Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2017
Það er Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GKG 2012 og 2013, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragna er fædd 17. apríl 1989 og á því 28 ára afmæli í dag! Ragna spilaði m.a. með golfliði St. Leo í Flórída, í bandaríska háskólagolfinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Eyjólfur Kristjánsson, 17. apríl 1961 (56 ára); Helgi Ómar Pálsson, GA, 17. apríl 1962 (55 ára); Susie Redman, frá Salem OH, var á LPGA (varð m.a. í 2. sæti á Nabisco Dinah Shore risamótinu 1995), f. 17. apríl 1966 (51 árs); John Gallacher 17. apríl 1981 (36 ára); Tandi Cunningham (suður-afrísk á LET varð T-2 á Lalla Meryem í Marokkó Lesa meira
PGA: Dufner fúll – henti pútternum frá sér á flöt á RBC – Myndskeið
Bandaríski kylfingurinn, Jason Dufner var í forystu fyrir lokahring RBC Heritage. En lokahringurinn spilaðist herfilega illa hjá Dufner; hann kom inn á 5 yfir pari, 76 júmbóhöggum, sem er alltof mikið fyrir kylfing í fremstu röð á PGA Tour. Á lokahringnum fékk Dufner 1 fugl, 4 skolla og 1 skramba. Enda hrundi hann úr 1. sætinu í 11. sætið, sem hann deildi með 10 öðrum kylfingum. Skollinn sem Dufner fékk á par-5 5. braut Harbour Town golflinksarans virðist hafa farið sérlega fyrir brjóstið hjá honum – a.m.k. henti hann pútternum frá sér á flöt þannig að kaddýinn hans, Kevin Baile varð að taka hann upp. Þeir Baile slitu samstarfi 2016 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún T-13 e. 1. dag MVC Championship
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake, taka nú þátt í MVC Championship. Mótið fer fram í Dalhousie CC á Cape Girardeau, Missouri og stendur dagana 16.-18. apríl 2017. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum. Sigurlaug Rún lék 1. hring á 6 yfir pari, 78 höggum og er T-13, þ.e. deilir 13. sætinu með 4 öðrum kylfingum. Hún var á besta skorinu í lið sínu, Drake, sem er í 9. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á MVC Championship með því að SMELLA HÉR:
Rory kvænist Ericu Stoll nk. laugardag – Fv. kærasta Rory – Holly – gefur blessun sína
Fv. kærasta Rory McIlroy, Holly Sweeney, 26 ára, hefir komið fram í fjölmiðlum og talað um ánægju sína með fyrirhugað brúðkaup Rory og bandarísku kærustu hans, Ericu Stoll, sem fram á að fara n.k. laugardag, 22. apríl 2017. Holly sagði Rory og Ericu passa vel saman. Holly og Rory voru par í 6 ár áður en þau hættu saman 2011, þegar Rory hóf samband sitt við tennisstjörnuna dönsku, Caroline Wozniacki. Holly giftist á sl. ári, Giants stjörnunni, Jeff Mason, 35 ára, en hann er fæddur í Bandaríkjunum og hjónin eiga saman son, Max. Í viðtali við Sunday World sagðist hún hafa haldið góðu sambandi við Rory. „Auðvitað óska ég honum Lesa meira
PGA: Wesley Bryan sigraði á RBC Heritage
Það var Wesley Bryan sem sigraði á RBC Heritage mótinu. Bryan lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (69 67 68 67). Luke Donald varð í 2. sæti 1 höggi á eftir. Þrír kylfingar deildu 3. sætinu allir á samtals 11 undir pari: Patrick Cantlay, William McGirt og Ollie Schniederjans. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Glæsilegur sigur Bjarka á Boilermaker Inv.!!!
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, The Golden Flashes, karlagolflið Kent State sigruðu á Boilermaker Invitational mótinu. Mótið fór fram dagana 15.-16. apríl 2017 og lauk því í gær. Bjarki leiddi lið sitt Kent State til sigurs, en hann sigraði í einstaklingskeppninni með skor upp á 4 undir pari, 212 höggum (73 69 70). Stórglæsilegt hjá Bjarka, eins og hans er von og vísa!!! Gísli varð T-13,sem er líka flottur topp-15 árangur, af 84 keppendum frá 15 háskólum!!! Skor hans var 3 yfir pari (69 77 73). Sjá má heimasíðu Kent State þar sem farið er fögrum orðum um þá Bjarka og Gísla Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Albany sigruðu á Hartford Hawks Inv. Glæsilegt!
Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, The Great Danes, kvengolflið University of Albany, sigruðu á Hartford Hawks Invitational mótinu, sem fram fór 14.-15. apríl 2017. Helga Kristín var á besta skori Albany háskólans ásamt liðsfélaga sínum Paige Fujihara, en þær deildu 4. sætinu í mótinu. Helga Kristín lék hringina tvo í mótinu á samtals 156 höggum (78 78). Frábær árangur þetta hjá Helgu Kristínu!!! Leikið var á golfvelli Tumble Brook CC í Bloomfield, Conneticut. Til þess að sjá lokastöðuna á Hartford Hawks Invitational SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er MAAC Conference Championships, sem fram fer 21.-23. apríl á Disney Magnolia golfvellinum á Lake Buena Vista, Lesa meira
Evróputúrinn: Edoardo Molinari sigraði á Trophee Hassan II – Hápunktar 4. dags
Það var ítalski kylfingurinn Edoardo Molinari, sem bar sigur úr býtum á Trophee Hassan II, móti vikunnar á Evróputúrnum dagana 13.-16. apríl 2017. Hann lék á samtals 9 undir pari, líkt og Írinn Paul Dunne og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Par-5 18. hola Royal Dar Es Salam vallarins var spiluð aftur og hafði Molinari þegar betur á 1. holu bráðabanans, fékk par meðan Dunne tapaði á skolla. Í 3. sæti varð Paul Waring frá Englandi á samtals 8 undir pari. Sjá má hápunkta lokahrings Trophee Hassan II á 4. degi með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á Trophee Hassan II með því að SMELLA Lesa meira
LET: Valdís Þóra hlaut € 2.025,-
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk keppni á Lalla Meryem Cup, sem fram fór í Marokkó, dagana 13. – 16. apríl 2017. Hún lék á samtals 9 yfir pari, 297 höggum (76 71 73 77) og varð T-50 þ.e. deildi 50. sætinu með 3 kylfingum; en 63 komust í gegnum niðurskurð. Lokahringurinn var lakasti hringur Valdísar Þóru af hringjunum 4 en hún lék hann á 5 yfir pari, 77 höggum og fékk aðeins 1 fugl en 4 skolla og 1 skramba. Fyrir frammistöðu sína hlaut Valdís Þóra tékk upp á € 2.025,- (u.þ.b. 239.000 ísl. kr.). Þetta er hæsta verðlaunafé Valdísar Þóru á þessu keppnistímabili á LET. Það var hin tékkneska Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2017
Það er Ingi Rúnar Birgisson sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingi Rúnar er fæddur 16. apríl 2000 og á því 17 ára afmæli í dag. Hann er Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki 2014. Komast má á facebook síðu Inga Rúnar hér að neðan Ingi Rúnar Birgisson, GKG (f. 16. apríl 2000 – 17 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bjössi Garðars, GS, 16. april 1962 (54 ára); Oli Magnusson, 16. apríl 1970 (47 ára); Mark Haastrup, 16. apríl 1984 (33 ára); Michael Thompson, 16. apríl 1985 (32 ára) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira










