Bandaríska háskólagolfið: Helga og Albany í 15. sæti e. 2. dag í Hawaii
Helga Kristín Einarsdóttir GK, og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu University of Albany, taka líkt og Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Fresno State, þátt í Anuenue mótinu á Hawaii. Helga Kristín er í 88. sæti e. 2. keppnisdag; er búin að spila á samtals 31 yfir pari, 175 höggum (86 89). Í liðakeppninni er University of Albany í 15. sæti. Mótið stendur dagana 27.-29. mars 2017 og lýkur í kvöld. Sjá má stöðuna í Anuenue mótinu með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Særós Eva luku keppni í Flórída
Gunnhildur Kristjánsdóttir og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, og félagi hennar úr GKG Særós Eva Óskarsdóttir og golfið hennar í Boston University luku keppni á The Babs Steffens Invitational í fyrradag Mótið fór fram í Victoria Hills Golf Club í DeLand, Flórída og stóð dagana 25.-27. mars 2017. Þátttakendur voru 62 frá 11 háskólum. Gunnhildur og Elon urðu í 7. sæti í liðakeppninni. Gunnhildur varð í 47. sæti í einstaklingskeppninni en skor hennar var samtals 25 yfir pari, 241 högg (81 81 79). Særós Eva keppti sem einstaklingur og varð í 59. sæti á 43 yfir pari, 259 höggum (88 88 83). Sjá má lokastöðuna á The Babs Steffens Invitational Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-23 e. 2. dag á Hawaii
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar hennar í Fresno State hefja keppni í dag á Anuenue Spring Break Classic mótinu. Mótið fer fram á The Bay golfvellinum á Kapalua, á eyjunni Maui á Hawaii, dagana 27.-29. mars 2017 og lýkur í dag. Þátttakendur eru 90 frá 15 háskólum. Guðrún Brá er búin að spila á 7 yfir pari 151 höggi (78 73) og er T-23 eftir 2. keppnisdag. Til þess að sjá stöðuna á Anuenue Spring Break Classic SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Svansson – 28. mars 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Svansson. Arnar er fæddur 28. mars 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Arnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Arnar Svansson (Innilega til hamingju með 40 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Ray, 28. mars 1872 – d. 26. ágúst 1943; Jónas Þórir Þórisson, 28. mars 1956 (61 árs); Áslaug Auður Guðmundsdóttir, 28. mars 1972 (45 ára); Axel Óli Ægisson, 28. mars 1976 (41 árs); Liebelei Elena Lawerence, 28. mars 1986 (31 árs); Scott Langley, 28. mars 1989 (28 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem Lesa meira
Atvinnukylfingur gagnrýndur f. of hægan leik
Þegar krikkettleikmaður er pirraður yfir ótrúlega hægum leik kylfings þá er eitthvað stórvægilegt að. Enski krikkettleikaðurinn Kevin Pietersen var að horfa á heimsmótið í holukeppni í Texas um helgina og varð svo yfir sig pirraður með hægan leik bandaríska kylfingsins William McGirt á flötunum að hann ákvað að taka upp það sem hann var að horfa á í sjónvarpinu og tvíta um það. Í tvíti Pietersen sagði eftirfarandi: „Ömurlegt. Horfið á þetta. Allt gert til að missa af pútti – og missa tiltölulega stutt pútt í viðureigninni gegn Sören Kjeldsen. McGirt var virkilega næstum 2 mínútur á flötinni áður en hann púttaði og missti púttið – virkilega stutt pútt í viðureigninni Lesa meira
3 Evróputúrskylfingar fá timab. keppnisrétt á PGA Tour
Eftirfarandi atvinnukylfingar á Evrópumótaröðinni: Thomas Pieters, Tyrrell Hatton og Tommy Fleetwood hafa hlotið sérstakan tímabundinn keppnisrétt á bandaríska PGA, afganginn af 2016-2017 keppnistímabilinu sagði í fréttatilkynningu frá PGA Tour í gær. Pieters varð T-5 þ.e. jafn öðrum í 5. sæti í WGC-Mexico Championship og því fóru FedEx Cup stig hans í 416, sem var meira en þeir 150 þátttakendur mótsins hlutu á sl. keppnistímabili og því hlaut Pieters tímabundinn keppnisrétt. Hinn 25 ára Pieters, sem var val evrópska fyrirliðans, Clarke, í síðasta evrópska Ryder bikarsliði 2016 er nú með 441 FedEx Cup stig, samtals, en hann varð T-30 á heimsmótinu í holukeppni í Texas í síðustu viku. Hatton og Fleetwood hljóta keppnisrétt eftir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Jónsdóttir – 27. mars 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Jónsdóttir. Steinunn er fædd 27. mars 1951 og er í Golfklúbbi Sandgerðis. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum, með góðum árangri. Komast má á facebook síðu Steinunnar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Steinunn Jónsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: June Beebe Atwood, f. 27. mars 1913 – d. 10. nóvember 2003; Ricardo Mario Villalobos, 27. mars 1968 (49 ára); Eysteinn Marvinsson, 27. mars 1969 (48 ára); Ignacio Garrido, 27. mars 1972 (45 ára); David Dixon, 27. mars 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); rússneski kylfingurinn María Verchenova, 27. mars 1986 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur keppni í dag á Hawaii
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar hennar í Fresno State hefja keppni í dag á Anuenue Spring Break Classic mótinu. Mótið fer fram á The Bay golfvellinum á Kapalua, á eyjunni Maui á Hawaii, dagana 27.-29. mars 2017. Þátttakendur eru 90 frá 15 háskólum. Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brá á Hawaii SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Mirim Lee sigurvegari Kia Classic
Það var Mirim Lee frá S-Kóreu sem stóð uppi sem sigurveegari á Kia Classic mótinu í Carlsbad, Kaliforníu. Sigurskorið var 20 undir pari, 268 högg (68 68 67 65). Fyrir sigurinn hlaut Lee $ 270.000,- Lee átti heil 6 högg á þær sem næstar komu en það voru landa hennar So Yeon Ryu og Austin Ernst frá Bandaríkjunum. Til þess að sjá lokastöðuna á Kia Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Kia Classic SMELLIÐ HÉR:
Dustin Johnson heimsmeistari í holukeppni
Dustin Johnson sigraði Jon Rahm með 1 holu í úrslitaviðureigninni á WGC-Dell Technologies Match Play í Austin Country Club og tókst þar með að ná heimsmeistaramóta grand slam. Þetta er 15. sigur DJ á ferlinum og hann festir sig með honum enn betur í toppstöðu heimslistanum. DJ átti 5 holur á John Rahm eftir 8 holur og átti en 4 holur þegar aðeins átti eftir að spila 6 holur. En á 13. flöt náði Jon fugli og náði að minnka muninn í 3 holur. Jon vann síðan 15.holu með öðrum fugli eftir ótrúlegt högg í gegnum tré og á 16. vann hann enn holur og því átti DJ aðeins 1 holu þegar Lesa meira










