Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2017 | 08:15

LPGA: Moriya Jutanugarn fékk ás á 2. degi í Texas!

Moriya Jutanugarn frá Thaílandi fékk ás á 2. hring Volunteers of America Texas Shootout presented by JTBC. Ásinn kom á par-3 13. brautinni á Las Colinas Country Club í Irving, Texas, þar sem mótið fer fram. Við höggið góða notaði Moriya 9-járn. „Ég reyndi að hitta beint aá pinnann og ég get slegið býsna beint þannig að ég vissi að hann færi nálægt. Ég var heppin en þetta var líka gott högg,“  sagði Moriya himinlifandi með að hafa farið holu í höggi. Moriya átti hring upp á 5 undir pari, 66 högg og er sem stendur T-4 í mótinu. „Ég hef verið að spila býsna stöðungt og átti fullt af góðum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2017 | 07:44

LPGA: Nomura efst í Texas – Ólafía T-34 – Hápunktar 2. dags

Það er hin japanska Haru Nomura, sem er í forystu í hálfleik á Volunteers of America Texas Shootout presented by JTBC. Hún er búin að spila á samtals 9 undir pari, 133 höggum (68 65). Í 2. sæti er Ariya Jutanugarn á samtals 8 undir pari og í 3. sæti norska frænka okkar Suzann Pettersen á samtals 7 undir pari. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk 2. hring T-34 þ.e. er jöfn og deilir 34. sætinu með 9 öðrum kylfingum þ.á.m. nr. 5 á Rolex-heimslista kvenna, Lexi Thompson. Ólafía Þórunn er þar með komin í gegnum niðurskurð í 3. sinn af 6 LPGA mótum, sem hún hefir spilað í. Á 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2017 | 07:00

PGA: Blixt og Smith leiða á Zurich Classic – Hápunktar 2. dags

Það eru Svíinn Jonas Blixt og Cameron Smith frá Ástralíu sem eru í forystu á Zurich Classic í hálfleik. Þeir hafa samtals spilað á 15 undir pari (67 62). Í 2. sæti eru Bandaríkjamennirnir Patrick Reed og Patrick Cantlay á samtals 14 undir pari (68 62). Til þess að sjá stöðuna á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2017 | 18:04

LPGA: Ólafía Þórunn flýgur upp skortöfluna!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnkylfingur úr GR, flýgur upp skortöfluna þessa stundina á 2. hring Texas Shootout. Þegar þetta er ritað kl. 18:00 að íslenskum tíma á Ólafía eftir að spila 3 brautir og er T-18, þ.e. jöfn nokkrum öðrum í 18. sæti. Hún er búin að eiga geggjaðan, skollalausan hring, fram að þessu – búin að fá 5 fugla þegar á eftir að spila 3 holur. Já, það er allt útlit fyrir að hún komist í gegnum niðurskurð í þessu móti!!! Glæsilegt!!! Fylgjast má með Ólafíu á skortöflu með því að SMELLA HÉR: Og hér má fylgjast með gangi mála á Twittersíðu GSÍ SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þór Ríkharðsson – 28. apríl 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Þór Ríkharðsson, en hann er fæddur 28. apríl 1985 og á því 32 ára afmæli í dag. Þór er í Golfklúbbi Sandgerðis (GSG). Þór var fyrir ári á besta skorinu (71 glæsihöggi) í afmælismóti Golfklúbbs Sandgerðis, sem þá fagnaði 30 ára merkisafmæli sínu … en Þór er 1 ári eldri en klúbburinn!!! Nú á sunnudaginn efnir klúbburinn til glæsilegs Afmælis Texas Scrambles og er vonast til að sem flestir mæti.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið, hér fyrir neðan: Þór Ríkharðsson 28. apríl 1985 (32 ára afmæli – Innilega til hamingju Þór!!!) Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2017 | 13:00

GSG: Mætið öll á afmælismótið n.k. sunnudag!!!

Í tilefni 31 árs afmæli Golfklúbbs Sandgerðis verður slegið upp glæsilegu Texas Scramble móti sunnudaginn 30.apríl. Glæsileg verðlaun ásamt nándarverðlaunum. Deilt verður í samanlagða forgjöf kylfinga með 3, þó geta lið ekki fengið hærri forgjöf en forgjafalægri kylfingurinn í viðkomandi liði. Hámarksforgjöf kvenna er 36 og hámarksforgjöf karla er 28. Verðlaun: 1.sæti: 2 x Premium aðgangur fyrir 2 í Bláa Lónið og þriggja rétta máltíð fyrir tvo á Lava ásamt glaðningi frá Stella Artois. 2.sæti: 2 x Fjölskyldukort í Bláa Lónið og þriggja rétta máltíð fyrir tvo á Lava ásamt glaðningi frá Stella Artois. 3.sæti: 2 x Kassi frá Vífilfelli ásamt glaðningi frá Stella Artois. 4 sæti: 2 x Rúta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2017 | 12:00

Pro Golf: Frábær hringur Þórðar Rafns upp á 67 telur ekki!!!

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tók þátt í Haugschlag NÖ Open 2017, en mótið er hluti af Pro Golf mótaröðinni þýsku. Mótið átti að fara fram dagana 26.-28. apríl 2017 í Haugschlag, Austurríki, en vegna snjókomu var mótið stytt í 1 hrings mót!!! Þórður Rafn átti glæsilegan 2. hring og kom í hús með skor upp á 5 undir pari, 67 högg – hring þar sem hann fékk 8 fugla og 3 skolla. Þórður Rafn lék 1. hring á sléttu pari, 72 höggum – fékk 3 fugla og 1 þrefaldan skolla og var T-37 eftir 1. dag; en eftir glæsilegan 2. hring upp á 67 högg var hann búinn að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2017 | 10:00

PGA: Palmer og Spieth jafnir Ruffels og Stanley í 1. sæti e. 1. dag Zurich Classic

Það eru Jordan Spieth og Ryan Palmer sem leiða eftir 1. dag Zurich Classic, ásamt þeim Kyle Stanley og Ryan Ruffels – Þeir eru allir á 6 undir pari e. 1. hring. Fjögur önnur tveggja kylfings holl eru fast á hæla þeirra, allir á 5 undir pari, en þetta eru: Jonas Blixt og Cameron Smith;  KJ Choi og Charlie Wi; Ben Martin og Ben Crane og loks Charley Hoffman og Nick Watney. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2017 | 08:00

Evróputúrinn: Larrazábal leiðir í Kína – Hápunktar 2. dags

Spænski kylfingurinn Pablo Larrazábal leiðir eftir 2. hring Volvo China Open. Larrazábal er búinn að spila samtals á 14 undir pari, 130 höggum (64 66). Í 2. sæti eru forystumaður 1. dags, Frakkinn Alexander Levy, sem deilir 2. sætinu með Dylan Fritelli frá S-Afríku, en báðir hafa þeir samtals spilað á 11 undir pari, hvor og eru því 3 höggum á eftir Larrazábal. Til þess að sjá stöðuna á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2017 | 02:00

LPGA: Ólafía Þórunn T-87 e. 1. dag á Texas Shootout

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, deilir 87. sætinu eftir 1. dag á Volunteers of America Texas Shootout presented by JTBC, með 13 öðrum kylfingum, þ.á.m. fv. liðsfélaga sínum úr Wake Forest, Cheyenne Woods. Ólafía lék á 3 yfir pari, 74 höggum; fékk 2 fugla og 5 skolla. Hún er rétt undir niðurskurðarlínunni, en til að ná honum þarf að spila 1 höggi betur, eins og staðan er núna. Spennan er hvort Ólafíu Þórunni takist að komast í gegnum niðurskurð á morgun. Í efsta sæti e. 1. dag er Mi Jung Hur, frá S-Kóreu,  en hún lék 1. hring á 6 undir pari, 65 glæsihöggum!!! Til þess að sjá hápunkta Lesa meira