Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga og Albany í 15. sæti e. 2. dag í Hawaii

Helga Kristín Einarsdóttir GK, og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu University of Albany,  taka líkt og Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Fresno State, þátt í Anuenue mótinu á Hawaii. Helga Kristín er í 88. sæti e. 2. keppnisdag; er búin að spila á samtals 31 yfir pari, 175 höggum (86 89). Í liðakeppninni er University of Albany í 15. sæti. Mótið stendur dagana 27.-29. mars 2017 og lýkur í kvöld. Sjá má stöðuna í Anuenue mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Særós Eva luku keppni í Flórída

Gunnhildur Kristjánsdóttir og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, og félagi hennar úr GKG Særós Eva Óskarsdóttir og golfið hennar í Boston University luku keppni á The Babs Steffens Invitational í fyrradag Mótið fór fram í Victoria Hills Golf Club í DeLand, Flórída og stóð dagana 25.-27. mars 2017. Þátttakendur voru 62 frá 11 háskólum. Gunnhildur og Elon urðu í 7. sæti í liðakeppninni. Gunnhildur varð í 47. sæti í einstaklingskeppninni en skor hennar var samtals 25 yfir pari, 241 högg (81 81 79). Særós Eva keppti sem einstaklingur og varð í 59. sæti á 43 yfir pari, 259 höggum (88 88 83). Sjá má lokastöðuna á The Babs Steffens Invitational Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-23 e. 2. dag á Hawaii

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar hennar í Fresno State hefja keppni í dag á Anuenue Spring Break Classic mótinu. Mótið fer fram á The Bay golfvellinum á Kapalua, á eyjunni Maui á Hawaii, dagana 27.-29. mars 2017 og lýkur í dag. Þátttakendur eru 90 frá 15 háskólum. Guðrún Brá er búin að spila á 7 yfir pari 151 höggi (78 73) og er T-23 eftir 2. keppnisdag. Til þess að sjá stöðuna á Anuenue Spring Break Classic SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Svansson – 28. mars 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Svansson. Arnar er fæddur 28. mars 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Arnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Arnar Svansson (Innilega til hamingju með 40 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Ray, 28. mars 1872 – d. 26. ágúst 1943; Jónas Þórir Þórisson, 28. mars 1956 (61 árs); Áslaug Auður Guðmundsdóttir, 28. mars 1972 (45 ára); Axel Óli Ægisson, 28. mars 1976 (41 árs); Liebelei Elena Lawerence, 28. mars 1986 (31 árs);  Scott Langley, 28. mars 1989 (28 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2017 | 11:00

Atvinnukylfingur gagnrýndur f. of hægan leik

Þegar krikkettleikmaður er pirraður yfir ótrúlega hægum leik kylfings þá er eitthvað stórvægilegt að. Enski krikkettleikaðurinn Kevin Pietersen var að horfa á heimsmótið í holukeppni í Texas um helgina og varð svo yfir sig pirraður með hægan leik bandaríska kylfingsins William McGirt á flötunum að hann ákvað að taka upp það sem hann var að horfa á í sjónvarpinu og tvíta um það. Í tvíti Pietersen sagði eftirfarandi: „Ömurlegt. Horfið á þetta. Allt gert til að missa af pútti – og missa tiltölulega stutt pútt í viðureigninni gegn Sören Kjeldsen. McGirt var virkilega næstum 2 mínútur á flötinni áður en hann púttaði og missti púttið – virkilega stutt pútt í viðureigninni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2017 | 09:00

3 Evróputúrskylfingar fá timab. keppnisrétt á PGA Tour

Eftirfarandi atvinnukylfingar á Evrópumótaröðinni: Thomas Pieters, Tyrrell Hatton og Tommy Fleetwood hafa hlotið sérstakan tímabundinn keppnisrétt á bandaríska PGA, afganginn af 2016-2017 keppnistímabilinu sagði í fréttatilkynningu frá PGA Tour í gær. Pieters varð T-5 þ.e. jafn öðrum í 5. sæti í WGC-Mexico Championship og því fóru FedEx Cup stig hans í 416, sem var meira en þeir 150 þátttakendur mótsins hlutu á sl. keppnistímabili og því hlaut Pieters tímabundinn keppnisrétt. Hinn 25 ára Pieters, sem var val evrópska fyrirliðans, Clarke, í síðasta evrópska Ryder bikarsliði 2016 er nú með 441 FedEx Cup stig, samtals, en hann varð T-30 á heimsmótinu í holukeppni í Texas í síðustu viku. Hatton og Fleetwood hljóta keppnisrétt eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Jónsdóttir – 27. mars 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Jónsdóttir. Steinunn er fædd 27. mars 1951 og er í Golfklúbbi Sandgerðis. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum, með góðum árangri. Komast má á facebook síðu Steinunnar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Steinunn Jónsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: June Beebe Atwood, f. 27. mars 1913 – d. 10. nóvember 2003; Ricardo Mario Villalobos, 27. mars 1968 (49 ára);  Eysteinn Marvinsson, 27. mars 1969 (48 ára);  Ignacio Garrido, 27. mars 1972 (45 ára); David Dixon, 27. mars 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); rússneski kylfingurinn María Verchenova, 27. mars 1986 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur keppni í dag á Hawaii

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar hennar í Fresno State hefja keppni í dag á Anuenue Spring Break Classic mótinu. Mótið fer fram á The Bay golfvellinum á Kapalua, á eyjunni Maui á Hawaii, dagana 27.-29. mars 2017. Þátttakendur eru 90 frá 15 háskólum. Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brá á Hawaii SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2017 | 10:00

LPGA: Mirim Lee sigurvegari Kia Classic

Það var Mirim Lee frá S-Kóreu sem stóð uppi sem sigurveegari á Kia Classic mótinu í Carlsbad, Kaliforníu. Sigurskorið var 20 undir pari, 268 högg (68  68  67 65).  Fyrir sigurinn hlaut Lee $ 270.000,- Lee átti heil 6 högg á þær sem næstar komu en það voru landa hennar So Yeon Ryu og Austin Ernst frá Bandaríkjunum. Til þess að sjá lokastöðuna á Kia Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Kia Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2017 | 09:00

Dustin Johnson heimsmeistari í holukeppni

Dustin Johnson sigraði Jon Rahm með 1 holu í úrslitaviðureigninni á WGC-Dell Technologies Match Play í Austin Country Club og tókst þar með að ná heimsmeistaramóta grand slam. Þetta er 15. sigur DJ á ferlinum og hann festir sig með honum enn betur í toppstöðu heimslistanum. DJ átti 5 holur á John Rahm eftir 8 holur og átti en 4 holur þegar aðeins átti eftir að spila 6 holur. En á 13. flöt náði Jon fugli og náði að minnka muninn í 3 holur. Jon vann síðan 15.holu með öðrum fugli eftir ótrúlegt högg í gegnum tré og á 16. vann hann enn holur og því átti DJ aðeins 1 holu þegar Lesa meira