Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2017 | 08:00

GHR: Ágætis veðurspá f. 1. maí mót GHR og Grillbúðarinnar

Framundan er hið árlega 1. maí-mót GHR og Grillbúðarinnar þar sem keppt er í höggleik með og án forgjafar. Nú þegar hafa yfir 150 keppendur skráð sig til leiks en það eru enn lausir rástímar. Veðurspáin er ágæt fyrir mánudaginn 1. maí, spáð er tæplega 10 stiga hita og hægviðri. Sjá má veðurspá fyrir 1. maí á Strandarvelli með því að SMELLA HÉR: Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokk Verðlaun með og án forgjafar: verðlaun – Gjafabréf frá Grillbúðinni Kr. 60.000,- verðlaun – Gjafabréf frá Grillbúðinni Kr. 30.000,- verðlaun – Gjafabréf frá Grillbúðinni Kr. 10.000,- Nándarverðlaun á öllum par 3 holum og fyrir lengsta dræf á 18. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 22:30

Saga stóð sig vel á 2 mótum í Bandaríkjunum

Saga Traustadóttir, GR, tók þátt í tveimur golfmótum í Bandaríkjunum um páskana. Fyrra mótið sem Sara spilaði í var 68th Sacramento City Junior Easter Championship, en það fór fram 11.-12 apríl á Bing Maloney golfvellinum i Sacramento. Þátttakendur voru 30 og varð Saga T-6 þ.e. deildi 6. sætinu með 2 öðrum kylfingum. Saga lék á samtals 5 yfir pari, 151 höggi (76 75). Sjá má lokastöðuna á með því að SMELLA HÉR:  Hitt mótið sem Saga tók þátt í var San Francisco Junior Shootout. Mótið fór fram á golfvelli Rooster Run golfklúbbsins í San Francisco, dagana 15.-16. apríl 2017. Þar varð Saga í 2. sæti af 31. keppanda með skor upp á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halldór Tryggvi Gunnlaugsson – 25. apríl 2017

Það er Halldór Tryggvi Gunnlaugsson,  sem er afmæliskylfingur dagsins. Halldór Tryggvi fæddist  25. apríl 1957 og á því 60 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Halldór Tryggvi Gunnlaugsson – Innilega til hamingju með 60 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Henry Ciuci (f. 25. apríl 1903 – d. janúar 1986); Carl Jerome „Jerry“ Barber (f. 25. apríl 1916 – d. 23. september 1994); Christa Johnson, 25. apríl 1958 (59 ára); Friðrik Sverrisson, 25. apríl 1968 (49 ára);  Wes Martin, 25. apríl 1973 (44 ára); Grégory Bourdy, 25. apríl 1982 (35 ára) …. og …… Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 15:00

LPGA: Ólafía Þórunn tekur þátt í Texas Shootout nú um helgina

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Volunteers of America Texas Shootout mótinu. Mótið, sem fer fram í Irving, Texas 27.-30. apríl 2017 er gríðarlega sterkt og langur biðlisti að komast inn í það. Meðal þátttakenda eru m.a. nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, hin tvítuga Lydia Ko; nr. 3 Ariya Jutanugarn, nr. 4 In Gee Chun, nr. 5 Lexi Thompson, nr. 6 Shanshan Feng og svo mætti lengi telja. Reyndar er óhætt að segja að næstum allar heimsins bestu taki þátt í mótinu! Eins eru margir fyrrverandi nr. 1 á heimslista kvenna s.s. Stacy Lewis og Yani Tseng. Sjá má lista yfir þátttakendur með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 14:00

Gary Lineker ofl gagnrýna gagnrýna grein Irish Independant um brúðkaup Rory

Rory McIlroy kvæntist Ericu Stoll í Ashford kastala, nálægt hinum rólega Mayo bæ á Írlandi s.l. laugardag. Allt var gert til að engar myndir af brúðkaupinu, brúðhjónunum né veislunni bærust í fjölmiðla. M.a. var gestum sagt að mæta ekki með farsíma ef einhver kynni að freistast til að lauma einni mynd á félagsmiðlana…. og allir virðast hafa haldið sig við það. Eins voru engin viðtöl veitt og fjöldi öryggisvarða sá til þess að engum óboðnum tækist að laumast til að vera við athöfnina. Þessi leynd yfir öllu og lítill aðgangur fjölmiðla að atburðinum fór í taugarnar á Michael O’Doherty sem skrifar fyrir Irish Independent. Hann sagði m.a. í grein um Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar T-47 e. 1. dag CMU Eagle Open

Arnar Geir Hjartarson, GSS og félagar í Missouri Valley taka þátt í CMU Eagle Open. Mótið fer fram á Hail Ridge golfvellinum í Boonville, Missouri dagana 24.-25. apríl 2017 og lýkur því í dag. Arnar Geir lék 1. hring á 82 höggum og er T-47 – Þrír deila 47. sætinu með Arnari Geir og nokkuð fyndið að einn af þeim heitir Sergio Garcia. Þátttakendur í mótinu eru 66. Lið Arnars Geirs, Missouri Valley B er T-4 eftir 1. dag af 12 háskólaliðum, sem keppa í mótinu. Sjá má stöðuna eftir 1. dag CMU Eagle Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 10:30

David Howell bendir sjálfur á reglubrot sitt og gefur frá sér mótstékkann

Enski kylfingurinn David Howell er skínandi dæmi þess að enn eru til herramenn í golfíþróttinni, sem sýna og sanna að golfið er herramannsíþrótt. Howell neitaði að taka við tékk fyrir árangur sinn í Shenzhen Open, eftir að gera sér grein fyrir að hann hefði líklega brotið golfreglurnar. Howell, sem tvívegis hefir verið í Ryder bikars liði Evrópu, var ekki viss um að hann hefði lagt boltann frá sér á réttum stað við 15. braut á 2. hring mótsins og fór sjálfur til dómara eftir mótið til viðræðna við dómara. Þeir kváðu upp með það að Howell hefði ekki spilað boltanum frá réttum stað og að um golfreglubrot væri að ræða. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 10:00

Fowler á föstu á ný?

Í fyrradag birtu Rickie Fowler og Allison Stokke ljósmynd af sér þar sem þau voru á Circuit of the Americas kappakstursbrautinni að fylgjast með Red Bull Grand Prix, en Red Bull er styrktaraðili Rickie. „Ég vann“ skrifaði Rickie og Allison svaraði honum „Var ekki jafnt?“ Mjög líklegt er að þau hafi bara verið á stefnumóti og að skemmta sér um helgina en The New York Post og ýmsir golffréttamiðlar hafa látið í veðri vaka að þarna sé á ferðinni meira en vinskapur. Áður en myndirnar birtust var talið að Rickie væri ekki með neinni. Hann grínaðist m.a. með það fyrir stuttu í Bahamas fríi sínu sem hann, Jordan Spieth, Smylie Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már, Aron og Louisiana luku leik í 10. sæti

Sun Belt Conference Championship fór fram á Raven golfvellinum í Destin, Flórída og lauk því í gær. Meðal keppenda voru The Ragin Cajuns, golflið Louisiana Lafayette háskólans, þar sem kepptu þeir Ragnar Már Garðarsson, GKG og Aron Júlíusson, GKG. Ragnar Már lék á samtals 8 yfir pari, 221 höggi (73 77 71) og lauk keppni T-28, þ.e. deildi 28. sætinu með 5 öðrum. Aron lék samtals á 24 yfir pari, 237 höggum (83 76 78) og varð í 58. sæti í einstaklingskeppninni. The Ragin Cajuns höfnuðu í 10. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Sun Belt Conference Championship með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 08:00

Heimslistinn: Chappell kominn í 23. sætið

Helsta breytingin á heimslistanum er sú að Kevin Chappell, sá sem sigraði svo glæsilega á Valero Texas Open fer úr 41. sætinu í það 23, en það er stökk upp á við um 18 sæti. Eins fer Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger upp um 13 sæti fyrir sigur sinn á Evrópumótaröðinni, þ.e. á Shenzhen Open, var í 43. sæti en er nú kominn í 30. sæti. Annars er allt óbreytt á topp-10 á heimslistanum og bara nokkur stöðugleiki sem einkennir hann þessa vikuna. Þessir eru á topp-10:  1 Dustin Johnson 2 Rory McIlroy 3 Jason Day 4 Hideki Matsuyama 5 Jordan Spieth 6 Henrik Stenson 7 Sergio Garcia 8 Justin Rose 9 Lesa meira