Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2017 | 05:00

LPGA: Su Yeon Jang efst á LOTTE mótinu – Hápunktar 3. dags

Það er Su Yeon Jang, frá S-Kóreu, sem er efst eftir 3. dag LOTTE Championship presented by Hershey. Jang er búin að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum (67 67 65). Öðru sætinu 3 höggum á eftir eru Cristie Kerr og Alena Sharp, báðar á samtals 14 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á LOTTE Championship presented by Hershey SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á LOTTE Championship presented by Hershey SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2017 | 02:00

Leiðrétt frétt: Ingvar Andri lauk keppni í 5. sæti og Daníel Ísak varð T-36 á Scottish Boys Open!

Þrír íslenskir kylfingar Ingvar Andri Magnússon, GR; Daníel Ísak Steinarsson GK og Dagbjartur Sigurbrandsson, GR tóku þátt í Scottish Boys Open Championship (á íslensku nefnt Opna skoska meistaramótið u. 18 ára). Mótið fór fram á Monifieth linksaranum, dagana 12. -14. apríl og lauk í gær. Skorið var niður eftir 2 hringi og komst Dagbjartur, sem var meðal yngstu keppenda, aðeins 14 ára, ekki í gegnum niðurskurð, meðan Ingvar Andri og Daníel Ísak fóru í gegn. Ingvar Andri var reyndar í 1. sæti fyrstu tvo keppnisdagana og Daníel Ísak var í 2. sæti 1. dag;  en fór niður skortöfluna 2. daginn eftir hring upp á 9 yfir pari, 80 högg. Þriðja og síðasta dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 19:00

LET: Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, flaug í gegnum niðurskurð og fær að spila lokahringinn á Lalla Meryem Cup, í Marokkó á morgun!!! Niðurskurður var miðaður við +5 og betra. Valdís Þóra lék 2. hringinn á glæsilegum 1 undir pari, 71 höggi! – Á hringnum fékk hún 4 fugla, 11 pör og 3 skolla. Samtals hefir Valdís Þóra spilað á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (76 71) og deilir 34. sætinu með 8 kylfingum. Í efsta sæti er Lydia Hall frá Wales á 7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Lalla Meryem Cup SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2017

Það er Hlín Torfadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hlín er fædd 14. apríl 1945 og á því 72 ára afmæli í dag. Hún er félagi í Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD). Hlín hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum um allt land og gengur yfirleitt vel. Hlín er virk í kórastarfi á Dalvík m.a. stjórnandi kirkjukórs Dalvíkurkirkju og Stærri-Árskógskirkju. Hér má komast á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hlín til hamingju með afmælið: Hlin Torfadottir – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar: Roberto di Vicenzo, f. 14. apríl 1923 (argentínskur – 93 ára); Dana C. Quigley, 14. apríl 1947 (70 ára STÓRAFMÆLI!!!); Valgeir Þórisson, 14. apríl 1961 (56 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 15:45

Fowler og Spieth í páskafríi á Bahamas

Rickie Fowler og Jordan Spieth fóru saman til Bahamas til þess að jafna sig eftir hremmingarnar á Masters. Hvorugur þeirra náði að vera að spila um sigursætið. Vinir þeirra af PGA Tour bættust síðan í hópinn, þ.e Justin Thomas og Smylie Kaufman og er hér um endurtekningu á ferðalagi þeirra að ræða til Baker’s Bay resort.   Fowler, sem varð T-11 á Masters setti myndir af fjórmenningunum berfættum og berum að ofan á félagsmiðlanna.  Fjórmenningarnir eru jafnvel með Snapchat filter til þess að hægt sé að fylgjast með þeim. „We baaack. Yeah, so #sb2k17 is happening.. Follow it all on snap,“ skrifaði Justin Thomas á Instagram. (Lauslega þýðing: „Við erum komnir aaaaftttur. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 14:45

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín við keppni í Conneticut

Helga Kristín Einarsdóttir, GK hefur í dag leik á Hartford Hawks Women’s Invitational. Mótið fer fram dagana 14.-15. apríl 2017 og lýkur því á morgun. Mótsstaðurinn er Tumble Brook Country Club, í Bloomfield, Conneticut. Völlurinn sem er par-72 er 6325 yarda langur. Golf 1 verður með úrslit um leið og þau liggja fyrir

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 14:15

PGA: Bud Cauley efstur á RBC Heritage – Hápunktar 1. dags

Það var bandaríski kylfingurinn Bud Cauley, sem var efstur eftir 1. dag RBC Heritage. Cauley átti glæsihring, lék á 8 undir pari, 63 höggum. Á hringnum fékk Cauley 8 fugla og 10 pör og skilaði því skollalausu skorkorti. Cauley er ekki þekktasti kylfingurinn á túrnum og má því sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Öðru sætinu, 2 höggum á eftir Cauley, þ.e. allir á 6 undir pari, 65 höggum,  deildu þeir Luke Donald, Graham DeLaet og Sam Saunders, barnabarn Arnie. Sjá má stöðuna í heild eftir 1. dag RBC Heritage, (en 2. hringur er þegar hafinn), með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 14:00

Ingvar Andri lauk 3. hring í 4. sæti og Daníel Ísak í 40. sæti á Scottish Boys Open!

Ingvar Andri Magnússon, GR lauk 3. hring í  4. sæti á  Scottish Boys Open Championship í dag. . Hann lék samtals á 2 yfir pari, 215 höggum (69 73 73). Daníel Ísak Steinarsson, GK, sem náði niðurskurði í gær og komst í hóp þeirra 42 sem léku til úrslita af 144 þátttakendum er sem stendur í 40. sæti á 22 yfir pari, 232 höggum (70 80 82) að loknum 3. hring. Þrír heimamenn hafa raðað sér í 3 efstu sætin, og sem stendur er Jamie Stewart frá Old Course Ranfurly Golf Club efstur. Skor hans er 2 undir pari, 211 högg (74 68 69). Sjá má stöðuna á Scottish Boys Open Championship með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 13:00

LPGA: Ólafía Þórunn T-129 e. 2 dag á LOTTE Championship og úr leik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék 2. hring á 75 höggum, 1 höggi betur en fyrri hring sinn í mótinu. Hún er því miður T-129, þ.e. jöfn 5 öðrum í 129. sæti af 144 keppendum. Samtals hefir Ólafía Þórunn spilað á 7 yfir pari, 151 höggi (76 75) og er í einu af neðstu sætum mótsins. Á 2. hring fékk Ólafía 3 fugla, 3 skolla og hræðilegan þrefaldan skolla á síðustu holunni (par-4) á Ko Olina. Hefði hún sleppt þessum skramba hefði Ólafía spilað 2. hringinn á parinu! Ljóst er því að Ólafía Þórunn spilar ekki 3. og 4. hring, en aðeins 70 efstu og þær sem jafnar eru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 12:00

John Daly tíar upp af bjórdós og drekkur síðan bjórinn!

John Daly getur s.s. allir vita tíað upp á bjórdós og slegið dúndurteighögg af dósinni. Og bjórinn eða það sem eftir er eftir að slegið hefir verið drekkur hann líka gjarna. Þetta vandræðabarn golfsins tók nú s.l. mánudag þátt í „The Monday After the Masters“ söfnuninni á Myrtle Beach í Suður-Karólínu. Þar heillaði hann áhangendur sína með því að tía upp á bjórdós, dúndra teighögg og síðan drekka það sem eftir var af bjórnum úr dósinni. Monday After the Masters hófst árið 1994 og er nú eitt af stjörnuprýddustu pro-am golfmótum Bandaríkjanna. Það hefir safnað milljónum bandaríkjadala fyrir skólaprógrömm handa krökkum og eins til unglingastarfs í golfi í S-Karólínu. Þeir sem Lesa meira