LPGA: Ólafía hefur keppni á Hawaii
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í 5. LPGA móti sínu í dag, miðvikudaginn 12. apríl, en mótið stendur 12.-15. apríl 2017. Mótið er LOTTE Championship Presented by Hershey og fer fram á Ko Olina golfvellinum, á Oahu, í Hawaii. Ólafía Þórunn hefur keppni kl. 13:45 að staðartíma í Hawaii (kl. 23:45 að okkar tíma hér heima á Íslandi) og er í ráshóp með Annie Park og Hye Jin Choi, báðum frá S-Kóreu. Ólafía Þórunn hefir tvívegis komist í gegnum niðurskurð á LPGA mótum, þ.e. í fyrstu tveimur mótum sínum á Bahamas og í Ástralíu, en komst ekki í gegnum niðurskurð á 2 LPGA mótum í Bandaríkjunum þ.e. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Elí Björgvinsson. Ágúst Elí er fæddur 11. apríl 1995 og á því 22 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og mikill FH-ingur s.s. hann á ættir til og einn besti markvörður landsins í handboltanum. Auk krefjandi æfinga í handboltanum hefir Ágúst Elí staðið sig vel í ýmsum opnum mótum í golfinu; var m.a. í vinningssæti á Gamlársdagspúttmóti Hraunkots 31. desember 2008 (3. sæti); 1. sæti á Unglingamótaröð GSÍ , 21. júní 2009; í vinningssæti á Opna Teigsmótinu í Þorlákshafnarvelli 8. maí 2010 (3. sæti + nándarverðlaun á 3. braut); 2. sæti í drengjaflokk (15-16 ára) á Arionbankamótaröð unglinga í Leirunni 5. Lesa meira
Kærasta Garcia stolt af sínum manni
Angela Akins, kærasta Masters sigurvegarans í ár, Sergio Garcia er afar stolt af sínum manni. Þau héldu m.a. upp á sigurinn í Empire State byggingunni í New York. Garcia klæddist m.a. græna jakkanum við það tækifæri og hún gat ekki haft augun af honum né leynt aðdáun sinni. Á félagsmiðlana skrifaði Angela, sem m.a. var í golfliði Texas University og útskrifaðist þaðan með gráðu í blaðamennsku: “My man looks good in green! I’m so proud of you @thesergiogarcia! You did it! #MastersChampion2017 #Masters #MrandMrsG” (Lausleg þýðing: Maðurinn minn lítur vel út í grænu! Ég er svo stolt af þér @thesergiogarcia! Þér tókst það! #Masters2017 #Mastersmeistarinn2017#HerraogFrúG”).
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk keppni T-19 á Princeton Inv.
Rúnar Arnórsson GK og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Minnesota tók þátt í Princeton Invitational mótinu. Mótið fer fram í Springdale GC í Springdale, New Jersey, 8.-9. apríl 2017 og lauk því í dag. Þátttakendur voru 75 frá 15 af háskólum þ.á.m. sumum af bestu háskólum Bandaríkjanna. Rúnar lék samtals á 6 yfir pari, 219 höggum (69 74 76) og varð T-19 í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni varð lið Minnesota í 4. sæti! Fylgjast má með Rúnar og Minnesota á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Þórðarson – 10. apríl 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Þórður Þórðarson. Hann er fæddur 10. apríl 1972 og á 45 ára afmæli í dag! Þórður er knattspyrnuþjálfari ÍA á Akranesi og í Golfklúbbnum Leyni (GL). Hann spilar af og til golf milli þess sem hann þjálfar hjá ÍA. Þórður er kvæntur Írisi Björgu Þorvarðardóttur og á 3 börn: Þórð, Stefán Teit og Katrínu. Hér má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið Þórður Þórðarson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hafliði Þórsson, GO, 10. apríl 1949 (68 ára); Sverrir Haraldsson, 10. apríl 1951 (66 ára); Miguel Fernández, argentínskur, 10. apríl Lesa meira
Masters 2017: Sjáið sigurpútt Sergio Garcia – Myndskeið
Þegar Sergio Garcia var á 18. braut Augusta National í gær var hann búinn að leggja upp sigurinn þannig að hann þurfti bara að tvípútta. En þegar allt kom til alls einpúttaði hann glæsilega. Eftir á réði hann sér varla fyrir fögnuði; hann tók fyrst í hönd Justin Rose og þakkaði síðan kaddýunum fyrir góðan hring. Síðan tók við faðmlag og kossar hjá kærustunni Angelu Akins. Sjá má sigurpútt Garcia með því að SMELLA HÉR:
Masters 2017: Hvað var í sigurpoka Sergio Garcia?
Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Sergio Garcia þegar hann sigraði á Masters 2017: Dræver: TaylorMade ’17 M2 (Mitsubishi Rayon Kuro Kage Silver Dual Core TiNi 80TX skaft), 9.5°.. 3-tré: TaylorMade ’17 M1 (Mitsubishi Rayon Kuro Kage Silver TiNi 80XTS skaft), 17°. 5-tré: TaylorMade ’17 M1 (Mitsubishi Rayon Kuro Kage Silver TiNi 80XTS skaft), 19°. Járn: TaylorMade P750 Tour Proto (3-PW; Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 130X sköft). Fleygjárn: TaylorMade Milled Grind (54-09SB and 58-11SB °; Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 130X sköft). Pútter: TaylorMade Spider Tour Red (SuperStroke 1.0P grip). Bolti: TaylorMade TP5.
Masters 2017: Orð Sergio Garcia eftir sigurinn á Masters – Myndskeið
Eftir sigurinn sagðist Garcia myndu líta tilbaka og njóta vikunnar sem hann átti á Masters það sem eftir er ævinnar. Garcia sagðist m.a. hafa verið vitlaus að hafa reynt að berjast gegn atriðum sem honum hefði líkað illa við á Masters áður og hversu stoltur hann hefði verið þegar honum hefði tekist bara að meðtaka og samþykkja þessi atriði. Hver þau atriði voru fór hann ekki nánar út í. Síðan ræddi hann m.a. um hversu mikilvægur stuðningur vina og vandamanna og sérstaklega kærustu hans hefðu verið. Sjá má orð Sergio Garcia eftir sigurinn á Masters á meðfylgjandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR:
Masters 2017: Fyrsti risamótssigur Sergio Garcia
Hann sagði að hann myndi aldrei sigra á risamóti. Þeir sögðu að hann hefði líklega rétt fyrir sér. Hann sagði að golfguðirnir væru á móti honum og að slæmri lukki – en ekki aðeins slæmum höggum – væri um að kenna. Þeir sögðu að honum skorti það sem þyrfti innra í manni. Að náttúruleg geta hans til þess að móta högg myndi koma honum í úrslitaviðureignir en þegar hann mætti mótstöðu myndi hann fara í fýlu og auka á vandræðin. Þeir sögðu að gluggi möguleika hans til þess að sigra á risamóti væri að lokast vegna þess að hjarðir ungstirna í golfi væru að taka yfir. Hann sagði að líf Lesa meira
Masters 2017: Sergio Garcia sigurvegari!!!!
Það fór þá svo að Sergio Garcia sigraði í fyrsta risamóti sínu og það ekki risamóti af lakari endanum, sjálfu Masters mótinu. Garcia hafði betur en Justin Rose í bráðabananum, en par-4 18. brautin var spiluð aftur og fékk Garcia fugl en Rose skolla, eftir að báðir höfðu verið efstir og jafnir að loknum hefðbundnum 72 holum. Seve Ballesteros hefði átt 60 ára afmæli í dag, hefði hann lifað og sagði Sergio Garcia að sigurinn, ef af honum yrði, væri honum til heiðurs. Nú er sigur Sergio í höfn!!! Sonur Seve, Javier tvítaði eftirfarandi skilaboð á Twitter í dag: „Happy 60th birthday dad! Miss you every day! Im sure you’ll be Lesa meira










