmtudag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR mun keppa næst á Kia Classic mótinu, sem hefst fimmtudaginn n.k. þ.e. 23. mars 2017. Mótið fer fram í Carlsbad, Kaliforníu í Bandaríkjunum. Mótið stendur yfir í 4 daga og verður niðurskurður að loknum 2. keppnisdeginum. Keppt er á Park Hyatt Resort Golf Club & Spa. Ólafía er komin til Kaliforníu ásamt skóla- og liðsfélaga sínum úr Wake Forest háskólanum, Cheyenne Woods og munu þær verja tímanum fram að fimmtudeginum þar, við æfingar.
LPGA: Anna Nordqvist sigraði á Bank of Hope LPGA Founders Cup
Það var hin sænska Anna Nordqvist, sem stóð uppi sem sigurvegari á Bank of Hope LPGA Founders Cup. Hún lék á samtals 25 undir pari, 263 höggum (67 67 61 68). Í 2. sæti urðu Inn Gee Chun, Ariya Jutanugarn og Stacy Lewis; allar 2 höggum á eftir Önnu, á samtals 23 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á Bank of Hope LPGA Founders Cup SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Bank of Hope LPGA Founders Cup SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Gísli í 2. sæti og Bjarki T-6 e. 1. dag Seahawk mótsins
Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og golflið þeirra Kent State taka þátt í Seahawk Intercollegiate mótinu. Mótið fer fram í Country Club of Landfall í Wilmington Norður-Karólínu, dagana 19.-20. mars. Tveir hringir voru spilaðir í gær og fer lokahringurinn fram í dag. Eftir 1. dag er Gísli í 2. sæti mótsins en hann hefir samtals spilað á 5 undir pari, 139 höggum (70 69). Bjarki er T-6 á 2 yfir pari, 147 höggum (72 74). Lið Kent State er í 1. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna í Seahawk Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Kristín Bachmann. Hún er fædd 19. mars 1953 og á því 64 ára afmæli í dag. Guðrún Kristín er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Guðrún Kristín Bachmann – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Henry Taylor, f. 19. mars 1871 – d. 10. febrúar 1963 ; Gay Robert Brewer, f. 19. mars 1932 – d. 31. ágúst 2007; Aðalheiður Jóhannsdóttir, 19. mars 1956 (61 árs); Paul Davenport, 19. mars 1966 (51 árs); Louise Stahle 19. mars 1985 (32 ára) … og Lesa meira
LPGA: Anna Nordqvist leiðir e. 3. dag Bank of Hope Founders Cup – Hápunktar
Það er hin sænska Anna Nordqvist sem komin er í forystu á 3. degi Bank of Hope Founders Cup, þar sem aðeins munaði 2 höggum að Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir kæmist í gegnum niðurskurð.. Anna setti þar að auki vallarmet í Phoenix en hún lék 3. hring á 61 höggi – fékk 1 örn, 9 fugla og 8 pör. Stórglæsilegt!!! Samtals er Anna búin að spila á 21 undir pari, 195 höggum (67 67 61). Í 2. sæti eru Stacy Lewis og Ariya Jutanugarn 2 höggum á eftir. Sjá má stöðuna á Bank of Hope Founders Cup með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags Bank of Hope Lesa meira
PGA: Kisner og Hoffman leiða f. lokahringinn – Hápunktar 3. dags
Það eru bandarísku kylfingarnir Kevin Kisner og Charley Hoffman, sem leiða fyrir lokahring Arnold Palmer Invitational sem spilaður verður í kvöld. Báðir hafa þeir Kisner og Hoffman spilað á samtals 11 undir pari, 205 höggum, hvor. Þrír deila 3. sætinu: Englendingarnir Tyrell Hatton og Matthew Fitzpatrick og Ástralinn Marc Leishman. allir 3 höggum á eftir forystumönnunum. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR:
PGA: Sjáið Grillo henda kylfu í vatnshindrun eftir fjórfaldan skolla – Myndskeið
Emiliano Grillo frá Argentínu var í forystu á Arnold Palmer Invitational, en segja má með spilamennsku sinni á 3. hring hafi hann fyrirgert vinningssæti og voru skapsmunirnir eftir því. Hann henti kylfu sinni í vatnshindrun við 6. braut.. Grillo gekk svona líka illa með par-5 6. holu Bay Hill, þar sem slá verður yfir vatnshindrun. Hann endaði á algeru júmbóskori, fjórföldum skolla á holuna – heil 9 högg … eins og byrjandi, en ekki efsti maður á PGA móti. Með þessari spilamennsku er Grillo kominn niður í 12. sæti en sjá má stöðuna á Arnold Palmer Inv. með því að SMELLA HÉR: Sjá má Grillo henda kylfiu sinni í vatnshindrun Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rúnar Hartmannsson – 18. mars 2017
Það er Rúnar Hartmannsson, sem er afmæliskylfingar dagsins. Rúnar er fæddur 18. mars 1952 og á því 65 ára afmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rúnar Hartmannsson (65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir sem afmæli eiga í dag eru: Macdonald „Mac“ Smith,f. 18. mars 1892 – d. 31. ágúst 1949; Helgi Hólm, GSG, 18. mars 1941 (76 ára); Rúnar Hartmannsson 18. mars 1952 (65 ára); Soffia Björnsdóttir, 18. mars 1956 (61 árs); Einar Aðalbergsson, 18. mars 1960 (57 ára); Steinunn Sigurdardottir, 18. mars 1960 (57 ára); Sigridur Petursdottir, 18. mars 1961 (56 ára); Heimir Karls Lesa meira










