Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Frábært hjá Guðrúnu Brá!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Fresno State var valin til að spila í NCAA Division I Women’s Golf Regionals! Það eru bara bestu kylfingarnir á háskólastiginu innan ákveðinna svæða sem fá að taka þátt í Regionals og kemur s.s. ekkert á óvart að Guðrún Brá skuli vera þar á meðal. Guðrún mun spila í Regionals í Albuquerque, dagana 8.-10. maí n.k. Að vera valin í Regionals í Bandaríkjunumer mikill heiður og var fjallað sérstaklega um útnefningu Guðrúnar Brá á heimasíðu Fresno State – Sjá má greinina með því að SMELLA HÉR:  Í viðtali við Fresno State, sem lesa má á heimasíðunni segir Guðrún Brá m.a.: „Ég var súper ánægð þegar ég sá nafnið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Friðmey Jónsdóttir – 27. apríl 2017

Það er Friðmey Jónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Friðmey er fædd 27. apríl 1987 og því 30 ára stórafmæli í dag! Friðmey er í Golfklúbbnum Leyni (GL) á Akranesi. Hún er frábær kylfingur, hefir m.a. orðið klúbbmeistari GL 2006 og 2010. Friðmey er af mikilli golffjölskyldu af Skaganum, en hún er eldri systir Valdísar Þóru Jónsdóttur, sem er einn besti kvenkylfingur Íslands og á auk þess 2 bræður, foreldra, afa og ömmu og jafnvel bræður mömmu hennar og einn bróðir pabba hennar spila öll golf. Hér að neðan má komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska honum til hamingju með afmælið. Friðmey Jónsdóttir · 30 ára – Innilega til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2017 | 12:00

Lexi brotnaði niður á blaðamannafundi v/ spurningu um reglubrot sitt – Myndskeið

Lexi Thompson brotnaði saman og grét þegar rætt var við hana um umdeilt víti sem hún hlaut á 1. risamóti ársins ANA Inspiration, sem varð til þess að hún varð af titlinum. Rætt var um reglubrot Thompson á blaðamannafundi í gær, fyrir Texas Shootout sem hefst í kvöld í Irving, Texas. „Erfiðasti hlutinn var bara að fara í gegnum þetta,“ sagði hin 22 ára Lexi, áður en hún tók sér 45 sekúndna hlé þar sem hún var að berjast við að ná tökum á sjálfri sér og halda aftur af tárunum. „Ég held að ég hafi aldri spilað betur þannig að þetta skyldi gerast var bara martröð.“ Sjá myndskeiðið af Lexi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2017 | 10:00

Pro Golf: Þórður Rafn T-37 e. 1. dag í Austurríki

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Haugschlag NÖ Open 2017, en mótið er hluti af Pro Golf mótaröðinni þýsku. Mótið fer fram dagana 26.-28. apríl 2017 í Haugschlag, Austurríki. Þórður Rafn lék 1. hring á sléttu pari, 72 höggum – fékk 3 fugla og 1 þrefaldan skolla og er T-37. Eftir 2. hring verður skorið niður og leika efstu 40 áfram um helgina Sjá má stöðuna á Haugschlag NÖ Open 2017 með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2017 | 08:00

Garreth Maybin hættur í golfi

Atvinnukylfingurinn Gareth Maybin tilkynnti að hann sé hættur í golfi, aðeins 36 ára. Maybin hefir verið að kljást við úlnliðsmeiðsl frá árinu 2015 og dró sig m.a. þess vegna úr Johannesburg Open sl. febrúar. Hann missti líka kortið sitt á Evróputúrnum í lok árs 2014 og viðurkenndi í fréttatilkynningu sem hann lét frá sér fara að sl. ár hafi verið „krefjandi.“ Maybin gerðist atvinnumaður í golfi 2015 og hefir keppt bæði á Opna breska og Opna bandaríska. Hann var býsna nálægt því að vinna 3. sigur sinn á Evróputúrnum 2008, en tapaði í bráðabana á South African Open. Norður-Írinn lauk 2010 keppnistímabilinu á topp-40 á stigalista Evrópu, en allt frá þeim góða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2017 | 20:45

PGA: Koepka bræður paraðir saman á Zurich Classic „Við drepum hvor annan eða þetta verður frábært“

Bræðurnir Brooks og Chase Koepka eru paraðir saman á móti vikunnar á PGA Tour, sem er Zurich Classic og hefst á morgun. „Við drepum hvor annan eð aþetta verður frábær vika,“ sagði Brooks. Brooks er eldri bróðir (26) ára hins 23 ára Chase, en Zurich Classic er fyrsta mót hans á PGA Tour. Chase spilaði áður í bandaríska háskólagolfinu með liði University of South Florida og hefir auk þess spilað á Evrópumótaröðinni og Áskorendamótaröð Evrópu. „Þetta verður bara gaman,“ sagði Brooks Koepka. „Öll fjölskyldan verður hér, þannig að þetta verður gaman fyrir þau.“

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Laufey Sigurðardóttir – 26. apríl 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Laufey Sigurðardóttir, GO. Laufey er fædd 26. apríl 1967 og á því 50 ára stórafmæli í dag Laufey hefir tekið þátt í mörgum innanfélagsmótum, m.a. púttmótum hjá GO sem opnum mótum og staðið sig vel. Laufey er gift Bjarka Sigurðssyni og eiga þau synina Sigurð Björn og Arnór Inga. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Laufey Sigurðardóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mac O’Grady, 26. apríl 1951 (66 ára); Nancy Scranton, 26. apríl 1961 (56 árs); Edda Björk Magnúsdóttir, 26. apríl 1965 (52 ára); Clodomiro Carranza, 26. apríl Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2017 | 14:00

Champions Tour: Miguel Angel Jimenez spilar á Dick´s Open

Spænski kylfingurinn vinsæli, Miguel Angel Jimenez, hefir staðfest þátttöku sína á Dick’s Sporting Goods Open, sem fram fer 18.-20. ágúst á En-Joie golfvellinum. Hinn 53 ára Jimenez hefir sigrað á einu móti á ári á Öldungumótaröð PGA Tour (Champions Tour) frá því hann fékk þátttökurétt árið 2014. Í sumar mun hann í fyrsta sinn taka þátt á En-Joie. Jimenez er elsti kylfingurinn til þess að sigra á móti Evrópumótaraðarinnar (50 ára og 133 daga gamall) en sá sigur kom á Open de Espana í maí 2014. Af 26 mótum, sem hann hefir spilað á Champions Tour hefir Jimenez 17 sinnum orðið meðal 10 efstu. Hann hefir sigrað í 21 móti Evrópumótaraðarinnar og á 7 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2017 | 12:00

Golfútbúnaður: Titleist setur á markað bronslituð Vokey SM6 fleygjárn

Vokey’s M Grind SM6 fleygjárnin, munu fást í takmarkaðan tíma, með burstaðri bronsáferð. Hver kylfa kosta $ 199 í Bandaríkjunum (u.þ.b. 22.000 ísl.k kr.) Áferðin fæst með því að borið er svart oxíð á kylfurnar, sem síðan er burstað til þess að koparlitt járnið sjáist undir því. Koparliturinn sést því meira sem kylfan er meira notuð. M Grind er vinsælasta Vokey kylfan ætluð kylfingum með hlutlausa sveiflu sem spila í meðal til harðra aðstæðna og hentar því fjölda kylfinga. Bronslituðu fleygjárnin koma á markað í Bandaríkjunum 12. maí n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2017 | 10:00

LPGA: Ráshópur Ólafíu liggur f. – Alfreð Brynjar verður aðstoðarmaður hennar í Texas

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður á meðal keppenda á Volunteers of America Texas Shootout mótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið fer fram á Las Colinas vellinum í Texas en þetta er í fimmta sinn sem mótið fer fram. Þetta verður fimmta mótið á LPGA mótaröðinni hjá Ólafíu Þórunni á þessu tímabili. Hún hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur síðustu mótum eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótum tímabilsins. Alfreð Brynjar Kristinsson, bróðir Ólafíu, og afrekskylfingur úr GKG verður aðstoðarmaður Ólafíu Þórunnar á þessu móti. Ólafía Þórunn verður í ráshóp með Dori Carter frá Bandaríkjunum og Giulia Molinaro frá Ítalíu fyrstu tvo keppnisdagana. Þær hefja leik kl. Lesa meira