Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún fer upp skortöfluna á 2. degi MVC Championship!
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK fer lítillega upp skortöfluna á 2. degi MVC Championship, sem hún og lið hennar Drake, taka þátt í. Mótið fer fram í Dalhousie CC á Cape Girardeau, Missouri og stendur dagana 16.-18. apríl 2017 og lýkur því í dag. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum. Sigurlaug Rún hefir samtals spilað á 12 yfir pari 156 höggum (78 78) og er T-11, þ.e. deilir 11. sætinu nú með 2 öðrum kylfingum. Þetta er upp um 2 sæti frá 1. hring, en Sigurlaug Rún var T-13 eftir 1. keppnisdag – Áfram svona!!! Sigurlaug Rún var á besta skorinu í liði sínu, Drake, sem er í 10. sæti í liðakeppninni. Sjá Lesa meira
Rolex-heimslistinn: Cristie Kerr hástökkvari vikunnar
Cristie Kerr er hástökkvari vikunnar á Rolex-heimslista kvenna eftir sigur sinn á LOTTE Championship Presented by HERSHEY, sem fram fór á Ko Olina golfvellinum í Oahu á Hawaii, þar sem Ólafía Þórunn „okkar Kristinsdóttir, GR komst ekki í gegnum niðurskurð. Kerr fór vegna sigursins upp um 8 sæti á Rolex-heimslistanum, úr 26. sæti Rolex-heimslistans í 18. sætið. Frá því að Rolex heimslistinn var fyrst birtur í febrúar 2006 hefir Cristie ekki verið neðar en í 35. sæti listans. Hún hóf ferilinn í 5. sæti 2006 og hefir verið 342 vikur samfelldar á topp-10 listans. Þ.á.m. var hún nr. 1 á Roelx heimslistanum 5 vikur í röð, árið 2010. Þess mætti Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva og Boston T-1 á Yale móti!!!
Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, The Terriers, kvengolflið Boston University tóku þátt í At Yale g. Quinnipiac mótinu, sem fram fór 16. apríl s.l. Aðeins voru spilaðar 18 holur. Lið Boston University varð í 1. sæti með 302 högg ásamt Yale, og síðan komu Dartmouth í 3. sæti, Brown í 4. sæti og Quinnipiac í 5. sæti en alls tóku 5 lið þátt. Særós Eva lék á 85 höggum. Næsta mót Boston University er 54 holu Patriot League Championship, sem fram fer 22.-23. apríl í Saucon Valley Country Club, og er Lehigh skólinn gestgjafi. Spilaðar verða 36 holur á laugardeginum og síðan einn lokahringur.
DJ snýr aftur í keppnisgolfið
Nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson (DJ) segist ekki vera alveg orðinn 100% góður af meiðslum sínum en hann sé „að slá boltann betur“ en hann gerði áður en hann slasaðist daginn fyrir Masters risamótið. „Ég var að slá boltann betur í dag en þegar ég meiddist, þannig að það var gaman,“ sagði DJ í viðtali við Jordan Schultz, blaðamann Huffington Post. Johnson meiddist í baki og á vinstri olnboga þegar hann datt niður stiga á leiguhýsi sínu í Augusta, daginn áður en Masters hófst. Röntgenmynd sýndi djúpt mar á mjóbaki DJ. „Mér líður mun betur í bakinu. Það er líklega 85-90% gróið,“ sagði DJ við Schultz. Hinn 32 ára DJ staðfesti að Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-7 e. 1. dag MWW Golf Championship
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golfið hennar í bandaríska háskólagolfinu hófu keppni í gær á Mountain West Women´s Golf Championship. Mótið fer fram á Dinah Shore Tournament golfvellinum í Mission Hills Country Club – Dinah Shore í Rancho Mirage, Kaliforníu. Það er í Rancho Mirage sem ANA Inspiration risamótið fer fram á hverju ári! Guðrún Brá er T-7 eftir 1. keppnisdag en hún lék á sléttu pari, 72 höggum. Þátttakendur eru 45 í mótinu. The Bulldogs, golflið Fresno State er í 4. sæti af 9 háskólaliðum eftir 1. dag. Sjá má stöðuna á Mountain West Women´s Golf Championship með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildurog Elon luku keppni í 7. sæti á VS CAA Championship
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, kepptu dagana 14.-16. apríl á VS CAA Championship. Gunnhildur varð T-32 í einstaklingskeppninni með skor upp á 28 yfir pari, 244 höggum (80 83 81), af 40 keppendum. Elon varð í 7. sæti af 8 háskólum sem kepptu. Sjá má lokastöðuna á VS CAA Championship með því að SMELLA HÉR: Þetta er síðasta mót Gunnhildar og Elon á vorönn 2017.
Ko segir kylfusveini sínum upp
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Lydia Ko er enn að gera breytingar hjá sér. Lotte Championship á Hawaii var síðasta mót hennar með kylfusveini sínum Gary Matthews. Hún var búin að ráða Matthews til að bera pokann fyrir hana í 9 mótum, því fyrsta Toto Japan Classic, en var ekki ánægð þannig að ekki er um framlengingu á vist hans að ræða. Hún varð 5 sinnum meðal efstu 10 í mótum þar sem hann var á pokanum hjá henni og á LOTTE mótinu varð hún T-2. Sigrana vantar! Ko sigraði 10 sinnum á 2 árum með hinum reynda Jason Hamilton á pokanum. Hún á enn eftir að taka ákvörðun um Lesa meira
Af hverju kvænist Rory í Ashford kastala? – Myndir
Allt er nú á fullu að undirbúa brúðkaup áratugarins, þegar kylfingur nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy mun gefa heitkonu sinni hinni bandarísku Ericu Stoll jáyrði sitt. Athöfnin mun fara n.k. laugardag, 22. apríl 2017, í Ashford kastala í Mayo sýslu á Írlandi. Af hverju Ashford kastali kunna einhverjir að spyrja? Þegar Rory sleit trúlofun sinni við dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki eftir að búið var að senda brúðkaupsboðskortin út, þá hafði verið ákveðið að brúðkaup þeirra færi fram í New York. Líklega hefir Rory ekki viljað endurtaka leikinn og velja stað brúðkaups síns í Bandaríkjunum, þaðan sem hin verðandi brúður er, heldur, eins og nú er komið á daginn, halda Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk keppni á besta skorinu af þátttakendum Minnesota
Rúnar Arnórsson, GK og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota, tóku þátt í Hawkeye Inv. mótinu. Mótið fór fram í Finkbine GC í Iowa City, Iowa, dagana 15.-16. apríl 2017 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 82 frá 14 háskólum; þar af kepptu 12 sem einstaklingar. Rúnar var einn þeirra sem keppti sem einstaklingur og taldi skor hans ekki í liðakeppninni en Minnesota hafnaði neðarlega þ.e. í 11. sæti í liðakeppninni. Rúnar var á besta skorinu af þátttakendum Minnesota lék á 218 höggum (71 74 73) og varð T-21. Til þess að sjá lokastöðuna á Hawkeye Inv. mótinu SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Minnesota háskóla er Big Ten Championship í Lesa meira
Golfgrín á mánudegi
Er golf synd? Eftir messu á sunnudegi fór einn af kirkjugestum að presti sínum og spurði: „Faðir er synd að spila golf á sunnudögum?“ Presturinn, eftir að hann setti hendina á öxl mannsins: „Sonur minn. Ég hef séð hvernig þú spilar golf, og mér sýnist það vera synd á hverjum degi.“ Fyrir flesta kylfinga …. … er munurinn á golfbolta sem kostar 1000 kr. og 5000 kr. aðeins 4000 kr. Skilgreining á orðinu GOLF …. „Getting Old and Living Fine!“ Golf er eins og… Þeir segja að golfið sé eins og lífið, en trúið þeim ekki. Golf er miklu flóknara en það!!!










