Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Guðbjörn Ólafsson og Ingvar Hreinsson – 1. apríl 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir:  Guðbjörn Ólafsson og Ingvar Hreinsson. Guðbjörn er fæddur 1. apríl 1967 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Guðbjörns til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Guðbjörn Ólafsson – Innilega til hamingju með 50 ára merkisafmælið!!! Hinn afmæliskylfingur dagsins er Ingvar Hreinsson. Ingvar er fæddur 1. apríl 1957 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Ingvar er kvæntur Laufey Jóhannsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn Ingvar Hreinsson – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli hefja keppni í Texas í dag

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK hefja keppni í dag á Aggie Inv. á Traditions golfvellinum í Bryan, Texas. Mótið stendur frá 1.-2. apríl 2017. Þátttakendur eru 75 frá 13 háskólum. Gísli hefur leik kl. 8:40 að staðartíma (kl. 13:40 hér heima á Íslandi) en Bjarki kl. 9:00 að staðartíma (kl. 14:00 heima) og báðir hefja leik á 1. teig. Fylgjast má með Bjarka og Gísla á Aggie Inv. á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2017 | 11:00

Skyldi einhver af þessum 9 vinna sinn fyrsta risatitil á Masters í næstu viku?

Yahoo Sports hefir tekið saman lista yfir 9 kylfinga sem aldrei hafa sigrað á risamóti og þykja sigurstranglegir að vinna fyrsta titil sinn á Masters risamótinu, sem hefst í næstu viku. Meðal þeirra sem finna má á listanum eru Lee Westwood, Alex Norén og Justin Thomas. Spurning hvort einhver hinna 9 risamótstitilshungruðu kylfinga sigri á Masters? Svarið við því fæst auðvitað ekki fyrr en að loknu móti, en alltaf gaman að spá og spekúlera. Sjá má lista Yahoo Sports með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2017 | 09:45

LPGA: Suzann leiðir á Ana Inspiration þegar 2. hring er frestað vegna myrkurs

Það er norska frænka okkar Suzann Pettersen sem leiðir, þegar 2. hring var frestað vegna myrkurs á Ana Inspiration risamótinu. Pettersen er búin að spila á samtals 7 undir pari. Í 2. sæti er hópur 6 kylfinga þar sem m.a. eru í Inbee Park og Cristie Kerr, sem leikið hafa á 6 undir pari. Sjá má stöðuna á Ana Inspiration með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2017 | 09:00

PGA: Sung Kang leiðir í hálfleik á Shell Houston – Hápunktar 2. dags

Sung Kang frá S-Kóreu leiðir í hálfleik á Shell Houston Open. Kang er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 128 höggum (65 63) og hefir 6 högga forystu á þá sem næstir koma. Hudson Swafford og Russell Henley deila 2. sætinu á 10 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – 31. mars 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Margrét Sveinsdóttir. Jóhanna er fædd 31. mars 1951 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Jóhanna hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og staðið sig mjög vel. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn getið þið komist á Fb. síðu Jóhönnu hér: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Bolt, 31. mars 1916 – d. 30. ágúst 2008; Miller Barber, einnig nefndur Mr. X, 31. mars 1931 (86 ára); Benedikt Sigurbjörn Pétursson, 31. mars 1954 (63 ára);   Nanci Bowen, 31. mars 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Wade Ormsby, 31. mars 1980 (37 ára); Gunnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2017 | 15:15

Pro Golf: Þórður Rafn lauk keppni T-20 á Tazegzout mótinu í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik í T-20 á Open Tazegzout 2017 mótinu, sem lauk í dag í Agadir, Marokkó. Þórður Rafn deildi 20. sætinu með 6 öðrum kylfingum. Hann lék á samtals á sléttu pari, 216 höggum (71 71 74). Sigurvegari mótsins varð Þjóðverjinn Nicolai von Dellinghausen, en hann lék á samtals 10 undir pari (64 73 69). Sjá má lokastöðuna á Open Tazegzout mótinu 2017 með því að SMELLA HÉR:    Næsta mót á Pro Golf mótaröðinni, Haugschlag NÖ Open, fer fram dagana 25.-27. apríl.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2017 | 15:00

LPGA: Leik frestað á 1. degi Ana Inspiration vegna veðurs

Í gær, 30. mars 2017, hófst á Rancho Mirage, í Kaliforníu, Ana Inspiration risamótið. Vegna veðurs, hvassviðris, var 1. hring frestað, til dagsins í dag en ekki öllum tókst að ljúka við hringi sína og sumar ekki einu sinni byrjaðar á þeim. Þegar leik var frestað var franski Solheim Cup kylfingurinn Karine Icher efst, en hún var búin að spila á 5 undir pari, 67 höggum.  Hópur 4 kylfinga, sem m.a. var í Michelle Wie, deildi 2. sætinu á 4 undir pari, 68 höggum. Þess mætti geta að Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir er ekki með í mótinu. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Ana Inspiration SMELLIÐ HÉR Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2017 | 13:00

PGA: Fowler efstur á Shell Houston Open – Hápunktar 1. dags

Það er Rickie Fowler sem vermir efsta sætið á Shell Houston Open, en mótið hófst í gær í Humble, Texas. Fowler lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti e. 1. dag er Sung Kang frá S-Kóreu en hann lék á 7 undir pari, 65 höggum. Sjá má stöðuna á Shell Houston Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á Shell Houston Open með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2017 | 12:00

Sjáið næstum ás Donaldson á Augusta

Jamie Donaldson fór ansi nálægt því að fara holu í höggi á par-3 4. holu Augusta National …… í golfhermi. Donaldson sem er frá Wales, var í upptökustúdíói Sky Sports þar sem allt var í undirbúningi fyrir mót vikunnar á PGA Tour, sem er Shell Houston Open – síðasta mótið fyrir The Masters. Þar fékk Donaldson tækifæri til þess að kynnast einhverjum af einkennisholum The Masters. Donaldson er ekki með á þessu fyrsta risamóti ársins en náði þeim árangri að verða í 21. sæti á síðasta ári. Sjá má „næstum“ ás Donaldson með því að SMELLA HÉR: