Masters 2017: Brautirnar 18 á Augusta
Á morgun hefst Masters risamótið, sem í hugum margra markar nýtt golfkeppnistímabil. A.m.k. er farið að stytta allverulega í að hægt sé að fara í golf daglega!!! Hér fer upprifun á brautunum 18 á Augusta National, en þær bera flestallar nöfn á blómum eða trjám. 1. braut (Tea Olive), 445 yardar, (407 metrar), par-4: Djúp sandglompa er til hægri, en lögun flatarinnar gerir þetta að erfiðri upphafsholu og sérstaklega var hún erfið 2005 þegar teigurinn var færður aftur 20 yarda (18 metra). Það eru grenitré til vinstri handar og brautin fer í örlítinn „dogleg“ til hægri. 2. braut (Pink Dogwood), 575 yardar,(526 metrar) par-5: Trén til vinstri eru dauðagildra – Lesa meira
Masters 2017: Æfingahringir féllu niður vegna veðurs á Augusta
Leikmenn voru við æfingar á Augusta 2. daginn í röð vegna þess að á morgun verður tíað upp í aðalkeppninni í 1. risamóti ársins. En vellinum var lokað enn á ný vegna veðurs. Undirbúningur leikmanna og æfingar hafa ítrekað verið hamlaðar í vikunni vegna veðurs allt frá mánudeginum og spáin er ekkert sérstök. Spáð er hvirfilbyljum, élum og jafnvel hagléli. Jafnvel hið hefðbundna par-3 mót sem fara á fram í dag kl. 17:00 að staðartíma gæti þurft að fresta vegna veðurs. Skipuleggjendur þessa fyrsta risamóts ársins á einum helsta draumavelli allra kylfinga eru þegar áhyggjufullir vegna svampkenndra flatanna og áframhaldandi slæmri spá. Sjáum hvað setur …. hvernig sem allt er Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Halldór X Halldórsson – 5. apríl 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Halldór X Halldórsson, GKB. Halldór er fæddur 5. apríl 1976. Þess mætti geta að Halldór á nákvæmlega sama afmælisdag og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, Báðir eru þeir Halldor og Henrik fæddir 5. apríl 1976 og eru því 41 árs í dag. Halldór X er frá Sauðárkróki og byrjaði í golfi 1987. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs, GKB og með 2,3 í forgjöf. Halldór var mjög sigursæll í opnum mótum sumarið 2011, sigraði m.a. á Opna Carlsberg mótinu 30. júlí 2011 á Svarfhólsvelli á Selfossi (71 högg); Opna Golfbúðarmótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi, 27. ágúst 2011 (71 högg) og Opna Vetrarmótinu í Leirunni 19. nóvember 2011 (70 högg) og Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Aron, Ragnar Már og The Ragin Cajuns luku keppni í 16. sæti á Old Waverly
Aron Júlíusson og Ragnar Már Garðarsson og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu The Ragin Cajuns frá Louisiana Lafayette háskóla tóku þátt í Old Waverly mótinu sem stóð dagana 3.-4. apríl 2017 og lauk í gær. Þátttakendur voru 84 frá 16 háskólum. Old Waverly Collegiate Championship, eins og mótið heitir fullu nafni, fór fram í Old Waverly golfklúbbnum í West Point, Virginíu. Aron lék á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) og varð T-41 í einstaklingskeppninni. Ragnar Már lék 8 yfir pari, 152 höggum (75 77)og varð T-75 í einstaklinlingskeppninni. The Ragin Cajuns urðu í í síðasta sæti eða 16. sætinu í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á Old Waverly með því að Lesa meira
Rory myndi hugsa sig um tvisvar áður en hann spilar aftur við Donald Trump
Fjaðrafokið sem Rory McIlroy olli þegar hann spilaði einn golfhring með Bandaríkjaforseta, Donald Trump, hefir orðið til þess að Rory hefir sagst myndu hugsa sig um tvisvar hvort hann myndi spila aftur við Trump fengi hann boð um það. „Mynd ég gera það aftur? Eftir allt slæma umtalið sem ég hlaut síðast, þá myndi ég hugsa mig um tvisvar,“ sagði Rory í fjölmiðlum í gær frá Augusta, Georgia, skv. CNN: Rory var m.a. kallaður kynþáttahatari og fasisti á félagsmiðlunum eftir að hinn fjórfaldi risamótsmeistari (Rory) upplýsti í febrúar sl. um að hann hefði spilað við Donald á Trump International í Flórida. Trump „var að öllum líkindum á 80“ sagði Rory sl. febrúar. Lesa meira
Masters 2017: Willett m/ hefðubundinn enskan mat í Masters dinnernum!
Það er hefð fyrir því á Masters að sigurvegarar síðasta árs bjóði keppendum í svokallaðan Masters Champion Dinner og jafnframt er hefð fyrir því að sá Dinner fari fram á þriðjudeginum fyrir þetta 1. risamót ársins. Champions Dinner fór fram í gær og gestgjafinn var Danny Willett, sigurvegari Masters 2016. Hann bauð upp á hefðbundinn enskan mat. Í forrétt var hann með Mini Cottage Pie – þ.e. kjötfyllt smápæ. Í aðalrétt var nokkuð sem hann nefndi Sunday Roast en það er Prime Rib með steiktum kartöflum og grænmeti, Yorkshire búðing og sósu. Í eftirrétt var vanillu eplakaka með kaffi og Yorkshire te með ekta Yorkshire kexkökum og osti. Hér á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Unnar Ingimundur Jósepsson – 4. apríl 2017
Það er Unnar Ingimundur Jósepsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Unnar er fæddur 4. apríl 1967 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Unnar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar, GSF. Unnar byrjaði að spila golf 1996 og er með 7,6 í forgjöf. Uppáhaldsgolfvöllur hans er að sjálfsögðu heimavöllurinn, Hagavöllur á Seyðisfirði. Helsta afrek Unnars til dagsins í dag er að spila Hagavöll á parinu á Opna Brimbergsmótinu 2007 og setja vallarmet. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal við afmæliskylfinginn á Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Þess mætti loks geta í þessari stuttu samantekt að Unnar er mjög hæfileikaríkur ljósmyndari s.s. m.a. margir kylfingar hafa fengið að njóta. Komast má á heimasíðu Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Aron, Ragnar Már og The Ragin Cajuns T-13 e. 1. d. Old Waverly
Aron Júlíusson og Ragnar Már Garðarsson og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu The Ragin Cajuns frá Louisiana Lafayette háskóla eru T-13 í liðakeppninni eftir 1. dag Old Waverly mótsins, sem hófst í gær – Þátttakendur eru 84 frá 16 háskólum. Mótið stendur dagana 3.-4. apríl 2017 og lýkur því í dag. Old Waverly Collegiate Championship, eins og mótið heitir fullu nafni, fer fram í Old Waverly golfklúbbnum í West Point, Virginíu. Aron stóð sig best í liði The Ragin Cajuns á 1. degi er T-24 og lék fyrsta hring á 1 yfir pari, 73 höggum. Ragnar Már lék á 3 yfir pari, 75 höggum og er T-47 eftir fyrri dag. Sjá Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku keppni í 4. sæti á Mimosa Hills mótinu!!!
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu Elon, tóku þátt í Mimosa Hills Intercollegiate mótinu í Morganton, Norður-Karólínu. Mótið stóð dagana 1.-2. apríl 2017. Þátttakendur voru 68 frá 11 háskólaliðum. Lið Elon náði þeim glæsilega árangri að landa 4. sætinu í liðakeppninni. Gunnhildur varð T-22 í einstaklingskeppninni með skor upp á 11 yfir pari, 155 högg (77 78). Sjá má lokastöðuna á Mimosa Hills Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Lið Elon spilar næst í CAA Championship í Williamsburg, Virginíu. þ. 14. april í Ford’s Colony Country Club.
Hver er kylfingurinn: Russell Henley? (1/1)
Russell Henley sigraði nú s.l. helgi í 3. skipti á PGA Tour (nú á Shell Houston Open, síðasta mótinu fyrir Masters) en lítið hefir borið á Henley undanfarin misseri. Sigurinn kom 2. mars alveg eins og fyrir 3 árum þegar hann sigraði 2. mars 2014 á Honda Classic mótinu, eftir bráðabana við þá Rory McIlroy, Ryan Palmer og nafna sinn Russell Knox. Annar mars er því einhver alsherjar lukkudagur hjá Henley!!! Þar áður var Henley búinn að sigra 14. mars 2013 á Sony Open, en það var í fyrsta sinn sem hann spilaði á PGA Tour sem fullgildur félagi og hann er sá eini í golfsögunni til þessa sem sigrað Lesa meira










