Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 10:00

Masters 2017: Hver er líklegastur til að ná forystunni af Hoffman á 2. hring?

Yahoo! Sports lagði þá spurningu fyrir 10 þekkta golffréttaritara hvern eða hverja þeir teldu líklegasta til að ná forystunni af Charley Hoffman á 2. hring Masters mótsins. Hoffman er með mikið forskot, lék á 65 höggum og á 4 högg á næsta mann William McGirt og síðan eru 18 aðrir kylfingar sem eru á bilinu 2 undir til 1 yfir pari. Meðal þessara kylfinga eru Rory McIlroy, Rickie Fowler, Jon Rahm, Phil Mickelson og Lee Westwwod svo einhverjir séu nefndir. Nokkrir hafa unnið Masters nokkrum sinnum (t.d. Phil) meðan aðrir eru að burðast við að vinna sitt fyrsta risamót (t.d.Westy). Sjá má álit golffréttaritaranna í könnun Yahoo! Sports með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 09:00

Masters 2017: Rory hissa á „ótrúlegum“ 1. hring Charley Hoffman

Rory McIlroy skortir ekki sjálfstraustið fyrir 2. hring Masters risamótsins, sem leikinn verður í dag. Hann er mjög hissa á forystu Charley Hoffman, sem átti ótrúlegan opnunarhring upp á 7 undir pari, 65 glæsihögg á sjálfum Augusta National golfvellinum. Hoffman, 40 ára, náði þessu skori þrátt fyrir erfiðar aðstæður á vellinum m.a. sterkar vindhviður. Rory var mjög ánægður með hring sinn upp á slétt par, 72 högg og er að reyna við grand slam, en á eftir að vinna á Masters. Aðspurður hvað honum fyndist um forystu Hoffman sagði Rory: „ Holy shit. That’s unbelievable. That’s incredible.“ (Lausleg þýð: „Hamingjan sanna. Þetta er ótrúlegt. Þetta er ótrúlegt.“ „Mér fannst ef einhver Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 08:00

Írskur ferðaiðnaður ætlar að græða á Masters – Af hverju gerum við Íslendingar ekki það sama? Myndskeið

Írskur ferðaiðnaður ætlar sér að hagnast á Masters risamótinu. Í auglýsingamyndskeiðum sem eru milli frétta af Masters er Tourism Ireland með auglýsingar um gullfallega golfvelli Írlands í því skyni að lokka bandaríska kylfinga til Írlands. Talið er að 30 sekúnda írska auglýsingin, sem birtist á NBC íþróttasjónvarpsstöðinni nái til 6.5 milljóna heimila. Alison Metcalfe, sem er yfirmaður Tourism Ireland í Norður-Ameríku sagði m.a.: „Tourism Ireland er með heilmikið  prógram kynninga tilbúið á þessu ári til þess að vekja athygli á heimsklassa golfinu okkar og hvetja fleiri Bandaríkjamenn til þess að koma í golf til Írlands. Sérstaklega vekjum við athygli á 2017 Irish Open í Portstewart og 148. Opna breska sem fram fer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 02:00

Masters 2017: Charley Hoffman í forystu e. 1. dag Masters

Það er bandaríski kylfingurinn Charley Hoffmann sem tekið hefir forystuna á 1. keppnisdegi Masters risamótsins. Charley lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti er William McGirt á 3 undir pari, 69 höggum og Lee Westwood er í 3. sæti á 2 undir pari, 70 höggum. Hópur 8 kylfinga er síðan í 4. sæti; allir á 1 undir pari, 71 höggi m.a. Russell Henley, Justin Rose og Sergio Garcia. Þeim sem spáð er sigursætinu, Jordan Spieth, eftir að Dustin Johnson slasaðist og dró sig úr mótinu er T-41 eftir hræðilegan upphafshring upp á 3 yfir pari, 75 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Masters að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2017 | 16:30

Masters 2017: Lee Westwood fær 2 milljóna punda bónus ef hann sigrar á Masters

Lee Westwood fær £ 2milljóna bónus ofan á þær   £1.44milljónir sem hann hlýtur í vinningsfé ef hann sigrar á Masters risamótinu. Westy hefir samþykkt bónussamninginn við nýja styrktaraðila sem nefnast Flannels. Hann hefir alveg ágætis statistík í Masters þó honum hafi aldrei almennilega tekist að reka endahnútinn og vinna mótið. Þannig hefir hann undanfarin 7 ár verið 5 sinnum meðal efstu 10 í Mastersmótinu. Er ekki komið að Westy í ár?

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Robert Rock ——— 6. apríl 2017

Afmæliskylfingur dagsins er enski kylfingurinn Robert Rock.  Rock er fæddur 6. apríl 1977 í  Armitage, nálægt Lichfield í Staffordshire, Englandi og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hann ólst upp og hlaut menntun sína nálægt Rugeley. Rock gerðist atvinnumaður í golfi 1998. Hann komst á Evróputúrinn árið 2003 og hefir verið á þeim túr allt síðan þá og hefir sigrað tvívegis: Fyrsti sigurinn kom 12. júní 2011 en þá vann Rock  BMW Italian Open og síðan vann hann aftur 29. janúar 2012 og í þetta sinn Abu Dhabi HSBC Golf Championship, en þar átti hann 1 högg á sjálfan Rory McIlroy. Besti árangur Rock í risamótum er frá árinu 2010 en þá varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2017 | 02:00

Masters 2017: Óvíst hvort Dustin Johnson geti tekið þátt í Masters – datt í stiga!

Sá sem talinn var sigurstranglegastur til að taka Masters risamótið í ár Dustin Johnson (DJ) gæti verið úr leik áður en mótið byrjar en hann datt niður stiga og meiddist í mjóbaki. Umboðsmaður DJ sagði óvíst hvort hann gæti spilað í Masters. Þetta er enn eitt óvenjulega atvikið sem gerist á þessu Masters móti en fyrr um daginn hafði par-3 keppninni verið aflýst vegna mikilla rigninga. David Winkle, umboðsmaður DJ, hjáHambric Sports, sagði að DJ hefði fallið í stiga á húsi sem hann var með á leigu í Augusta. „Hann lenti mjög illa á mjóbakinu og hvílist núna, en er með óþægindi,“ sagði Winkle í tölvupósti. „Honum (DJ) hefir verið ráðlagt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2017 | 21:25

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og Missouri Valley B urðu í 2. sæti í MVC Spring Inv.

Arnar Geir Hjartarson, GSS og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Missouri Valley B höfnuðu í 2. sæti á MVC Spring Invite. Mótið fór á Indian Foothills golfvellinum í  Rolling Hills, Marshall, Missouri, dagana 3.-4. apríl  og lauk í gær. Missouri Valley var með 4 lið í keppninni Missouri Valley, Missouri Valley B (lið Arnars Geirs), Missouri Valley C og Missouri Valley D. Þátttakendur voru 40 og liðin 7. Missouri Valley sigraði og B-liðið varð í 2. sæti. Arnar Geir lék á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (75 72) og varð T-6 í einstaklingskeppninni. Sjá má lokastöðuna á MVC Spring Invite með því að SMELLA HÉR:  Næst mót Missouri Valley er 17. apríl n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2017 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Eyþór Hrafnar lauk keppni T-17 á Redhawk Spring Classic

Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA, tók þátt sem einstaklingur í Redhawk Spring Classic, en það mót fór fram dagana 3.-4. apríl og lauk því í gær. Mótið fór fram í Saddle Creek golfklúbbnum í Lewisburg, Tennessee. Þátttakendur voru 52 frá 9 háskólum. Eyþór Hrafnar lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (77 76) og varð T-17. Í liðakeppninni, sem Eyþór Hrafnar tók ekki þátt í hafnaði háskólalið hans, lið Faulkner, í 1. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Redhawk Spring Classic SMELLIÐ HÉR: og skrollið niður í mót 3-4 (apríl) sem raðað er eftir stafrófsröð. Næsta mót Faulkner er Southern States Athletic Conference tournament, sem fram fer í  Arrowhead Country Club Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2017 | 20:00

Masters 2017: Par-3 keppninni aflýst í fyrsta skipti í sögu Masters – 20 sorgmæddustu tvítin

Í fyrsta skipti í sögu Masters risamótsins var hinum hefðbunda undanfara mótsins, par-3 keppninni aflýst vegna veðurs. Aflýsingarvaldurinn var rigning. Kylfingar sem og aðrir áhangendur Masters mótsins eru harmi slegnir. Ýmsir tjáðu hug sinn vegna þess að par-3 mótinu var aflýst á félagsmiðlunum. USA Today birti m.a. meðfylgjandi skemmtilega grein um 20 sorgmæddustu tvítin SMELLIÐ HÉR til að sjá