Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2017 | 10:00

LET Access: Fylgist með Valdísi Þóru HÉR!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL hefur keppni í dag á Terre Blanche Ladies Open í Frakklandi. Mótið stendur dagana 31. mars – 2. apríl 2017. Valdís Þóra fer út kl. 13:47 að staðartíma (sem er kl. 15:47 að íslenskum tíma). Sendum Valdísi allar okkar bestu óskir um gott gengi hér á Golf 1!!! Til þess að fylgjast með Valdísi Þóru á skortöflu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Albany luku leik í 15. sæti

Helga Kristín Einarsdóttir GK, og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu University of Albany, tóku þátt í Anuenue mótinu á Hawaii. Mótið stóð dagana 27.-29. mars 2017. Helga Kristín lauk keppni í T-86, en hún lék á samtals 39 yfir pari, 255 höggum (86 89 80). Í liðakeppninni varð University of Albany í 15. sæti. Sjá má lokastöðuna í Anuenue mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Helgu Kristínar og University of Albany er í Conneticut 8. apríl n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og félagar luku keppni á Hawaii í 6. sæti!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar hennar í Fresno State luku keppni í gær á Anuenue Spring Break Classic mótinu. Mótið fór fram á The Bay golfvellinum á Kapalua, á eyjunni Maui á Hawaii og stóð 27.-29. mars 2017. Þátttakendur voru 90 frá 15 háskólum. Guðrún Brá lék á samtals  10 yfir pari 226 höggum (78 73 75) og varð T-27 í einstaklingskeppninni. Lið Fresno State varð í 6. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Anuenue Spring Break Classic SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er 10. apríl í Oklahoma.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Húbertsson – 30. mars 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Húbertsson, „Gústi“ fyrrum framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Ágúst er fæddur 30. mars 1943 og á því 74 ára afmæli í dag!!! Golf 1 tók fyrir nokkru viðtal við afmæliskylfing dagsins sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Paul „Joey“ Sindelar, 30. mars 1958 (59 ára); Jenny Lidback, 30. mars 1963 (54 ára);  Sigurður U. Sigurðsson, 30. mars 1963 (54 ára); Ólafur Hreinn Jóhannesson, 30. mars 1968 (49 ára); Audur Jonsdottir, 30. mars 1973 (44 ára); Chloe Rogers, 30. mars 1985 (32 ára); Connor Arendell, 30. mars 1990 (27 ára) …  og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2017 | 09:00

Thomas Pieters segir PGA félögum sínum að vera ekki m. „vitleysu“ á félagsmiðlunum

Belgíski kylfingurinn Thomas Pieters, sem kominn er með tímabundna undanþágu til að spila á PGA Tour, hefir sagt við félaga sína á PGA Tour, þ.e. þá Grayson Murray og Kelly Kraft að vera ekki að tvíta „vitleysu“ á félagsmiðlunum. Báðir hafa þeir Murray og Kraft stígið fram á félagsmiðlunum og sagt kylfinga utan Bandaríkjanna fara fljóta upp heimslistann bara af því að þeir spili í Evrópu og Asíu. Suður-kóreanski kylfingurinn Byeong Hun An blandaði sér einnig í samræður þeirra Pieters, Murray og Kraft sem fulltrúi Asíu og til að vera Pieters til stuðnings. Kraft er sem stendur í 178. sæti heimslistans og Murray í 155. sætinu. Pieters er í 34. sæti heimslistans og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2017 | 07:00

LEK: Mótaskráin 2017

Hér er mótaskráin fyrir Öldungamótaröðina sumarið 2017. Alls verða 9 mót á mótaröðinni og það fyrsta er á Húsatóftavelli í umsjón Golfklúbbs Grindavíkur 25. maí. Nú er tími til að fara að pússa kylfurnar og æfa sveifluna. Mótin á Öldungaröðinni gefa stig til sætis í landsliðum eldri kylfinga ásamt því að vera punktamót opin öllum. Verið er að vinna reglur um val til landsliða öldunga og verða þær kynntar fljótlega. Mótaskráin verðu fljótlega sett inn á golf.is undir Mótaskrá – LEK. Mánuður Mót Völlur Maí 25. maí Öldungamótaröðin (1) Landsbankamótið Húsatóftavöllur, Grindavík 28. maí Öldungamótaröðin (2) Örninn golfmótið Korpúlfsstaðavöllur, Reykjavík. Júní 4. júní Ping mótið Öldungamótaröðin (3) Hvaleyrarvöllur, Hafnarfjörður. 11. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 16:30

Pro Golf: Þórður Rafn á -1 e. 1. dag á Open Tazegzout

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Open Tazegzout 2017, en mótið fer fram í Agadir, Marokkó, dagana 29.-31. mars. Þórður Rafn hóf leik á 10. teig og lék  1. hring á 1 undir pari, 71 höggi. Á hringnum fékk hann 4 fugla, 11 pör og 3 skolla. Margir eiga eftir að ljúka leik en þegar þessi frétt er rituð 16:25, en Þórður Rafn er T-17 af 124 keppendum. Sjá má stöðuna á  Open Tazegzout 2017 með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gerina Piller – 29. mars 2017

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Gerina Piller, en hún er fædd 29. mars 1985 og á því 32 ára afmæli í dag!!! Gerina hefir m.a. verið í bandaríska Solheim Cup liðinu m.a. 2015 liðinu sem sigraði svo eftirminnilega á St. Leon Rot vellinum í Þýskalandi. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ernest Joseph (E. J.) „Dutch“ Harrison f. 29. mars 1910 – 19. júní 1982; Toggi Bjöss, 29. mars 1944 (73 ára); Sue Fogleman, 29. mars 1956 (61 árs) spilaði á LPGA; Gunnar Páll Þórisson GKG, 29. mars 1961 (56 ára); Kirk Allan Triplett, 29. mars 1962 (55 ára); Lori Atsedes, 29. mars 1964 (53 ára); Ingimar Kr Jónsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 12:00

LET Access: Valdís Þóra tekur þátt í Terre Blanche Ladies Open sem hefst nk. föstudag

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, undirbýr sig fyrir næstu keppnistörn á LET mótaröðinni, en næstu verkefni á sterkustu mótaröð Evrópu verða í apríl hjá atvinnukylfingnum úr Leyni. Valdís Þóra er mætt til leiks til Frakklands þar sem hún mun keppa á LET Access mótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu á eftir LET mótaröðinni. Hún hefur keppni nk. föstudag í Terre Blanche Ladies Open mótinu, sem fram fer dagana 31. mars – 2. apríl 2017. Verðlaunafé er € 40,000. Mótið fer fram á Golf de Terre Blanche, í Terre Blanche, Frakklandi en Valdís hefur verið við æfingar á Spáni, á Novo Sancti Petri svæðinu. Komast má á vefsíðu mótsins með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 10:00

Brandel Chamblee kæmi ekki á óvart ef Tiger tæki þátt í Masters

Einn þekktasti golfgreinandi Bandaríkjanna, Brandel Chamblee telur vel geta skeð að Tiger Woods muni spila í Masters risamótinu næstu viku. Þetta kom fram í gær, þriðjudaginn 28. mars á símaráðstefnu þ.e. NBC/Golf Channel teleconference, en þar var  Chamblee spurður hvort hann teldi að Tiger tæki þátt í Masters. „Ég trúi því. Ég trúi því. Ef hægt er að trúa öllu sem maður les á félagsmiðlunum. Ég veit að þjálfari hans hefir verið þarna (á Augusta) og þeir hafa verið að slá fullt af boltum niðrí Palm Beach,“ sagði Chamblee. „Þannig að eins og ég skil það hefir hann verið að æfa samviskusamlega. Þannig að það myndi ekki koma mér á óvart Lesa meira