Afmæliskylfingur dagsins: Alexander Pétur Kristjánsson – 3. apríl 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Alexander Pétur Kristjánsson. Alexander er fæddur 3. apríl 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Alexander Pétur Kristjánsson. Mynd: Í einkaeigu F. 3. apríl 1997 (20 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Henry Kirkwood, Sr. f. 3. april 1897 – d. 29. október 1970; Dorothy Germain Porter, (f. 3. apríl 1924 – d. 20. júlí 2012); Marlon Brando, f. 3. apríl 1924- d. 1. júlí 2004; Rod Funseth, (f. 3. apríl 1933 – d. 9. september 1985); Lesa meira
LPGA: So Yeon Ryu sigraði á 1. kvenrisamóti ársins e. drama! Hápunktar lokahringsins
So Yeon Ryu sigraði í bráðabana gegn Lexi Thomspon á Ana Inspiration, fyrsta kvenrisamóti ársins af fimm, í Rancho Mirage, Kaliforníu í gær. So Yeon og Lexi voru jafnar eftir hefðbundnar 72 holur; báðar á samtals 14 undir pari hvor; Lexi (69 67 71 67); So Yeon (68 69 69 68). Dæmd voru 4 högg í víti á Lexi á lokahringnum 2 fyrir að leggja bolta frá sér á rangan stað og síðan 2 víti fyrir að skrifa undir rangt skorkort. Það var áhorfandi sem hringdi inn og sagði Lexi hafa brotið golfreglurnar með því að leggja golfbolta sinn ekki fra sér á réttan stað og þegar upptökur af því Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug og Drake luku keppni í 2. sæti á Bradley Inv.! Glæsilegt!
Sigurlaug Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Drake, tóku þátt í Bradley Inv. í Peoria, Illinois. Mótið stóð dagana 1.-2. apríl og lauk því í gær – Þátttakendur voru frá 11 háskólum. Sigurlaug lék á 23 yfir pari, 239 höggum (80 80 79) og varð T-37. Drake háskólaliðið náði þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu í mótinu!!! Sjá má lokastöðuna á Bradley Inv. með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Sigurlaugar og Drake er í Indiana 9. apríl n.k.
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State luku keppni í 7. sæti
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK luku keppni í gær á Aggie Inv. á Traditions golfvellinum í Bryan, Texas. Mótið stóð frá 1.-2. apríl 2017 og lauk í gær – 3. hringur var ekki spilaður vegna slæmsku veðurs og var mótið stytt í 36 holu mót. Þátttakendur voru 75 frá 13 háskólum. Bjarki lék á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (77 72) og varð T-31, en Gísli lék á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (74 78) og varð T-52. Kent State háskólalið þeirra Bjarka og Gísla lauk keppni í 7. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Aggie Inv.með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Kent State er í Indiana 15.-16. Lesa meira
PGA: Russell Henley sigraði á Shell Houston Open – Hápunktar lokahringsins
Það var bandaríski kylfingurinn Russell Henley sem stóð uppi sem sigurvegari á Shell Houston Open. Henley lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (67 67 69 65) – Henley hélt haus lokahringinn og lék á glæsilegum 7 undir pari, 65 höggum. Þetta er 2. sigur Henley á PGA Tour, en lítið hefir borið á honum að undanförnu og gaman að sjá hann í sigursæti aftur! Í 2. sæti varð Sung Kang (65 63 71 72 ) á samtals 17 undir pari – en hann vakti svo sannarlega athygli á sér í þessu og móti og þeir Luke List (68 71 65 68 ) og Rickie Fowler (64 71 67 70) deildu 3. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Harðardóttir – 2. apríl 2017
Það er Hildur Harðardóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hildur er fædd 2. apríl 1961. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og staðið sig vel. T.a.m. varð hún í 2. sæti í móti Soroptimista í Oddinum, forgjafarflokki 0-20, 5. júní 2010 og vann það afrek að fara holu í höggi á par-3, 117 metra, 16. brautinni á Hvaleyrinni, 20. júlí 2010. Í FH-mótinu 2008 varð Hildur í 2. sæti af konunum, en fyrir þá sem ekki vita það er Hildur mikill FH-ingur. Árangur Hildar er glæsilegur í ljósi þess að bæði mótin, sem nefnd eru hér í dæmaskyni, Soroptimista og FH eru fjölmenn með hátt annað hundrað þátttakendur. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State í 7. sæti e. fyrri dag Aggie Inv.
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK eru við keppni á Aggie Inv. á Traditions golfvellinum í Bryan, Texas. Mótið stendur frá 1.-2. apríl 2017 og lýkur því í dag. Þátttakendur eru 75 frá 13 háskólum. Eftir fyrsta dag og tvo spilaða hringi er staðan þannig að Bjarki er búinn að spila á samtals á 5 yfir pari, 149 höggum (77 72) og er T-31 í mótinu. Gísli hins vegar hefir spilað á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (74 78) og er T-52. Kent State háskólalið þeirra Bjarka og Gísla er í 7. sæti í liðakeppninni eftir fyrri mótsdag. Fylgjast má með Bjarka og Gísla á Aggie Inv. á skortöflu Lesa meira
LPGA: Lexi efst m/2 högga forystu á Ana Inspiration f. lokahringinn – Hápunktar 3. dags
Það er Lexi Thompson sem er efst fyrir lokahringinn á fyrsta risamóti ársins, Ana Inspiration. Lexi er búin að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum (69 67 67). Í 2. sæti 2 höggum á eftir Lexi er norska frænka okkar Suzann Peters en á samtals 11 undir pari, 205 höggum (68 69 68). Síðan er hópur 4 kylfinga sem deilir 3. sætinu á samtals 10 undir pari, hver; þ.á.m. Inbee Park, sem aðeins er 3 höggum eftir Lexi. Spurning hvort hún bæti við 8. risatitlinum; en Ana Inspiration vann hún síðast árið 2013. Til þess að sjá stöðuna á Ana Inspiration SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta Lesa meira
PGA: Fowler saxar á forskot Sung Kang á Shell Houston Open – Hápunktar 3. dags
Sung Kang frá S-Kóreu er efstur fyrir lokahring Shell Houston Open, en hann er búinn að tapa 3 högg af geysimikilli eða 6 högga forystu sem hann hafði í hálfleik. En hann er enn efstur; er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum (65 63 71). Rickie Fowler er kominn í 2. sætið en hann átti glæsi- 3. hring þar sem hann lék á 67 höggum á móti 71 höggi Kang. Samtals er Rickie búinn að spila á 14 undir pari, 202 höggum (64 71 67) og verður spennandi að sjá hvort hann tekur mótið í kvöld. Í 3. sæti er síðan Russell Henley á samtals 13 Lesa meira
LET Access: Munaði aðeins 3 höggum hjá Valdísi Þóru
Því miður komst Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, ekki í gegnum niðurskurð á Terre Blanche mótinu. Hún átti slaka byrjun var á 80 höggum fyrsta hringinn og það reið baggamuninum. Valdís átti flottan hring í dag upp á 72 högg var sem sagt samtals á 8 yfir pari, 152 höggum (89 72), en það dugði ekki – það munaði 3 höggum að hún kæmist gegnum niðurskurð. Niðurskurður var miðaður við 5 yfir pari. Sjá má stöðuna á Terre Blanche mótinu með því að SMELLA HÉR:










