Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 15:30

GSÍ afnemur kröfu um 18 holur

Golfsamband Íslands hefur, fyrst allra landssambanda í alþjóða golfhreyfingunni svo vitað sé, afnumið ákvæði í reglugerðum sínum um að golfmót á vegum þess þurfi að fara fram á 18-holna völlum. Þetta var samþykkt á fundi laganefndar sambandsins nýverið. Fram til þessa hafa aðeins fáein mót farið fram á níu-holna völlum, einkum barna- og unglingamót auk keppni í neðri deildum Íslandsmóts golfklúbba. „Þarfir kylfinga og annarra sem hafa áhuga á heilnæmri útivist hafa breyst mikið og munu halda áfram að gera það,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. „Margir segjast ekki hafa tíma fyrir átján holur og vilja fleiri valkosti. Golfsambandið á ekki að standa í vegi fyrir nýsköpun aðildarfélaga sinna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 14:00

LET: Sjáið ás Önnu Nordqvist!

Sænski kylfingurinn Anna Nordqvist fór holu í höggi í dag á 3. keppnisdegi Estrella Damm mótsins. Anna fékk ásinn á par-3 13. braut Club de Golf Terramar, þar sem mótið fer fram. Samtals er hún búin að spila á 10 undir pari og er ein af hópi 4 kylfinga sem deila 2. sætinu! Skor Önnu er 10 undir pari, 203 högg  (66 70 67) og er hún 4 höggum á eftir forystukonunni Mel Reid. Sjá má ás Önnu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 12:30

LET: Valdís Þóra T-38 e. hring upp á 73 á 3. degi á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í Estrella Damm mótinu á Spáni. Hún lék á 2 yfir pari, 73 höggum í dag, fékk 3 fugla, 10 pör og 5 skolla. Valdís Þóra er búinn að spila á samtals sléttu pari, 213 höggum (68 72 73). Eftir 3. dag deilir hún 38. sætinu með 9 öðrum kylfingum, fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Til þess að sjá stöðuna á Estrella Dam SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 12:00

Gestir streyma til Írlands í brúðkaup Rory og Ericu – Brúðkaupsnóttin verður í bátshýsi

Frægir gestir streyma til Írlands, en brúðkaup nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy og bandarískrar heitkonu hans Ericu Stoll fer fram þar í dag, 22. apríl 2017. Fremstur í flokki hinna frægu er Stevie Wonder sem sagður er munu syngja í brúðkaupinu auk annarra skemmtikrafta og vina skötuhjúanna. Þegar hann kom til Írlands brá hann sér í símaverslun og þar er hann m.a. hafa sagt hversu fallegt Írlandi væri, en kalt! Meðal annarra frægra gesta eru Niall Horan, Ed Sheeran, leikarinn Jamie Dornan og hljómsveitarmeðlimur Coldplay, Chris Martin. Sagt er að fyrir brúðkaupið mun Rory þurfa að punga út litlar £200,000 (u.þ.b. 28 milljónir íslenskra króna). Rory og verðandi eiginkona hans Erica munu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 11:30

Evróputúrinn: Bourdy m/ás í Kína – Myndskeið

Franski kylfingurinn Grégory Bourdy átti glæsilegan ás á Shenzhen Open í Kína nú fyrr í dag á 3. keppnisdegi. Ásinn kom á par-3 3. braut Genzon golfvallarins, sem er 170 metra löng. Bourdy lauk hringnum á 2 undir pari, 70 höggum; fékk auk ássins  5 fugla, 3 skolla og 1 skramba og deilir, sem stendur, 7. sætinu með 3 öðrum. Samtals er Bourdy búinn að spila á 10 undir pari, 206 höggum (67 69 70). Sjá má ás Bourdy með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 05:30

PGA: Cauley og Finau deila forystunni í Texas – Hápunktar 2. dags

Það eru Bud Cauley og Tony Finau, sem eru efstir og jafnir á Valero Texas Open í hálfleik. Báðir hafa þeir spilað á samtals 8 undir pari, 136 höggum; Cauley (70 66) og Finnau (71 65). Báðir eru ekki þeir þekktustu á PGA Tour og má sjá eldri kynningar Golf 1 á Bud Cauley með því að SMELLA HÉR: og Tony Finau með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2017 | 18:00

GJG Tour: Henning Darri bestur af 5 íslenskum piltum á European Spring Junior

Dagana 18.-21. apríl 2017 fór fram á Spáni European Spring Junior mótið en það er hluti af Global Junior Golf (GJG) mótaröðinni. Mótinu lauk í dag. Fimm íslenskir piltar voru meðal keppenda: Birgir Björn Magnússon, GK; Daníel Ingi Sigurjónsson, GV; Henning Darri Þórðarson, GK; Ingi Rúnar Birgisson, GKG; og Ragnar Áki Ragnarsson, GKG. Af þeim stóð Henning Darri sig best en hann lauk keppni í 8. sæti; lék á samtals 19 yfir pari, 237 höggum (80 79 78). Sigurvegari mótsins var Hannes Hiburger frá Þýskalandi en hann lék á samtals 13 yfir pari. Sjá má lokastöðuna á European Spring Junior með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2017 | 16:30

PGA: Hoffman olli töfum á Valero … vegna súkkulaðis – Myndskeið

Í gær urðu tafir á Valero Texas Open þegar bandaríski kylfingurinn Charley Hoffman bauð kylfusveini sínum, Brett Waldman, að finna orsök súkkulaðikáms á kylfu sinni. Hann aðstoðaði síðan kylfusvein sinn að rusla öllum 14 kylfunum úr pokanum. „Ég get mér þess til að páskahérinn hafi falið súkkulaðið í pokanum hjá mér,“ sagði Hoffman eftir hringinn. „Það var kám á kylfunni minni og ég fann lyktina af því og það var alveg pottþétt Reese páskaegg.“ Dómarar í mótinu voru ekkert allt of hressir því þessi leit að súkkulaðinu olli töfum. Fyrsti hringurinn gekk heldur ekkert of vel fyrir Hoffman, en hann lék á 71 og er 5 höggum á eftir forystumanni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2017 | 16:15

LET: Valdís Þóra á 72 á 2. degi Estrella Damm mótsins

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í Estrella Damm mótinu á Spáni. Valdís Þóra er búinn að spila á samtals 2 undir pari, 140 höggum (68 72). Hún lék á 1 yfir pari, 72 höggum í dag, fékk 4 fugla, 9 pör og 5 skolla. Sem stendur þegar þetta er ritað (kl. 16:14) er Valdís Þóra T-22; sætistalan gæti enn breyst því nokkrar eiga eftir að ljúka leik. Valdís Þóra flaug í gegnum niðurskurð og er þetta í 3. sinn á LET, sem hún kemst í gegnum niðurskurð!!! Glæsilegt!!! Í efsta sæti í hálfleik þ.e. eftir 2 hringi er heimakonan, Nuria Iturrios, en hún kom í hús á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gassi Ólafsson og Beatriz Recari – 21. apríl 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Gassi Ólafsson og spænski LPGA kylfingurinn Beatriz Recari.  Gassi er fæddur 21. apríl 1977 og á því 40 ára merkisafmæli í dag. Komast má á Facebooksíðu afmæliskylfingsins Gassa hér að neðan til þess að óska honum til hamingju: Gassi Ólafsson (40 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Hinn afmæliskylfingurinn er Beatriz Recari. Beatriz Recari er fædd í Pamplona á Spáni, 21. apríl 1987 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Beatriz með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Karen Dale Lundqvist Eggeling 21. apríl 1954 (63 ára); Lúðvík Geirsson, 21. apríl 1959 Lesa meira