Gleðilegt sumar 2017!
Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og engin golfmót á dagskrá vegna veðurs, hvassviðris, rigningar og slyddu og reyndar snjókomu á Bolungarvík. Það er af sem áður var, en í fyrra voru 4 opin mót á dagskrá á Sumardaginn fyrsta og eitt innanfélagsmót. Eftirfarandi mót voru á dagskrá í fyrra: GS Opna Sumarmót GS Almennt GHR Vorkoma Höggleikur með forgjöf Innanfélagsmót GÞ Opna Hótel Selfoss Punktakeppni Almennt GM *****Opna Sumarmót GM og Golfbrautarinnar***** Punktakeppni GHG Jaxlamót Punktakeppni Almennt Sumardaginn fyrsta 2015 voru hins vegar líkt og nú engin golfmót á dagskrá vegna óvenjuharðs vetrar 2014-2015. Skyldu oddatöluár vera eitthvað verri varðandi golfmótahald Sumardaginn fyrsta? Vonandi er að golfsumarið 2017 verði öllum Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk keppni T-9 á MWW Golf Championship
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golfið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State, luku í gær keppni á Mountain West Women´s Golf Championship. Mótið fór fram á Dinah Shore Tournament golfvellinum í Mission Hills Country Club – Dinah Shore í Rancho Mirage, Kaliforníu. Það er í Rancho Mirage sem ANA Inspiration risamótið fer fram á hverju ári! Guðrún Brá lauk keppni T-9 og lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (72 74 73). Þátttakendur voru 45 í mótinu. The Bulldogs, golflið Fresno State varð í 4. sæti af 9 háskólaliðum. Sjá má lokastöðuna á Mountain West Women´s Golf Championship með því að SMELLA HÉR: Þetta er síðasta mót Guðrúnar Brá með Lesa meira
Jimmy Walker með Lyme sjúkdóminn
Það var sjokkerandi þegar Dustin Johnson (DJ) varð að draga sig úr Masters risamótinu vegna þess að hann datt í húsi, sem hann hafði tekið á leigu í Atlanta. En það er ekki aðeins DJ, sem er að fást við heilsufarsleg vandamál; Jimmy Walker sem átti að spila fyrstu 2 hringina við DJ á Augusta Nation var greindur með Lyme sjúkdóminn. Það er bakterían Borrelia burgdorferi, sem veldur sjúkdóminum borrelíósu eða Lyme-sjúkdómi í mönnum. Bakterían berst í menn eftir bit skógarmítils (Ixodes ricinus í Evrópu, Ixodes scapularis og pacificus í Bandaríkjunum) þegar hann nærist á blóði. Eftir bit sem leiðir til sýkingar getur myndast húðroði (erythema migrans,) sem dreifir sér Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake luku leik í 10. sæti!
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK fer lauk í gær keppni á MVC Championship. Mótið fór fram í Dalhousie CC á Cape Girardeau, Missouri og stóð dagana 16.-18. apríl 2017. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum. Sigurlaug Rún lék á samtals á 28 yfir pari 244 höggum (78 78 88) og lauk keppni T-32 þ.e. var jöfn öðrum kylfingi. Drake, lauk keppni í 10. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á MVC Championship með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Matteo Manassero – 19. apríl 2017
Það er ítalski kylfingurinn Matteo Manassero sem er afmæliskylfingur dagins. Manasero er fæddur 19. apríl 1993 og á því 24 ára afmæli í dag!!! Manassero spilar á Evrópumótaröðinni. Golf 1 hefir kynnt afmæliskylfing dagsins í 4 greinum, sem rifja má upp með því að smella á eftirfarandi: MANASSERO 1; MANASSERO 2; MANASSERO 3; MANASSERO 4; MANSSERO 5. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Elías Magnússon, GK, 19. apríl 1939, (78 ára); Páll Sævar Guðjónsson, 19. apríl 1970 (47 ára); Valtýr Auðbergsson, 19. apríl 1976 (41 árs); Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun, 19. apríl 1994 (23 ára); Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira
Óvinalisti Tiger
Á löngum ferli hefir Tiger Woods eignast marga óvini. Þannig er oft um menn, sem skara framúr og vekja öfund annarra. Það er Golf Digest sem tekið hefir saman óvinalistann, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Hvaða ríki í Bandaríkjunum er með bestu golfvellina
Golfweek birtir áhugaverða grein um það í hvaða ríki Bandaríkjanna bestu golfvellirnir væru. Niðurstaðan kemur kannski ýmsum á óvart. Sjá má grein Golfweek með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-10 e. 2. dag MWW Golf Championship
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golfið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State, hófu keppni í gær á Mountain West Women´s Golf Championship. Mótið fer fram á Dinah Shore Tournament golfvellinum í Mission Hills Country Club – Dinah Shore í Rancho Mirage, Kaliforníu. Það er í Rancho Mirage sem ANA Inspiration risamótið fer fram á hverju ári! Guðrún Brá er T-10 eftir 2. keppnisdag en hún hefir samtals spilað á 2 yfir pari, 146 höggum (72 74). Þátttakendur eru 45 í mótinu. The Bulldogs, golflið Fresno State er í 4. sæti af 9 háskólaliðum eftir 1. dag. Sjá má stöðuna á Mountain West Women´s Golf Championship með því að SMELLA HÉR:
Hinn rekni kaddý Lydiu Ko tjáir sig í fjölmiðlum
Fyrrum kylfusveinn nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydiu Ko, hefir nú komið fram í fjölmiðlum eftir sjokkerandi uppsögn sína og tjáð sig um Ko. Hann sagði m.a. að hún yfir að fara að „vakna“ og athuga sinn gang gagnvart honum sl. mánuði. Ko, 19 ára, rak Gary Matthews, kylfusvein sinn eftir aðeins 9 mót saman. Reyndar rann samningur um 9 mót saman út þá, en hún vildi ekki framlengja samning hans. Á síðasta móti þeirra saman; LOTTE Championship á Hawaii í sl. viku, varð hún T-2, sem er besti árangur þeirra saman. Matthews vann áður fyrir Masters sigurvegara ársins í ár, Sergio Garcia. Hann sagði að lítið væri um samskipti Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Þórey Petra. Þórey er fædd 18. apríl 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu Þóreyjar Petru hér að neðan Þórey Petra 20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anne-Marie Palli, 18. apríl 1955 (61 árs, frönsk, var á LPGA); David Wayne Edwards, 18. apríl 1956 (61 árs – var á PGA); Jóhanna Þorleifsdóttir , GKS, 18. apríl 1961 (56 ára); Ian Doig, 18. apríl 1961 (56 ára, kanadískur); Jeff Cook, 18. apríl 1961 (56 ára); Ragnar Ólafsson, f. 18. apríl 1976 (41 árs) …. og ….. List Án Landa-mæra Listahátíð, og Ólafur Hjörtur Ólafsson Golf Lesa meira









