Afmæliskylfingur dagsins: Edith Cummings – 26. mars 2017
Það er Edith Cummings sem er afmæliskylfingur dagsins. Edith var fædd 26. mars 1899 og dó í nóvember 1984. Það eru því í dag nákvæmlega 118 ár frá fæðingardegi hennar og 33 ár frá dánardægri hennar. Hún var ein af fremstu áhugakylfingum síns tíma. Hún var ein af 4 fremstu hefðarmeyjum Chicago, þ.e. þeirra sem mesti fengur þótti í að kvænast (ens.: one of the Big Four debutantes in Chicago) í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hún varð þekkt um öll Bandaríkin eftir sigur sinn 1923 í US Women´s Amateur. Þann 25. ágúst 1924 varð hún fyrsti kylfingurinn og fyrsti kveníþróttamaðurinn til þess að birtast á forsíðu Time Magazine. Rithöfundurinn F. Scott Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Særós Eva hófu keppni í gær í Flórída
Gunnhildur Kristjánsdóttir og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, og félagi hennar úr GKG Særós Eva Óskarsdóttir og golfið hennar í Boston University hófu leik í gær á The Babs Steffens Invitational. Mótið fer fram í Victoria Hills Golf Club í DeLand, Flórída og stendur dagana 25.-27. mars 2017. Þátttakendur eru 62 frá 11 háskólum. Eftir 1. dag er Gunnhildur T-40 en hún lék 1. hring á 9 yfir pari, 81 höggi en Særós Eva er í 58. sæti, en hún lék á 16 yfir pari, 88 höggum. Í liðakeppninni er Boston, lið Særósar Evu T-2 en Elon í 6. sæti. Sjá má stöðuna á The Babs Steffens Invitational með því að Lesa meira
Pro Golf: Þórður Rafn lauk keppni T-25 á Open Ocean mótinu í Marokkó
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tók þátt í Open Ocean 2017 mótinu, en það fór fram á Golf de l´Ocean golfklúbbnum í Agadir, Marokkó dagana 23.-25. mars 2017 og lauk því í dag. Mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni. Þórður Rafn lék á samtals 2 yfir pari, 215 höggum (72 72 71) og lauk keppni T-25. Sigurvegari mótsins varð Dylan Boshart frá Hollandi, en hann lék á samtals 5 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Open Ocean 2017 mótinu SMELLIÐ HÉR:
Sergio Garcia með eitt versta högg sitt! – Myndskeið
Kylfingar kannast flestir við þetta að setja sig í stellingar fyrir að slá hið fullkomna högg aðeins til þess að sjá boltann lenda í þykku röffi eða í vatnshindrun. Þetta er tilfinning sem atvinnukylfingurinn Sergio Garcia á nú sameiginlega með öllum hinum kylfingunum og fær eflaust meðsluggsarann til þess að líða vel með golfið sitt. Sergio Garcia sló eitt af verstu höggum sem hægt er að sjá atvinnukylfing slá og virtist síðan kenna gripi kylfu sinnar um. Hmmmmm ….. árinni kennir ……. Garcia, sem almennt er álitinn meðal heimsins bestu kylfinga horfði síðan langeygur á eftir bolta sínum lenda í vatnshindrun. Þetta högg Garcia kom á 13. teig Austin Country Club Lesa meira
LPGA: Mirim Lee leiðir f. lokahringinn á Kia Classic – Hápunktar 3. dags
Það er hin suður-kóreanska Mirim Lee sem leiðir fyrir lokahring Kia Classic mótsins, þar sem Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir, komst því miður ekki í gegnum niðurskurð. Mirim Lee er búin að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum (68 68 67). Í 2. sæti er landa Lee, Mi Jung Hur 1 höggi á eftir og þriðja sætinu deila enn ein stúlkan frá S-Kóreu, In Gee Chun, en þriðja sætinu deilir hún með Cristie Kerr, en báðar hafa spilað á 10 undir pari, 206 höggum. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Kia Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Kia Classic SMELLIÐ HÉR:
PGA: DJ, Haas, Rahm og Tanihara í 4. manna úrslit í heimsmótinu í holukeppni
Það voru eftirfarandi 16 kylfingar sem komust í 16 manna úrslit á heimsmótinu í holukeppni: Paul Casey, Ross Fisher, Bill Haas, Charles Howell III, Dustin Johnson, Zach Johnson, Sören Kjeldsen, Brooks Koepka, Marc Leishman, William McGirt, Phil Mickelson, Kevin Na, Alex Noren, Jon Rahm, Hideto Tanihara, Bubba Watson Í 16 manna úrslitum fóru leikirnir á eftirfarandi máta: Í 8 manna úrslitum fóru leiknirnir á eftirfarandi máta: Dustin Johnson vann Zach Johnson 5&4 Dustin Johnson vann Alex Noren 3&2 Alex Noren vann Brooks Koepka 3&1 Hideto Tanihara vann Paul Casey 2&1 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Örvar Þór Kristjánsson – 25. mars 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Örvar Þór Kristjánsson. Örvar Þór er fæddur 25. mars 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Örvar Þór Kristjánsson, (40 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ingólfur Vestmann Ingólfsson, 25. mars 1952 (65 ára); Jón Gunnar Gunnarsson, 25. mars 1975 (42 ára); Örvar Þór Kristjánsson, 25. mars 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Meredith Duncan, 25. mars 1980 (37 ára); Scott Stallings, 25. mars 1985 (32 ára); Stacey Bieber, 25. mars 1985 (32 ára); Henrik Norlander, 25. mars 1987 Lesa meira
LPGA: Ólafía Þórunn náði ekki niðurskurði á Kia Classic – Hápunktar 2. dags
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, náði ekki að koma í gegnum niðurskurð á Kia Classic mótinu í Carlsbad, Kaliforníu. Hún lék 2. hringinn á 2 yfir pari, 74 höggum og fékk 4 fugla en því miður einnig 6 skolla. Samtals lék Ólafía því á 3 yfir pari, 147 höggum (73 74), en niðurskurður var að þessu sinni miðaður við 1 yfir pari og hefði Ólafía því þurft að fækka höggum sínum um 2 til þess að spila um helgina. Því miður gekk það ekki eftir og því er bara að einbeita sér að næsta móti!!! Sú sem er efst á Kia Classic er gamla brýnið Cristie Kerr, en hún Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Jóhannsson – 24. mars 2017
Það er Baldvin Jóhannsson, GK, sem er afmæliskylfingur dagins. Baldvin er fæddur 24. mars 1938 og því 79 ára í dag. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Elsku Balli – innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Pat Bradley,(frænka Keegan) 24. mars 1951 (66 ára); Andrés Jón Davíðsson, golfkennari, 24. mars 1968 (49 ára); Jason Dufner, 24. mars 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Elliot Saltman, 24. mars 1982 (einn skosku golfbræðranna – 35 ára); Maria Hernandez, 24. mars 1986 (31 árs) …. og ….. GKG Golfklúbbur Kópavogs Og Lesa meira
PGA: Leiðrétt frétt – Rory og Spieth ekki úr leik
Nokkrir lesendur Golf 1 voru með ábendingar við frétt Golf 1 23. mars s.l. þar sem sagði að Jordan Spieth og Rory McIlroy væru úr leik þar sem þeir hefðu tapað leikjum sínum í 1. umferð. Það er rangt. Leiknir eru 3 hringir áður en ákveðið er hverjir komast í 16 manna úrslit, en það er efsti maður úr hverjum hinna 16 riðla, sem hefja leik. Báðir eiga því enn möguleika á að komast áfram. Báðir unnu t.a.m. viðureignir sínar í gær á heimsmótinu í holukeppni – Rory hafði betur g. Gary Woodland, sem dró sig úr mótinu og Spieth vann Yuta Ikeda 4&2. Beðist er velvirðingar á rangri frétt, Lesa meira










