LPGA: Su Yeon Jang efst á LOTTE mótinu – Hápunktar 3. dags
Það er Su Yeon Jang, frá S-Kóreu, sem er efst eftir 3. dag LOTTE Championship presented by Hershey. Jang er búin að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum (67 67 65). Öðru sætinu 3 höggum á eftir eru Cristie Kerr og Alena Sharp, báðar á samtals 14 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á LOTTE Championship presented by Hershey SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á LOTTE Championship presented by Hershey SMELLIÐ HÉR:
Leiðrétt frétt: Ingvar Andri lauk keppni í 5. sæti og Daníel Ísak varð T-36 á Scottish Boys Open!
Þrír íslenskir kylfingar Ingvar Andri Magnússon, GR; Daníel Ísak Steinarsson GK og Dagbjartur Sigurbrandsson, GR tóku þátt í Scottish Boys Open Championship (á íslensku nefnt Opna skoska meistaramótið u. 18 ára). Mótið fór fram á Monifieth linksaranum, dagana 12. -14. apríl og lauk í gær. Skorið var niður eftir 2 hringi og komst Dagbjartur, sem var meðal yngstu keppenda, aðeins 14 ára, ekki í gegnum niðurskurð, meðan Ingvar Andri og Daníel Ísak fóru í gegn. Ingvar Andri var reyndar í 1. sæti fyrstu tvo keppnisdagana og Daníel Ísak var í 2. sæti 1. dag; en fór niður skortöfluna 2. daginn eftir hring upp á 9 yfir pari, 80 högg. Þriðja og síðasta dag Lesa meira
LET: Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, flaug í gegnum niðurskurð og fær að spila lokahringinn á Lalla Meryem Cup, í Marokkó á morgun!!! Niðurskurður var miðaður við +5 og betra. Valdís Þóra lék 2. hringinn á glæsilegum 1 undir pari, 71 höggi! – Á hringnum fékk hún 4 fugla, 11 pör og 3 skolla. Samtals hefir Valdís Þóra spilað á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (76 71) og deilir 34. sætinu með 8 kylfingum. Í efsta sæti er Lydia Hall frá Wales á 7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Lalla Meryem Cup SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2017
Það er Hlín Torfadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hlín er fædd 14. apríl 1945 og á því 72 ára afmæli í dag. Hún er félagi í Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD). Hlín hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum um allt land og gengur yfirleitt vel. Hlín er virk í kórastarfi á Dalvík m.a. stjórnandi kirkjukórs Dalvíkurkirkju og Stærri-Árskógskirkju. Hér má komast á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hlín til hamingju með afmælið: Hlin Torfadottir – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar: Roberto di Vicenzo, f. 14. apríl 1923 (argentínskur – 93 ára); Dana C. Quigley, 14. apríl 1947 (70 ára STÓRAFMÆLI!!!); Valgeir Þórisson, 14. apríl 1961 (56 Lesa meira
Fowler og Spieth í páskafríi á Bahamas
Rickie Fowler og Jordan Spieth fóru saman til Bahamas til þess að jafna sig eftir hremmingarnar á Masters. Hvorugur þeirra náði að vera að spila um sigursætið. Vinir þeirra af PGA Tour bættust síðan í hópinn, þ.e Justin Thomas og Smylie Kaufman og er hér um endurtekningu á ferðalagi þeirra að ræða til Baker’s Bay resort. Fowler, sem varð T-11 á Masters setti myndir af fjórmenningunum berfættum og berum að ofan á félagsmiðlanna. Fjórmenningarnir eru jafnvel með Snapchat filter til þess að hægt sé að fylgjast með þeim. „We baaack. Yeah, so #sb2k17 is happening.. Follow it all on snap,“ skrifaði Justin Thomas á Instagram. (Lauslega þýðing: „Við erum komnir aaaaftttur. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín við keppni í Conneticut
Helga Kristín Einarsdóttir, GK hefur í dag leik á Hartford Hawks Women’s Invitational. Mótið fer fram dagana 14.-15. apríl 2017 og lýkur því á morgun. Mótsstaðurinn er Tumble Brook Country Club, í Bloomfield, Conneticut. Völlurinn sem er par-72 er 6325 yarda langur. Golf 1 verður með úrslit um leið og þau liggja fyrir
PGA: Bud Cauley efstur á RBC Heritage – Hápunktar 1. dags
Það var bandaríski kylfingurinn Bud Cauley, sem var efstur eftir 1. dag RBC Heritage. Cauley átti glæsihring, lék á 8 undir pari, 63 höggum. Á hringnum fékk Cauley 8 fugla og 10 pör og skilaði því skollalausu skorkorti. Cauley er ekki þekktasti kylfingurinn á túrnum og má því sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Öðru sætinu, 2 höggum á eftir Cauley, þ.e. allir á 6 undir pari, 65 höggum, deildu þeir Luke Donald, Graham DeLaet og Sam Saunders, barnabarn Arnie. Sjá má stöðuna í heild eftir 1. dag RBC Heritage, (en 2. hringur er þegar hafinn), með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta Lesa meira
Ingvar Andri lauk 3. hring í 4. sæti og Daníel Ísak í 40. sæti á Scottish Boys Open!
Ingvar Andri Magnússon, GR lauk 3. hring í 4. sæti á Scottish Boys Open Championship í dag. . Hann lék samtals á 2 yfir pari, 215 höggum (69 73 73). Daníel Ísak Steinarsson, GK, sem náði niðurskurði í gær og komst í hóp þeirra 42 sem léku til úrslita af 144 þátttakendum er sem stendur í 40. sæti á 22 yfir pari, 232 höggum (70 80 82) að loknum 3. hring. Þrír heimamenn hafa raðað sér í 3 efstu sætin, og sem stendur er Jamie Stewart frá Old Course Ranfurly Golf Club efstur. Skor hans er 2 undir pari, 211 högg (74 68 69). Sjá má stöðuna á Scottish Boys Open Championship með því að Lesa meira
LPGA: Ólafía Þórunn T-129 e. 2 dag á LOTTE Championship og úr leik
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék 2. hring á 75 höggum, 1 höggi betur en fyrri hring sinn í mótinu. Hún er því miður T-129, þ.e. jöfn 5 öðrum í 129. sæti af 144 keppendum. Samtals hefir Ólafía Þórunn spilað á 7 yfir pari, 151 höggi (76 75) og er í einu af neðstu sætum mótsins. Á 2. hring fékk Ólafía 3 fugla, 3 skolla og hræðilegan þrefaldan skolla á síðustu holunni (par-4) á Ko Olina. Hefði hún sleppt þessum skramba hefði Ólafía spilað 2. hringinn á parinu! Ljóst er því að Ólafía Þórunn spilar ekki 3. og 4. hring, en aðeins 70 efstu og þær sem jafnar eru Lesa meira
John Daly tíar upp af bjórdós og drekkur síðan bjórinn!
John Daly getur s.s. allir vita tíað upp á bjórdós og slegið dúndurteighögg af dósinni. Og bjórinn eða það sem eftir er eftir að slegið hefir verið drekkur hann líka gjarna. Þetta vandræðabarn golfsins tók nú s.l. mánudag þátt í „The Monday After the Masters“ söfnuninni á Myrtle Beach í Suður-Karólínu. Þar heillaði hann áhangendur sína með því að tía upp á bjórdós, dúndra teighögg og síðan drekka það sem eftir var af bjórnum úr dósinni. Monday After the Masters hófst árið 1994 og er nú eitt af stjörnuprýddustu pro-am golfmótum Bandaríkjanna. Það hefir safnað milljónum bandaríkjadala fyrir skólaprógrömm handa krökkum og eins til unglingastarfs í golfi í S-Karólínu. Þeir sem Lesa meira










