Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2017 | 23:20

Masters 2017: Garcia og Rose jafnir e. hefðbundnar 72 holur! Það þarf bráðabana til að skera úr um úrslit!!!

Það þarf bráðabana til þess að skera úr um hver stendur uppi sem sigurvegari á Masters risamótinu í ár. Það eru annaðhvort Sergio Garcia eða Justin Rose sem sigra mótið. Báðir hafa spilað á samtals 9 undir pari, 279 höggum 3 höggum betur en sá sem næstur kemur, Charl Schwartzel. Nú er bara bráðabaninn eftir til að skera út um hvor stendur uppi sem sigurvegari Masters 2017, en þess ber að geta að hvorugur hefir sigrað á Masters áður; Sergio reyndar ekki í neinu risamóti en Rose á eitt risamót undir beltinu: Opna bandaríska 2013. Til þess að sjá lokastöðuna á The Masters 2017 SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Hörður Hinrik Arnarson og Seve Ballesteros – 9. apríl 2017

Afmæliskylfingur dagsins eru tveir. Annar þeirra er uppáhald margra, sem lést langt um aldur fram Severiano Ballesteros. Seve eins og hann var alltaf kallaður var fæddur 9. apríl 1957 í Pedreña, Cantabria, á Spáni og hefði því orðið 60 ára í dag en hann lést 7. maí 2011. Seve gerðist atvinnumaður í golfi 1974, þá aðeins 17 ára. Á ferli sínum vann hann 91 mót þar af 5 risamót, m.a. the Masters 1983. Seve er sá kylfingur sem unnið hefir flest mót á Evrópumótaröðinni eða samtals 50. Eins vann hann 9 á PGA Tour, 6 mót á japanska PGA og 31 sinnum í öðrum atvinnumannamótum. Seve hlaut inngöngu í frægðarhöll Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2017 | 09:00

Masters 2017: Sigrar Hoffman á Masters?

Kemur Hoffman öllum á óvart aftur og stendur uppi sem sigur egari í kvöld? Hoffman hefir sýnt að hann getur gert það sem fáir geta farið 10 undir meðalskor á Augusta National. Fyrsti hringurinn hans Hoffman var líka alger draumahringur. Hann var í ráshóp með Chris Wood og Yuta Ikeda, sem báðir eru dottnir úr mótinu – náðu ekki niðurskurði. Hoffman byrjaði s.s. nógu rólega fékk skolla á par-4, 3. holuna og 5. holuna en tók það aftur með fuglum á par-3 4. og 6. holunum. Og þaðan í frá leit hann aldrei aftur. Hann kláraði fremmri 9 með fuglum á 8. og 9. holu en varð heitari á seinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2017 | 07:00

Masters 2017: Gæti það að DJ dró sig úr Masters haft áhrif á andlega þátt leiks hans?

Gæti það að Dustin Johnson (DJ) missti af Masters vegna þess að hann datt niður stiga á leiguhýsi sínu í Atlanta haft áhrif á andlegan þátt leik hans í framtíðinni. Það að hann er ekki að spila Augusta National á tíma þegar hann er að spila besta golf ævinnar gæti svo sannarlega haft áhrif á hann andlega. Masters hefir ótrúlegan, en samt hljóðlátan og undirförulan hátt á að hræra í heilasellunum. Þetta er eina risamótið sem allir kylfingar vilja sigra í. Þannig að DJ gæti fundið fyrir eftirsjá. Hver sá sem klæðist græna jakkanum nú seinna í dag, gæti prentast í höfuð Johnson og hann farið að hugsa: „Þetta gæti hafa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2017 | 03:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota í 1. sæti e. fyrri dag í New Jersey

Rúnar Arnórsson GK og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Minnesota taka þátt í Princeton Invitational mótinu. Mótið fer fram í Springdale GC í Springdale, New Jersey, 8.-9. apríl 2017 og lýkur því í dag. Þátttakendur eru 75 frá 15 af háskólum þ.á.m. sumum af bestu háskólum Bandaríkjanna. Rúnar er á besta skori Minnesota hefir spilað fyrstu tvo hringina á samtals 1 yfir pari (69 74) og er T-7 í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni er lið Minnesota í efsta sæti! Stórglæsilegt!!! Fylgjast má með Rúnar og Minnesota á skortöflu með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2017 | 02:00

Masters 2017: Garcia og Rose efstir f. lokahringinn

Það eru Sergio Garcia og Justin Rose, sem eru efstir og jafnir fyrir lokahring Masters 2017. Báðir hafa spilað á samtals 6 undir pari, 210 höggum; Garcia (71 69 70) og Rose (71 72 67). Rickie Fowler er einn í 3. sæti höggi á eftir á samtals 5 undir pari, 211 höggum (73 67 71). Þrír kylfingar deila síðan 4. sæti allir á samtals 4 undir pari en það eru þeir Jordan Spieth, Ryan Moore og Charley Hoffman. Til þess að sjá stöðuna á Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2017 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Sigmundsdóttir – 8. apríl 2017

Það er Margrét Sigmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét er fædd 8. apríl 1964 og er félagi í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Margrét hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri t.a.m. Art Deco 2011, þar sem hún var meðal efstu á 31 punkti hún var með 28 pkt. í Nurse Open 2011, en 9. júní 2006 sigraði hún það mót, sem þá var haldið á Bakkakotsvelli. Eins varð Margrét fyrst kvenna til þess að vinna Rauða Jakkann eftirsótta á Haukamótinu í ágúst 2009, en metþátttaka var í mótinu eða um 119 keppendur. Margrét varð í 1. sæti í punktakeppninni með 42 glæsilega punkta. Margrét er gift Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2017 | 15:00

Masters 2017: Er löng bið Garcia á enda?

Sergio Garcia, 37 ára, frá Spáni er að spila í 74. risamóti sínu án þess að hafa tekist að sigra í nokkru þeirra. En lukkan kann að vera að brosa við honum nú á Masters í ár haldi hann áfram að spila eins og hann gerði á 2. hring,  sem hann lauk á 3 undir pari, 69 glæsihöggum. Staðan er nú sú í hálfleik að hann er efstur ásamt 3 öðrum: Fowler, Hoffman og Pieters. Hann hóf hringinn með fuglum á fyrstu þremur holum  Augusta National Golf Club. Er það virkilega að fara að gerast, nú eftir allan þennan tíma að Sergio Garcia sigri í fyrsta risamóti sínu? Líkt og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2017 | 12:00

Masters 2017: Hvað varð af Westy?

Lee Westwood (kallaður Westy af vinum sínum) var lofað 2 milljón punda bónus potti ef hann sigraði á Masters s.s. Golf 1 greindi frá – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Það er nýr styrktaraðili að nafni Flannels, sem lofaði Westwood bónusnum. Westy er ekki úr leik, en hann átti slæman 2. hring og er nú T-19 á skortöflu eftir að hafa vermt 3. sæti eftir 1. dag. Samtals er Westy búinn að spila á 3 yfir pari, 147 höggum (70 77).  Efstu menn hafa spilað á samtals 4 undir pari. Westy á enn sjéns en þarf að vinna upp 7 högg og gera betur til að taka mótið; en til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2017 | 11:30

Masters 2017: Bubba biður golffréttamann afsökunar

Tvöfaldi Masters sigurvegarinn, Bubba Watson, komst ekki í gegnum niðurskurð í ár s.s. flestir golfáhangendur vita. Hann lék fyrstu tvo hringina á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (74 78), en til að ná níðurskurði á Masters í ár þurfti að vera á samtals 6 yfir pari. Golffréttaritarar með einhverja reynslu vita að það getur verið tvíbent að tala við kylfinga sem átt hafa vonbrigðahringi; þeir eru venjulegast í vondu skapi, með klýjuna upp í háls að brytja sjálfa sig niður, að gera út af við sig í naflaskoðun helvítis.   Bubba Watson er auk þess þekktur fyrir að vera afar tilfinningasamur. Eftir vonbrigðahring sinn í gær sagði Bubba við Gene Sapakoff golffréttaritara Charleston Lesa meira