LPGA: Ólafía á +3 e. fyrri 9 á 1. hring á Hawaii
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er að spila í sínu 5. LPGA móti, LOTTE Championship á Hawaii. Nú þegar hún hefir spilað 9 holur er ljóst að byrjunin er afar erfið hjá henni. Hún var á parinu á par-5 1. holunni en fékk síðan tvo skolla í röð og var því þegar á 3. holu komin 2 yfir. Á par-5 5. holunni versnaði staðann enn þegar Ólafía fékk tvöfaldan skolla þ.e. lék brautina á 7 höggum og var komin í 4 yfir. Ólafía sýndi þó karakter og tók þetta aðeins aftur með fugli á 6. holu og fékk síðan pör það sem eftir var fyrri 9. Efst þegar þetta er skrifað Lesa meira
LPGA: Fylgist með Ólafíu Þórunni HÉR!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hefur nú í þessum skrifuðum orðum keppni á LOTTE mótinu á Ko Olina í Oahu í Hawaii. Með Ólafíu Þórunni í ráshóp eru Annie Park og Hye Jin Choi, frá S-Kóreu. Ólafía Þórunn átti að fara út kl. 23:45 að íslenskum tíma, en smá tafir eru orðnar á rástíum. Vonandi gengur Ólafíu Þórunni sem allra best! Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Ingvar Andri efstur, Daníel Ísak í 2. sæti og Dagbjartur T-29 á Scottish Boys Open Championship e. 1. dag
Ingvar Andri Magnússon, GR, er einn 3 íslenskra drengja, sem þátt taka í Scottish Boys Open Championship (einnig nefnt Opna skoska meistaramótið u. 18 ára). Mótið hófst í dag á Monfieth linksaranum í Skotlandi og stendur 12.-14. apríl 2017. Þátttakendur eru 144. Eftir 1. dag er Ingvar Andri efstur, lék 1. hring á glæsilegum 2 undir pari, 69 höggum þar sem hann fékk 5 fugla, 10 pör og 3 skolla. Tveir aðrir íslenskir drengir taka þátt í mótinu: Daníel Ísak Steinarson, GK. sem er í 2. sæti, en hann lék á 1 undir pari, 70 höggum. Glæsilegt hjá þeim Ingvari Andra og Daníel Ísak að vera í efstu tveimur sætunum Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake luku keppni í 5. sæti í Indiana
Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í ISU Spring Invitational. Mótið fór fram dagana 9. -10. apríl í Country Club of Terre Haute í Terre Haute, Indiana og voru þátttakendur 73 frá 12 háskólaliðum. Sigurlaug lék á 161 höggi (78 83) og varð T-29 í einstaklingskeppninni. Drake lið Sigurlaugar hafnaði í 5. sæti. Sjá má lokastöðuna á ISU Spring Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Drake er MVC Championship, sem hefst 16. apríl n.k.
Hver er kylfingurinn: Jon Rahm (II)?
Jon Rahm Rodríguez frá Spáni hefir vakið athygli á sér á golfmótum PGA mótaraðarinnar á undanförnum misserum. Nú nýverið varð hann í 2. sæti á heimsmótinu í holukeppni og keppti í úrslitaviðureigninni við Dustin Johnson, sem hafði betur. Eins komst Jon Rahm í gegnum niðurskurð í nýafstöðnu Masters móti, þannig að hann er aldeilis að gera góða hluti og er svo sannarlega framtíðarmaður sem vert er að fylgjast með! Jon Rahm fæddist í Barrika á Spáni 10. nóvember 1994 (sama dag og Andri Þór „okkar“ Björnsson í GR, Andri hins vegar fæddur 1992). Rahm er því aðeins 22 ára. Hann var um skeið nr. 1 á heimslista áhugamanna, en hann var m.a. Lesa meira
LET: Valdís Þóra hefur keppni á morgun í Marokkó
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi hefur leik á morgun, fimmtudaginn 13. apríl, á LET Evrópumótaröðinni. Mótaröðin er sú sterkasta í Evrópu og fer LALLA Meryem mótið fram á Golf Dar Es Salam vellinum. Heildarverðlaunaféð er um 55 milljónir kr. Valdís hefur leik kl. 10:06 að íslenskum tíma. Hún er í ráshóp með Lina Belmati frá Marokkó og Jenny Haglund frá Svíþjóð fyrstu tvo keppnisdagana. Alls eru keppnishringirnir fjórir og verður niðurskurður eftir tvo hringi. Mótið á LET er haldið samhliða móti á Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Þetta er annað mótið á þessu tímabili þar sem leikið er á LET mótaröðinni samhliða atvinnumóti í karlaflokki. Valdís lék á slíku móti í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristjana Andrésdóttir – 12. apríl 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Kristjana Andrésdóttir. Hún er fædd 12. apríl 1957 og á því 60 ára afmæli í dag!!! Kristjana varð m.a. klúbbmeistari Golfklúbbs Bíldudals (GBB) árið 2012. Hún er gift Heiðari Jóhannssyni. Hér að neðan má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið! Kristjana Andrésdóttir (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðný Jónsdóttir, 12. apríl 1961 (56 ára), Guðrún Björg Egilsdóttir; 12. apríl 1963 (54 ára) Donna Andrews, 12. april 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Hönnuskart Hanna, 12. apríl 1972 (45 ára); Matt Bettencourt, 12, apríl 1975 (42 ára); Evrópumótaröð karla (European Tour), 12. apríl 1973 (44 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Aron, Ragnar Már og Louisiana luku leik í 5. sæti í Texas
Aron Júlíusson, Ragnar Már Garðarsson, báðir í GKG og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, The Ragin Cajuns tóku þátt í Jim West Intercollegiate. Mótið fór fram á golfvelli Wolf Dancer golfklúbbsins í Bastorp, Texas, dagana 10.-11. apríl og lauk því í gær. Lið Louisiana Lafayette, þ.e. The Ragin Cajuns höfnuði í 5. sæti af 12 háskólaliðum, sem þátt tóku í mótinu. Aron lauk keppni T-17 en hann lék á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (75 70). Ragnar Már lék á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (73 73) og varð T-23. Sjá má lokastöðuna á Jim West mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót The Ragin Cajuns er Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk keppni T-7 í Oklahoma
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið hennar í Bandaríkjunum Fresno State tóku þátt í Dale McNamara Invitational. Mótið fór fram á golfvelli Tulsa CC, í Tulsa, Oklahoma, dagana 10.-11. apríl og lauk því í gær. Guðrún Brá lék á samtals á 221 höggi (74 75 72) og lauk keppni T-7 þ.e. deildi 7. sætinu með Kennedy Ishee frá Oral Roberts háskólanum. Lið Fresno State hafnaði í 4. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Dale McNamara Invitational með því að SMELLA HÉR:
Fv. atvinnumaður í golfi ásakar lægsta áhugamanninn á Masters um svindl
Ástralskur, fyrrum atvinnumaður í golfi, hefir sagt að Stewart Hagestad hefði ekki átt að taka verðlaun á Masters fyrir að vera sá áhugamaður sem var með lægsta skorið, þar sem púttstroka Hagestad hafi verið ólögleg. Hagestad náði niðurskurði á Augusta National, ólíkt mörgum þekktari kylfingum m.a. sigurvegara síðasta árs (2016) Danny Willett, Henrik Stenson, Alex Noren, Bubba Watson og Zach Johnson, o.fl. og lauk keppni 6 yfir pari. Sjá lokastöðuna á MASTERS með því að SMELLA HÉR: Hinn 26 ára Bandaríkjamaður (Hagestad) var 3 höggum betri en ástralska nýstirnið og áhugamaðurinn Curtis Luck. Hagestad notaði langan pútter – líkt og Bernhard Langer og Ian Woosnam á Augusta– og jafnvel þó löngu pútterarnir séu Lesa meira










