Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2017 | 14:00

GS: Snæbjörn Guðni sigraði á Opna móti GS!

Heimamaðurinn, Snæbjörn Guðni Valtýsson, GS, kom sá og sigraði á Opna móti GS, sem fram fór í gær, 22. apríl 2017. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor án forgjafar og þrjú efstu sætin í punktakeppni. Snæbjörn tók verðlaun bæði fyrir höggleikin og punktakeppnina; lék Leiruna á 80 höggum og hlaut 39 punkta. Í 2. sæti í punktakeppninni varð heimakonan Svandís Þorsteinsdóttir, GS á 37 punktum  og í 3. sæti í punktkeppninni varð Ásgeir Ingvarsson, GKG á 35 punktum. Einnig voru veitt nándarverðlaun og þau hlutu eftirfarandi: Næst holu á 9.braut Friðrik Sigurðsson, GS,  92cm Næst holu á 16.braut Bjarni Ingólfsson, GO,  140 cm Næst holu á 18.braut Helgi Þórisson, GSE, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2017 | 13:00

LET: Valdís Þóra hlaut € 1,027.50 fyrir árangur sinn á Estrella Damm mótinu

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk keppni í dag á Estrella Damm mótinu á Spáni í dag. Hún lék samtals á 2 yfir pari, 286 höggum (68 71 73 73) og deildi 53. sætinu með 7 kylfingum. Fyrir árangur sinn á Estrella Damm mótinu hlaut Valdís Þóra € 1,027.50. Það sem er glæsilegt við árangur Valdísar Þóru er að hún komst í gegnum niðurskurð á LET móti í 3. sinn af 3 mótum sem hún hefir tekið þátt í, á keppnistímabilinu. Áfram svona og fikra sig svo smátt og smátt hærra á skortöflunni!!! Það var hin enska Florentyna Parker, sem stóð uppi sem sigurvegari á Estrella Damm, eftir bráðabana við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2017 | 11:30

Evróputúrinn: Wiesberger sigurvegari Shenzhen Open – Hápunktar 4. hrings

Það var Bernd Wiesberger frá Austurríki sem sigraði á Shenzhen Open. Að loknum 72 holu hefðbundnum 4 hringjum voru Wiesberger og Tommy Fleetwood frá Englandi efstir og jafnir; báðir á samtals 16 undir pari, 272 höggum; Fleetwood ( 69 71 69 63) og Wiesberger (67 65 69 71). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra tveggja og var par-4 18. holan spiluð aftur og þar vann Wiesberger með fugli en Fleetwood tapaði; fékk par. Grégory Bourdy og Ross Fisher urðu í 3. sæti, báðir á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Shenzhen Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Shenzhen Open Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2017 | 08:00

Poulter missir kortið sitt á PGA

Það var ekki aðeins að Ian Poulter hafi ekki komist í gegnum niðurskurð á Valero Texas Open, heldur missti hann einnig af endurnýjun PGA Tour kortsins síns og spilar hann því ekki á PGA Tour mótaröðinni, það sem eftir er keppnistímabilsins. Poulter spilaði á samtals 2 yfir pari (75 71) en niðurskurður var miðaður við slétt par og betur. Poulter hefði ekki aðeins þurft að komast í gegnum niðurskurð heldur vinna sér inn a.m.k. $30,624 í verðlaunafé til að halda kortinu. Málið er að Poulter hefir verið að spila á veikinda undanþágu á PGA Tour vegna gigtar sem hrjáði hann í hægri fæti, en vegna þessa tók hann sér veikindafrí frá mótaröðinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2017 | 05:00

PGA: Horrorhringur Alker

Steven Alker frá Nýja-Sjálandi er í neðsta sæti (76. sæti) þeirra sem náðu niðurskurði á Texas Valero Open. Hann er búinn að spila hringina 3 á mótinu á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (67 76 85). Alker byrjaði mótið reyndar vel – lék á 5 undir pari, 67 höggum og var T-2 þ.e. deildi 2. sætinu með öðrum kylfingum. Því er fall hans svo eftirtektarvert. Annar hringurinn var alger júmbóhringur 4 yfir pari 76 högg, en það var ekkert miðað við það hvað átti eftir að gerast á 3. hring. Þriðja hring lék Alker á 13 yfir pari, heilum 85 höggum og líktist meira meðalskussa á góðum degi en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2017 | 03:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki T-2 og Gísli T-14 e. 1. dag Robert Kepler mótsins

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og golflið þeirra Kent State taka þátt í Robert Kepler Intercollegiate mótinu. Mótið fer fram dagana 22.-23. apríl 2017 á Scarlett golfvelli Ohio háskóla, í Columbus, Ohio og lýkur í dag. Bjarki hefir leikið á samtals 3 yfir pari á 1. degi þ.e. 145 höggum (73 72) og er T-2 þ.e. deilir 2. sætinu með 3 öðrum kylfingum. Þátttakendur í mótinu eru 81. Gísli er á samtals 6 yfir pari eftir 1. dag þ.e. 148 höggum (77 71) og er T-14 þ.e. deilir 14. sætinu með 2 öðrum kylfingum. Kent State, lið Bjarka og Gísla er í efsta sæti af 15 háskólaliðum, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 23:20

PGA: Chappell efstur f. lokahring Valero – Hápunktar 3. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Kevin Chappell, sem tekið hefir forystu á Valero Texas Open, eftir 3. keppnisdag. Chappell er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum (69 68 71). Í 2. sæti, 1 höggi á eftir eru Branden Grace frá S-Afríku og hinn bandaríski John Huh. Sjá má hápunkta 3. dags á Valero Texas Open með því að SMELLA HÉR:  Sjá má stöðuna á Valero Texas Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2017 (2)

Hér kemur einn djók frá PGA kylfingnum fv., Fuzzy Zoeller. Ekki víst að allir fíli húmor Zoeller, en hann sagði m.a. eitt sinn eftir að Tiger sigraði á Masters að hann væri viss um að Tiger myndi vera með djúpsteiktan kjúkling og collard salat í Champions Dinner næsta árs, (máltíð sem er vinsæl hjá blökkufólki í suðrríkjum Bandaríkjanna). Þessi athugasemd Zoeller var túlkuð ýmist sem kynþátta-djók- og/eða -níð. Hér segir Zoeller annan djók og þó hann sé ekki beinlínis golfdjók, þá er hann þó einn af uppáhaldsdjókum þessa atvinnukylfings og einnig sá sem hann telur „hreinlegastan“ af þeim sem hann á, á lager einnig þannig að sem flestir skilji hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 16:45

Tiger gekkst undir 4. bakaðgerðina

Í fyrradag, 20. apríl 2017,  gekkst Tiger undir 4. bakaðgerðina og ritaði eftir aðgerðina á heimasíðu sína: „Aðgerðin gekk vel og ég er bjarsýnn á að hún muni lækna bakkippi og verki. Þegar ég næ bata hlakka ég til að lifa eðlilegu lífi, að leika mér við börnin mín, keppa í keppnisgolfi á atvinnumannsstigi og lifa án verkjanna, sem ég hef verið að berjast við svo lengi.“ Það var Dr. Richard Guyer hjá the Center for Disc Replacement at the Texas Back Institute, sem framkvæmdi aðgerðina. „Eftir að hann nær sér af aðgerðinni, þá byrjar hann smátt og smátt í endurhæfingu þar til hann er búinn að ná sér fullkomlega,“ sagði Guyer. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóna Bjarnadóttir – 22. apríl 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Jóna Bjarnadóttir. Hún er fædd 22. apríl 1951 og er því 66 ára. Jóna er í Golfklúbbnum á Vatnsleysuströnd (GVS). Hún er gift og á 3 börn: Bjarna Þór, Láru Þyrí og Hrafnhildi. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jónu til hamingju hér fyrir neðan: Jóna Bjarnadóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Deane R. Beman 22. apríl 1938 (79 ára); Anna Lárusdóttir, 22. apríl 1958 (59 ára); Eric Allen Axley, 22. apríl 1974 (43 ára) …. og ….. Valmar Väljaots Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira