PGA: Leikmenn PGA Tour svara spurningum um leikhraða – þ.e. nefna þá sem þeim finnst fljótastir og hægastir á túrnum ofl.
PGA Tour leikmenn nefndu nöfn nokkurra félaga sinna og komu þeim á lista – og á sumum listanna var eftirsóknarverðara að lenda en á öðrum. Meðal þeirra umræðuefna sem Sports Illustrated/GOLF.com’bað leikmenn um að gefa álit sitt á var leikhraði og áttu 50 PGA Tour leikmenn að veita upplýsingar um álit sitt á því hver á túrnum væri sá fljótasti og hver sá hægasti. Hver skyldi nú hafa orðið fyrir valinum sem fljótasti leikmaðurinn? Það var tvöfaldi Bay Hill sigurvegarinn Matt Every. Hann hlaut 18% atkvæða í það sæti. Önnur 18% svöruðu „ÉG“ aðspurðir. Matt Jones var sá sem kom næstur með 14% atkvæða yfir þá sem álitnir voru fljótastir. Síðan Lesa meira
Rory hyggst hefna ófaranna í sl. Ryder í viðureign g. Reed
Rory McIlroy vonast til að jafna metin við bandarískan keppinaut sinn, Patrick Reed, ef báðir komast áfram á WGC-Dell Technologies holukeppninni, sem hefst í Austin Country Club nk. fimmtudag. Rory tapaði fyrir Reed í epískri viðureign fyrir framan vígalega áhorfendur sem allir héldu með Reed í Rydernum í Hazeltine á s.l. ári. Rory viðurkennir að hann hafi ekki gleymt ósigrinum og myndi fagna að takast á við Reed aftur ef þeim mætast seinna í vikunni í Texas. „Það væri gaman að spila við Patrick aftur,“ sagði Rory um Reed, en í fyrstu umferð er Rory einvörðungu með bandarískum kylfingum þ.e. Brooks Koepka, Kevin Kisner og Jason Dufner. „Við eigum óútkljáð mál, sem ég myndi Lesa meira
Tiger spurður út í aukinn skalla í spjallþætti
Að hár manna verði þynnra með hækkandi aldri eða hverfi alveg, sérstaklega hjá körlum, þannig að ekkert standi eftir nema ber skallinn er víst bara eitt af náttúrulögmálunum, sem þó í dag er hægt að sporna við og gera ýmislegt fyrir. Á félagsmiðlunum hefir í auknum mæli verið minnst á hækkandi hársvörð og skallablett Tiger. Spurning hvort það er ekki óviðurkvæmilegt og ókurteist að minnast á það í spjallþætti þar sem milljónir manna eru að fylgjast með? Tiger var í einum slíkum spjallþætti núna á dögunum að kynna nýútkomna bók sína “The 1997 Masters, My Story,“ Þetta var þátturinn SportsCenter with Scott Van Pelt” og fór Van Pelt að gera grín að Lesa meira
Heimslistinn: Leishman fer upp um 30 sæti! – Dustin Johnson nr. 1
Nokkuð er síðan að Golf 1 hefir birt frétt af stöðu efstu manna á heimslistanum og hreyfingum á honum og ekki seinna vænna að líta á stöðuna. Helsta hreyfingin þessa vikuna er að ástralski kylfingurinn Marc Leishman fer upp um 30 sæti; var í 62. sætinu í síðustu viku en fer í 32. sætið vegna glæsts sigurs á Arnold Palmer Invitational Staðan á topp-10 heimslistans er eftirfarandi: 1 Dustin Johnson 11,67 stig 2 Rory McIlroy 9,12 stig 3 Jason Day 9,03 stig 4 Hideki Matsuyama 8,28 stig 5 Henrik Stenson 8,03 stig 6 Jordan Spieth 8,02 stig 7 Justin Thomas 5,58 stig 8 Adam Scott 5,54 stig 9 Rickie Fowler Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State luku leik í 1. sæti á Seahawk mótinu!!!
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State luku sigruðu á Seahawk Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram í Country Club of Landfall í Wilmington Norður-Karólínu og stóð yfir dagana 19.-20. mars og lauk því í gær. Þátttakendur voru 76 frá 12 háskólum. Gísli lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (70 69 72) og varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni, sem er stórglæsilegt!!! Bjarki lauk keppni T-9 á 4 yfir pari, 220 höggum (72 74 74), sem er góður topp-10 árangur!!! Lið Kent State varð eins og segir í 1. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna í Seahawk Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Ragnari Má og Aron HÉR!!!
Ragnar Már Garðarsson og Aron Júlíusson, báðir í GKG og lið þeirra The Ragin Cajuns hafa hafið keppni á UTSA Lone Star Invitational. Þeir eru að keppa þegar þetta er ritað kl. 21:11. Mótið fer fram á Briggs Ranch golfvellinum í San Antonio, Texas. Þátttakendur eru 80 frá 15 háskólum. Hægt er að fylgjast með þeim félögum á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar T-11 e. 2. dag á Valspar Collegiate
Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Minnesota State, taka þátt í móti í Flórída, sem nefnist Valspar Collegiate. Það stendur dagana 19.-21. mars 2017 og eru þátttakendur 78 frá 14 háskólum. Rúnar er T-11 þ.e. deilir 11. sætinu með 6 öðrum kylfingum. Hann lék fyrstu tvo hringi mótsins á 2 yfir pari, 144 höggum (70 74). Fylgjast má með Rúnari og Minnesota State með því að SMELLA HÉR:
Sigurður Arnar lauk keppni í 3. sæti á unglingamóti í Flórída
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, tók þátt í móti á IMG Junior Golf Tour. Mótið fór fram í Victoria Hills golfklúbbnum í Flórída, dagana 18.-19. mars og lauk því í gær. Sigurður Arnar náði þeim glæsilega árangri að landa 3. sætinu í mótinu!!! Skor Sigurðar var samtals 5 yfir pari, 149 högg (77 72). Sjá má lokastöðuna í móti IMG Junior Golf Tour með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Charley Hull – 20. mars 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Charley Hull. Charley fæddist 20. mars 1996 og er því 21 árs í dag. Charley er einn alefnilegasti kylfingur Bretlands. Hún komst fyrst í fréttirnar fyrir u.þ.b. 4 árum, þar sem hún fékk ekki að taka þátt í Curtis Cup vegna þess að hún þáði boð um að keppa á Kraft Nabisco risamótinu í lok þessa mánaðar og komst þ.a.l. ekki á æfingu með liði Breta&Íra. Sjá nánar eldri frétt Golf 1 þar um, SMELLIÐ HÉR: Charley var yngst í sigurliði Solheim Cup 2013 og lagði þar sitt lóð á vogarskálarnar. Hún sigraði í fyrsta móti sínu á LET, á Lalla Meryem mótinu á Evróputúr kvenna 2015. Lesa meira
PGA: Hvað var í sigurpoka Leishman?
Eftirfarandi verkfæri voru í poka ástralska kylfingsins Marc Leishman, þegar hann sigraði á Arnold Palmer Invitational: Bolti: Callaway Chrome Soft X. Dræver: Callaway Great Big Bertha Epic (Fujikura Speeder Evolution II 757), 9°. 3-tré: Callaway Great Big Bertha Epic, 15°. 7-tré: Callaway Great Big Bertha Epic, 21°. Járn (3): Callaway Apex UT; (4-PW): Callaway Apex Pro 16. Fleygjárn: Callaway Mack Daddy Forged (54°); Titleist Vokey SM6 (58 °). Pútter: Odyssey Versa #1 Wide Black.










