Afmæliskylfingur dagsins: Lydia Ko ———— 24. apríl 2017
Það Lydia Ko, sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf1.is. Lydia er fædd 24. apríl 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hún var nýlega í fréttum fyrir hversu illa henni helst á kylfusveinum – Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: – en nýjasta fréttin er að hún hafi fundið nýjan, en hann var valinn Kaddý ársins 2016 á LPGA og heitir Peter Godfrey og er 10. kylfusveinninn hennar. Ko er sem stendur nr. 1 á Rolex heimslista kvenna. Hún hefir á unga aldri sigrað í 19 mótum þar af 14 á LPGA og þ.á.m. tvívegis á risamótum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Chappell?
Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Kevin Chappell á Texas Valero Open: Dræver: TaylorMade 2016 M1 (Aldila 2KNV Blue 70TX skaft), 10.5° 3-tré: TaylorMade 2017 M1 (Aldila 2KNV Blue 80TX skaft), 15° 5-tré: TaylorMade 2017 M1 (Aldila 2KNV Blue 90TX skaft), 18° Járn: Nike Pro Combo (4-6; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 sköft), Nike MMProto (7-9; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 sköft) Fleygjárn: Nike Engage Square Sole (48°; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 shaft), PXG 0311T Milled (52°-10, 56°-10 og 60°-06; True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 sköft). Pútter: Scotty Cameron T5MB. Bolti: Nike RZN Tour Platinum.
Frægir kylfingar meðal brúðkaupsgesta hjá Rory
Nú í dag mánudagsmorguninn er „brúðkaup áratugarins“ á enda. Það stóð frá laugardeginum 22. apríl þar til núna, mánudagsmorgunsins 24. apríl 2017. Meðal þess sem íbúar við Ashford kastala urðu áskynja af brúðkaupi Rory og Ericu var geysiöflug flugeldasýning á brúðkaupsdaginn. Fjölmargir frægir kylfingar voru í brúðkaupi Rory, þ.á.m. Sergio Garcia, Pádraig Harrington, Shane Lowry og Ryder Cup fyrirliðinn Paul McGinley. Annars hafa engar myndir birtst af brúðhjónunum enn á brúðkaupsdaginn, en 3 laga öryggisteymi við Ashford kastala, það sama m.a. og vinnur fyrir írsku hljómsveitina U2, sá til þess að friðhelgi einkalífs nr. 2 og eiginkonu hans væri tryggt. Hér eru þó tvær myndir tengdar brúðkaupinu, vagn sem notaður Lesa meira
GÞ: Jón Hilmar og Sigurbjörn Hlíðar sigruðu á Opna Hótel Selfoss mótinu
Á laugardaginn fór fram Opna Hótel Selfoss mótið á Þorláksvelli. Það voru 42 kylfingar, sem luku keppni þ.á.m. 7 kvenkylfingar, en af þeim stóð Agnes Sigurþórs, GR, sig best var á 98 höggum og 26 punktum. Jón Hilmar Kristjánsson, GM sigraði í höggleik án forgjafar var á 75 höggum og sá sem tók punktakeppnina var Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson, GR en hann fékk 38 punkta. Verðlaun voru glæsileg – þannig hlutu þeir Jón Hilmar og Sigurbjörn Hlíðar báðir SPA smell frá Hótel Selfoss í verðlaun (þ.e. gistingu á Hótel Selfoss, morgunverð, þriggja rétta kvöldverð og aðgang að SPA-inu, allt fyrir tvo) fyrir 1. sætin. Ólafur Ingvar Guðfinnsson, GM var í 2. sæti Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín lauk keppni T-3 á MAAC Championship!!!
Dagana 21. – 23. apríl fór fram MAAC Championship á Disney Magnolia golfvellinum á Lake Buena Vista í Flórída og lauk mótinu í gær. Alls kepptu 45 frá 9 háskólaliðum, þ.á.m. Helga Kristín Einarsdóttir, GK ásamt liði sínu University of Albany. Helga Kristín náði þeim glæsilega árangri að verða T-3, þ.e. deildi 3. sætinu með öðrum keppanda og var á 2. besta skorinu í liði sínu í einstaklingskeppninni!!! Lið University of Albany varð í 2. sæti í liðakeppninnni. Sjá má lokastöðuna í MAAC Championship í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna í MAAC Championship í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR:
PGA: Chappell sigraði á Valero Texas Open
Það var Kevin Chappell sem stóð uppi sem sigurvegari á Valero Texas Open mótinu. Chappell lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (69 68 71 68). Þetta er fyrsti sigur Chappell á PGA Tour og var gleðin mikil að sigri loknum! Í 2. sæti varð Brooks Koepka á samtals 11 undir pari og Kevin Tway og Tony Finau deildu 3. sætinu á samtals 9 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már, Aron og Louisiana í 8. sæti e. 1. dag í Flórída
Í gær hófst Sun Belt Conference Championship á Raven golfvellinum í Destin, Flórída. Mótið stendur 23.-25. apríl 2017. Meðal keppenda eru The Ragin Cajuns, golflið Louisiana Lafayette háskólans, þar sem keppa þeir Ragnar Már Garðarssonar, GKG og Aron Júlíusson, GKG. Eftir 1. keppnisdag er Louisiana Lafayette í 8. sæti af 12 liðum, sem þátt taka í mótinu. Ragnar Már lék á 2 yfir pari, 73 höggum og er T-23 eftir 1. dag í einstaklingskeppninni og á 2. besta skorinu í liði sínu! Aron lék 1. hring á 12 yfir pari, 83 höggum og er T-58 af 60 keppendum í einstaklingskeppninni. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Sun Belt Conference Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki lauk keppni í 2. sæti og Gísli T-14 á Robert Kepler mótinu
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og golflið þeirra Kent State tóku þátt í Robert Kepler Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram dagana 22.-23. apríl 2017 á Scarlett golfvelli Ohio háskóla, í Columbus, Ohio og lauk í gær. Þátttakendur í mótinu voru 81 frá 15 háskólaliðum. Bjarki lék á samtals 3 yfir pari, 216 höggum (73 72 71) og varð í 2. sæti, sem er stórglæsilegt!!! Gísli var á samtals 11 yfir pari, 224 höggum (77 71 76) og varð T-14 þ.e. deildi 14. sætinu með 4 öðrum kylfingum, sem er flottur topp-15 árangur!!! Kent State, lið Bjarka og Gísla varð í 2. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Robert Kepler Intercollegiate Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Karen Guðnadóttir – 23. apríl 2017
Afmæliskylfingur dagsins er margfaldur klúbbmeistari GS, Karen Guðnadóttir. Karen er fædd 23. apríl 1992 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Karenu til hamingju með afmælið hér að neðan Karen Guðnadóttir – f. 23. apríl 1992 (25 ára) – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Don Ray Massengale, 23. apríl 1937 – d. 2. janúar 2007; Ramón Sota Ocejo 23. apríl 1938 (79 ára); Ágúst Ögmundsson, 23. apríl 1946 (71 árs); Peter Teravainen, 23. apríl 1956 (61 árs); Terri Luckhurst, 23. apríl 1959 (58 ára); Joseph (Jodie) Martin Mudd, 23. apríl 1960 (57 Lesa meira
LET Access: Berglind Björns komst ekki gegnum niðurskurð
Berglind Björnsdóttir, GR, tók þátt í fyrsta LET Access móti sínu: Azores Ladies Open 2017. Þátttakendur í mótinu voru 66 og komust 34 í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 5 yfir pari eða betra. Berglind lék fyrstu tvo hringina á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (74 80) og munaði því 5 höggum að hún kæmist í gegn. Hún var í ágætis stöðu eftir 1. hring upp á 2 yfir pari, 74 högg, en hefði þurft að fylgja því betur eftir. Sjá má stöðuna á Azores Ladies Open með því að SMELLA HÉR:










