Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2017 | 23:59

LPGA: Ólafía T-65 á Kia Classic – Hápunktar 1. dags

Ólafía Þórunn Kristínsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf leik á Kia Classic LPGA mótinu í Carlsbad, Kaliforníu í dag. Hún lék 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum – fékk 2 fugla og 3 skolla og er T-65 þ.e. jöfn 15 öðrum kylfingum, þ.á.m. heimsþekktum kylfingum á borð við Söndru Gal, Beatriz Recari og Karrie Webb. Margir heimsþekktir kylfingar léku verr en Ólafía m.a. nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko sem lék á 74 höggum og er undir niðurskurðarlínunni T-84, og Morgan Pressel og Laura Davies, sem léku á 75 höggum, en búast má við að þær komi allar grimmar aftur á 2. hring. Þær sem eru efstar hafa spilað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2017

Það er Kristín Sigurbergsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristín er fædd 23. mars 1963. Kristín er úr mikilli, landsfrægri golffjölskyldu úr Hafnarfirðinum, sem öll eru í Golfklúbbnum Keili. Af fjölmörgum afrekum fjölskyldu Kristínar á golfsviðinu nægir að nefna Kristín sigraði í 1. flokk á Íslandsmóti 35+, árið 2011 auk þess sem hún hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og er alltaf meðal þeirra efstu. Kristín varð Íslandsmeistari í flokki 50+ með forgöf 2013. Kristín er gift Bóas og eiga þau eins og áður segir tvö börn Axel og Jódísi. Komast má á facebooksíðu Kristínar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Kristin Sigurbergsdóttir 23. mars 1963 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2017 | 03:00

Rory og Jordan Spieth úr leik í 1. umferð heimsmótsins í holukeppni

Rory McIlroy og Jordan Spieth töpuðu óvænt í opnunarviðureignum sínum á 1. degi heimsmótsins í holukeppni. Rory tapaði  2&1 gegn Dananum Sören Kjeldsen og Spieth tapaði sinni viðureign gegn Hideto Tanihara 4&2. 27 eru komnir í 32 manna úrslit en jafnt var í 5 viðureignum. Þær viðureignir sem féllu á jöfnu voru viðureignir: 1 Ryan Moore  og Yuta Ikeda 2 Hideki Matsuyama og Jim Furyk 3 Patrick Reed og Jason Dufner 4 Matt Kuchar og Brendan Steele 5 Sergio Garcia og Shane Lowry Þeir sem unnu sínar viðureignir og eru komnir áfram eru: Branden Grace , William McGirt, Sören Kjeldsen, Gary Woodland, Paul Casey, Charl Schwartzel, Hideto Tanihara, Bubba Watson, Thomas Pieters, Louis Oosthuizen, Brooks Koepka, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2017 | 01:00

Jason Day dró sig úr heimsmótinu í holukeppni vegna veikinda móður

Jason Day dró sig úr WGC-Dell Technologies heimsmótinu í holukeppni vegna þess að móðir hans  Dening Day, sem greinst hefir með lungnakrabba, mun gangast undir uppskurð nk. föstudag og Jason vill vera hjá henni. „Það er virkilega erfitt bara að ímynda sér að vera á golfvellinum núna vegna þess sem hún hefir mátt þola,“ sagði Day á blaðamannafundi tárum nær. Hann gaf upphafsviðureign sína gegn Pat Perez eftir 6 holur. Day var búinn að missa 3 holur á því stigi. Jason Day sagði að móður hans hefðu verið gefnir 12 mánuðir að lifa í upphafi þessa árs. Hann flutti hana frá Ástralíu til Bandaríkjanna stuttu eftir að henni var veitt þetta álit Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnheiður Björk Guðjónsdóttir – 22. mars 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnheiður Björk Guðjónsdóttir. Hún er fædd 22. mars 1957 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Ragnheiður Björk (Ranný) Guðjónsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter McEvoy, 22. mars 1953 (64 ára); Lyndsay Stephen, 22. mars 1956 (61 árs); Ragnheiður Björk Guðjónsdóttir, 22. mars 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!);  Diane Pavich, 22. mars 1962 (55 ára); Tim Elliot, 22. mars 1962 (55 ára); Jeffrey Wagner 22. mars 1964 (53 ára); Ragnar Baldursson,GR 22. mars 1966 (51 árs); Peter Lawrie, 22. mars Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2017 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Aron og Ragnar og The Ragin Cajuns luku leik í 10. sæti

Ragnar Már Garðarsson og Aron Júlíusson, báðir í GKG og lið þeirra The Ragin Cajuns tóku þátt í UTSA Lone Star Invitational. Mótið fór fram á Briggs Ranch golfvellinum í San Antonio, Texas. Þátttakendur voru 80 frá 15 háskólum. Aron lauk keppni T-41 með skor upp á 1 yfir pari, 217 högg (75 68 74) en Ragnar Már lauk keppni T-45 með skor upp á 3 yfir pari, 219 högg (72 74 73). Lið The Ragin Cajuns varð í 10. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á UTSA Lone Star Inv. með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2017 | 14:00

Jackie Pung látin 95 ára

Jacqueline “Jackie” Nolte Liwai Pung frá Waikoloa á Hawaii lést 15. mars s.l. á Life Care Center of Kona, á Hawaii. Hún var 95 ára. Jackie Pung fæddist 13. desember 1921 í Honululu á Hawaii. Hún spilaði fyrst golf 6 ára. Pabbi hennar, Jack Liwai, var frá Hawaii og formaður í the Hawaiian Golf Club. Á unglingsárum sínum þótti Jackie undrabarn í golfi og spilaði í menntaskóla með piltaliði Roosevelt High School þar sem ekkert stúlknalið var í skólanum. Pung sigraði á Hawaiian Women’s Amateur 3 ár í röð þ.e. 1937, 1938 og 1939, á unglingsárum sínum og vann titilinn aftur 1948. Síðan sigraði Pung 1952 á U.S. Women’s Amateur í Waverly Country Club Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno luku leik í 4. sæti á SDSU March Mayhem!

Kvennagolflið Fresno State, með Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, í broddi fylkingar varð í 4. sæti á SDSU March Mayhem holukeppninni, sem fram fór í  Farms golfklúbbnum, dagana 20.-22. mars 2017. The Bulldogs, en svo heitir golflið Fresno vann viðureign sína g. liði Kaliforníuháskóla á mánudeginum og komst áfram og sigraði San Diego State en tapaði síðan leik sínum g. USC 3,5-1,5 en stóð þó betur upp í hárinu á USC en nokkurt annað háskólalið. Fresno State lék til úrslita um 3. sætið en tapaði leik sínum gegn Pepperdine, 3&2 og hafnaði því í 4. sæti. Næsta mót hjá Guðrúnu Brá og Fresno er Anuenue Spring Break Classic á Maui, Hawaii dagana 27.-29. mars. Sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku leik í 12. sæti á Valspar mótinu

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Minnesota State, tóku þátt í móti í Flórída, sem nefnist Valspar Collegiate Invitational. Mótið stóð dagana 19.-21. mars 2017 og lauk því í gær – Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum. Rúnar lauk keppni T-40 í einstaklingskeppninni en hann lék samtals á 9 yfir pari, 222 höggum (70 74 78). Í liðakeppninni varð Minnesota í 12. sæti. Fylgjast má með Rúnari og Minnesota State með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Rúnars og félaga er 8. apríl n.k. í New Jersey, en gestgjafi er Princeton háskóli.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Peter Campbell – 21. mars 2017

Það er bandaríski kylfingurinn Peter Campbell, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist 21. mars 1985 og á því 32 ára afmæli í dag. Campbell var í La Costa Canyon High School, þar sem hann spilaði bæði golf og fótbolta. Hann var í MVP deildinni nokkrum sinnum og CIF champion lokaárið sitt og var valinn í San Diego Hall of Champions Athlete of the Year. Campbell spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði UCLA og gerðist atvinnumaður í golfi 2008. Campbell spilaði í fyrsta PGA Tour móti sínu árið 2008 þ.e. á Buick Invitational. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Myra Abigail „Daria“ Pratt (Pankhurst-, Wright-, -Karageorgevich) f. 21. Lesa meira