Rickie Fowler endurgerir fræga Ryder Cup WAGS mynd
Golf 1 greindi frá því að einhverjir vinsælustu kylfingar Bandaríkjanna, Rickie Fowler og Jordan Spieth væru að slappa af saman á Bahamas eyjum. Sjá grein með því að SMELLA HÉR: Síðan kom einnig fram að vinir þeirra, þeir Justin Thomas og Smylie Kaufman farið á eftir þeim og þeir væru nú að endurtaka svipaða ferð og þeir fóru í eftir Masters 2016. Félagarnir hafa stofnað heila síðu á félagsmiðlunum um ferð sína þar sem dælt er inn myndum. Ein myndanna sem rataði á félagsmiðlana var endurgerð af frægri mynd sem tekin var af bandaríska Ryder Cup liðinu eftir frægan sigur þess í fyrra. Á myndinni eru allir með kærustur eða Lesa meira
GSG: Jóel Gauti sigraði í höggleiknum Elís Rúnar í punktakeppninni á Páskamótinu
Páskamót Nóa Síríus fór fram á Kirkjubólsvelli, fimmtudaginn 14. apríl, 2017, Skírdag. Þátttakendur voru 56 talsins og létu þeir ekki smá kulda á sig fá og skiluðu inn glæsilegu skori. Golfklúbbur Sandgerðis þakkar keppendum kærlega fyrir komuna. Úrslit urðu eftirfarandi: Punktakeppni: 1.sæti – Elís Rúnar Elísson 37 punktar. 2.sæti – Guðmundur Sigurvinsson 36 punktar. 3.sæti – Jón Lárus Kjerúlf 35 punktar (20 á seinni 9). 4.sæti – Hafþór Barði Birgisson 35 punktar (17 á seinni 9, 11 á síðustu 6). 5.sæti – Bjarni Hrafn Ingólfsson 35 punktar (17 á seinni 9, 10 á síðustu 6). Höggleikur: 1.sæti – Jóel Gauti Bjarkason 72 högg (+2). Nándarverðlaun: 8. braut – Þorvaldur Kristleifsson Lesa meira
PGA: Ian Poulter í návígi v/krókódíl á RBC – Myndskeið
Það var nokkuð óhuggnanlegt að horfa á enska kylfinginn Ian Poulter fara að slá á par-4 10. braut á 3. hring RBC Heritage mótsins. Bakvið Poulter var vatnshindrun og í henni stærðarinnar krókódíll. Poulter varð var við króksa og kaddýinn hans reyndi að hræða hann í burtu….. … sem tókst og Poulter sló höggið – Óþægilegt að slá högg við svona aukastressvald! Engu að síður er Poulter í 5. sæti mótsins á samtals 10 undir pari, 203 höggum (66 68 69) – Stáltaugar þetta!!! Sjá má Poulter og krókódílinn með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Kerr sigraði á LOTTE mótinu á Hawaii
Það var Cristie Kerr, frá Bandaríkjunum, sem sigraði á LOTTE Championship presented by Hersheys, sem fram fór á Ko Olina golfvellinum í Oahu á Hawaii. Sigurskor Kerr var 20 undir pari, 268 högg (71 69 62 66). Nr. 1 á heimslistanum Lydia Ko deildi 2. sætinu með 2 öðrum á samtals 17 undir pari, 3 höggum. Sjá má hápunkta lokahrings LOTTE Championship presented by Hersheys með því að SMELLA HÉR: (verður sett inn um leið og myndskeiðið er til) Sjá má lokastöðuna á LOTTE Championship presented by Hersheys með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Dunne leiðir í Marokkó – Hápunktar 3. dags
Það er hinn írski Paul Dunne sem er með 2 högga forystu á Trophee Hassan II. Dunne er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 211 höggum (73 69 69). Ítalinn Renato Paratore er í 2. sæti, 2 höggum á eftir á samtals 6 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Trophee Hassan II SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Trophee Hassan II SMELLIÐ HÉR:
PGA: Dufner efstur f. lokahring RBC Heritage – Hápunktar 3. dags
Það er Jason Dufner sem er í forystu fyrir lokahring RBC Heritage mótsins. Dufner hefir spilað á samtals 13 undir pari, 200 höggum (68 67 65). Í 2. sæti er kanadíski kylfingurinn Graham DeLaet 1 höggi á eftir Dufner. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Agla Hreiðarsdóttir – 15. apríl 2017
Það er Agla Hreiðarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Agla er fædd 15. apríl 1960 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Agla tekur virkan þátt í innanfélagsmótum hjá Keili, bæði púttmótum og mótaröðum sem og öðrum opnum golfmótum og spilar golf hérlendis sem erlendis. Sjálf hefir afmæliskylfingurinn sagt: „Ég spila golf og verð sjúkari í golfið með hverju sumrinu enda frábær félagsskapur og fín útivera.“ Agla er gift Gunnari Bergmann og á 3 börn, Gunnar, Karen og Þóreyju og tvo dásamlega ömmu/afastráka, Gabríel Bergmann 8 ára og Kristján Frey næstum 7 ára. Hægt er að komast á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira
LET: Valdís Þóra T-26. f. lokahringinn í Marokkó
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í Lalla Meryem Cup í Marokkó en mótið er hlut af Evrópumótaröð kvenna. Hún er búin að spila á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (76 71 73). Í dag á 3. hring var hún með skor upp á 73 högg; fékk 3 fugla, 11 pör og 4 skolla. Valdís Þóra er jöfn 9 öðrum í 26. sæti þ.e. T-26. Norska frænka okkar Suzann Pettersen er efst í mótinu fyrir lokahringinn á samtals 6 undir pari; Lydia Hall, frá Wales er í 2. sæti, á 5 undir pari og hin enska Annabel Dimmock í 3. sæti, á 4 undir pari. Sjá má Lesa meira
Evróputúrinn: Havret efstur á Trophee Hassan II í hálfleik – Hápunktar 2. dags
Það er Frakkinn Gregory Havret, sem er efstur á Trophee Hassan II í hálfleik. Hann er búinn að spila á samtals 140 höggum (70 70). Trevor Fisher frá S-Afríku og Lucas Bjerregaard frá Danmörku eru í 2. sæti, 1. höggi á eftir. Sjá má hápunkta 2. dags á Trophee Hassan II með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Trophee Hassan II með því að SMELLA HÉR:
PGA: DaLaet og Donald deila 1. sætinu í hálfleik á RBC Heritage – Hápunktar 2. dags
Það eru kanadíski kylfingurinn Graham DaLaet og Luke Donald frá Englandi, sem deila forystunni á RBC Heritage mótinu í hálfleik. Báðir hafa þeir spilað á 10 undir pari, 132 höggum (65 67). Þriðja sætinu deila Ian Poulter og Webb Simpson, báðir á 8 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á RBC Heritage eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:










