Evróputúrinn: Wiesberger leiðir í Kína þegar keppni er frestað – Hápunktar 2. dags
Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger leiðir á móti vikunnar á Evróputúrnum, þ.e. Shenzhen Open í Kína þegar fresta þurfti keppni á 2. degi, vegna hvassviðris. Wiesberger er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 132 höggum (67 65). Fjölmargir eiga þó eftir að ljúka hringjum sínum, þ.á.m. forystumaður 1. dags, Bubba Watson. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Shenzhen Open SMELLIÐ HÉR: Sjá má stöðuna á Shenzhen Open með því að SMELLA HÉR:
Catriona Matthew vekur athygli á mismunun í verðlaunafé kynjanna og milli mótaraða
Á tyllidögum er fjallað um að fjölga þurfi konum í golfi og gera golfið meira aðlaðandi fyrir þær. Af hverju er þátttaka kvenna í mótum t.a.m. alltaf svona lítil? Eitt af því sem hefir verið bent á er að þær séu meira fyrir samvinnu og líki ekki að keppa. Það er eins og hvert annað rugl; þetta er einstaklingsbundið, eins og hvað annað. Hin 47 ára Catriona Matthew hefir stundað keppnisgolf mikinn meirihluta ævinnar og veit svona sitthvað þegar kemur að kvennagolfi. Hún er e.t.v. einn vanmetnasti kylfingur Skotlands, ef ekki Bretlandseyja. Sigur hennar á Women’s British Open 2009, 11 vikum eftir að hún fæddi dóttur sína er ein af eftirminnilegustu golfsögum Lesa meira
PGA: Grace leiðir á Valero – Hápunktar 1. dags
Það er Branden Grace frá S-Afríku sem tekið hefir forystu á 1. degi Valero Texas Open, sem hófst í gær. Grace lék á 6 undir pari, 66 höggum. Á hringnum fékk Grace 7 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti eru 4 kylfingar 1 höggi á eftir Grace: Will MacKenzie, John Huh, Stewart Cink, allir frá Bandaríkjunum og Ástralinn Steven Alker. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR:
LET: Valdís Þóra glæsileg – á 68 og T-7 e. 1. dag á Spáni!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, kom í hús á glæsilegu skori, 68 höggum á 1. degi Estrella Damm mótsins á Spáni, sem hófst í dag. Hún lék 1. hring á 3 undir pari, 68 höggum; fékk 1 örn, 5 fugla en því miður líka 4 skolla í röð á fyrri 9 (3.-6. braut). Það þarf karakter til að komast yfir áfall eins og 4 skolla í röð og Valdís Þóra sýndi í dag að hún hefir hann!!! Hún er T-7 þ.e. jöfn 3 öðrum stúlkum í 7.sæti. Glæsilegt hjá Valdísi Þóru!!! Efst í mótinu er Solheim Cup kylfingurinn sænski Anna Nordqvist, en hún á 2 högg á Valdísi Þóru, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Karlotta Einarsdóttir – 20. apríl 2017
Það er Karlotta Einarsdóttir, margfaldur klúbbmeistari NK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Karlotta er fædd 20. apríl 1984 og á því 33 ára afmæli í dag!!! Hún hefir orðið klúbbmeistari kvenna í Nesklúbbnum í alls 13 skipti (2000-2002; 2004-2012 og 2016) og langoftast allra kvenna í Nesklúbbnum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Karlotta Einarsdóttir F. 20. apríl 1984 (33 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Morris Jr. 20.apríl 1851-d. 1881; Árni Sævar Jónsson, golfkennari, 20. apríl 1943 (74 ára); Sigþóra O Sigþórsdóttir, 20. apríl 1962 (55 ára); Rósa Lesa meira
LET: Valdís Þóra hefur keppni á Spáni í dag – Fylgist með HÉR!
Við birtingu þessarar fréttar, kl. 11:30 fimmtudaginn 20. apríl 2017, hefur Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir keppni á Estrella Damm mótinu á LET Evrópumótaröðinni. Mótið fer fram á Terramar vellinum á Spáni. Þetta er þriðja mótið sem Valdís Þóra tekur þátt á LET Evrópumótaröðinni en hún hefur endað í 51. og 50. sæti á fyrstu tveimur mótunum og komist í gegnum niðurskurðinn á þeim báðum. Valdís er í ráshóp með Silvia Banon frá Spáni og Madelene Stavnar frá Noregi fyrstu tvo keppnisdagana. Þær hefja leik kl. 11:30 í dag, á 1. teig og á föstudaginn hefja þeir leik 7:15 á 10. teig. Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru með því að SMELLA Lesa meira
Stevie Wonder spilar í brúðkaupi Rory
Það er engu til sparað að gera brúðkaup nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy sem glæsilegast. Rory á bara eftir 2 daga sem piparsveinn; á laugardaginn er hann kvæntur maður! Ashford kastali í Mayo sýslu á Írlandi, þar sem athöfnin fer fram, er sá dýrasti í landinu og hótelið sem er í honum hefir allt verið tekið á leigu. Heimsfrægir skemmtikraftar munu og stíga á stokk og skemmta brúðhjónunum og gestum þeirra. Nýjustu fréttir herma að Stevie Wonder muni syngja brúðkaupunum til heiðurs og honum til fylgilags er 18 manna hljómsveit …. jamms engu til sparað Hinn 67 ára Stevie kvænist sjálfur á árinu í 3. skipti og nú hinni Lesa meira
DJ segist engu ráða hvað Paulina birtir á félagsmiðlunum
Nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ) var í podcast-i hjá The Big Lead í fyrradag, þriðjudaginn 18. apríl og var spjallað um ýmis atriði m.a. hvernig honum gengi að jafna sig í bakinu eftir fallið niður stiga í leiguhýsi sínu í Augusta deginum fyrir Masters. Það er best að hlusta á allt viðtalið við DJ hér að neðan. En DJ var líka spurður að því hvort hann ætti einhvern hlut í því sem barnsmóðir hans og kærasta Paulina Gretzky birti um þau skötuhjú á félagsmiðlunum? „Algjörlega ekki“ svaraði Johnson glottandi. „Hún spyr mig sko ekki …. eins og ég viti hvað sé gott að birta og hvað ekki. Ég Lesa meira
Evróputúrinn: Bubba í forystu snemma dags á Shenzhen Open
Bubba Watson hefir tekið forystuna á móti vikunnar á Evróputúrnum, Shenzhen Open, sem fram fer á golfvelli Genzon golfklúbbsins í Shenzhen, Kína. Bubba lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum. Á hringnum fékk Bubba 1 örn, 5 fugla, 11 pör og 1 skolla. Margir eiga eftir að fara út og/eða ljúka hringjum sínum þannig að endanlegar niðurstöður eftir 1. dag ligga ekki fyrir fyrr en seinna í dag. Keppendur eru 154. Til þess að sjá stöðuna á Shenzhen Open SMELLIÐ HÉR:
6 ára strákur fær ás á 4. elsta velli heims!
Sex ára strákur, Jack Dunne, er sá yngsti til þess að fara holu í höggi á Bruntsfield Links, nálægt Edinborg, í Skotlandi, sem er 4. elsti golfvöllur heims. Hann setti beint niður á par-3 7. holu vallarins sem er 134 yarda (þ.e. 122,5 metra). Dunne notaði dræver af teig. „Þetta vr frábært,“ sagði Dunne glaður. „Vonandi á ég eftir að fá miklu fleiri (ása).“ Framkvæmdastjóri Bruntsfield Links, Dougie Cleeton, bætti við: „Þetta er aðalumræðuefnið meðal klúbbfélaga okkar. Jack splæsti drykk á alla á barnum … að vísu kók.“ Jack æfir reglulega með yngri bróður sínum, Angus, í bakgarði fjölskyldu sinnar. Cleeton: „Við hlökkum til að fá þá báða í barna- og Lesa meira










