Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2017 | 20:00

GSG: Buffalo Wild Wings sigruðu á Texas Scramble Afmælismótinu

Afmælismót Golfklubbs Sandgerðis – Texas Scramble fór fram í dag, sunnudaginn 30. apríl 2017. í blíðskapar veðri. Góð þátttaka var í mótinu og tóku 72 kylfingar þátt. Úrslit urðu eftirfarandi: 1.sæti – Buffalo Wild Wings 59 högg 2.sæti – Tveir harðir 63 högg 3.sæti – Molarnir 64 högg 4.sæti – Fallegur hægri sveigur 64 högg 5.sæti – Los Cuapos 64 högg. Næstur holu á 2. braut: Hafþor Barði Birgisson 4,50m. Næstur holu á 15.braut: Brynjar Jónsson 0,83m. Vinningshafar geta nálgast vinninga upp í skala eftir helgi. Golfklúbbur Sandgerðis þakkar keppendum fyrir þátttökuna og einnig kveðjurnar.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Daði Laxdal Gautason – 30. apríl 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Daði Laxdal Gautason. Daði, sem er í NK er fæddur 30. apríl 1994 og á því 23  ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Daða til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Daði Laxdal Gautason (Innilega til hamingju með 23 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ingvar Hólm Traustason  30. apríl 1954 (63 ára); Elín Guðmundsdóttir , 30. apríl 1958 (59 ára); Voga Handverk (56 ára); Lopapeysur Og Ullarvörur (37 ára) Sophia Sheridan, 30. apríl 1984 (33 ára) Sjá eldri afmælisgrein um Sheridan með því að SMELLA HÉR: ; Ólöf Agnes Arnardóttir, GO, 30 apríl 1998 (19 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2017 | 10:00

Evróputúrinn: Levy sigraði á Volvo China Open – Hápunktar 4. dags

Það var Frakkinn Alexander Levy sem stóð uppi sem sigurvegari á Volvo China Open. Hann lék á samtals á 17 undir pari, 271 höggi líkt og Dylan Fritelli frá S-Afríku og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Levy sigraði þegar á 1. holu bráðabanans; sem var par-5 18. holan, fékk fugl. Til þess að sjá hápunkta 4. hrings Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2017 | 08:00

Poulter hlýtur kortið sitt á PGA að nýju viku eftir að hann missti það

Ian Poulter hefir hlotið kortið sitt á PGA Tour að nýju viku eftir að hann missti það. Golf 1 var m.a  með frétt þess efnis að Poulter hefði misst kort sitt – Sjá með því að SMELLA HÉR:  En PGA mótaröðin reiknaði út punktastöðu Poulter að nýju eftir annarri formúlu og með hliðsjón af því hversu mikið hann hefir verið frá keppni vegna veikinda. Niðurstaðan: Poulter fær að halda korti sínu út keppnistímabilið. Hann hefir því enn tækifæri að koma punktastöðu sinni og verðlaunafé í það horf að hann haldi korti sínu á PGA Tour áfram!  

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2017 | 07:00

PGA: Blixt og Smith enn í forystu Zurich Classic – Hápunktar 3. dags.

Það eru Jonas Blixt og Cameron Smith sem eru enn í forystu eftir 3. keppnisdag á Zurich Classic. Þeir hafa spilað á samtals 19 undir pari (67 62 68). Í 2. sæti á samtals 15 undir pari eru annars vegar Kevin Kisner og Scott Brown og hins vegar Charley Hoffman og Nick Watney. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2017 | 19:30

LPGA: Ólafía Þórunn á 79 og T-65 e. 3. dag í Texas

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir átti í dag erfiðan 3. hring á Volunteers of America Texas Shootout presented by JTBC upp á 79 högg. Tekið skal fram að fleiri keppendur en Ólafía voru með há skor en ansi hvasst var í Irving, Texas, þar sem mótið fer fram. Eins og segir var Ólafía á 8 yfir pari, 79 höggum í dag á hring þar sem hún fékk 1 fugl, 12 pör, 2 skolla, 2 tvöfalda skolla og 1 þrefaldan skolla. Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 7 yfir pari, 220 höggum (74 67 79) og er T-65 eftir 3. keppnisdag í mótinu. Í efsta sæti er japanski kylfingurinn Haru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Johnny Miller —- 29. apríl 2017

Afmæliskylfingur dagsins er golffréttamaðurinn kjaftfori og skoðanaríki Johnny Laurence Miller. Hann er fæddur 29. apríl 1947 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Miller gerðist atvinnumaður í golfi 1969 og á 35 alþjóðlega sigra undir beltinu þ.á.m. 25 sigra á PGA Tour.  Hann sigraði þ.á.m. tvívegis í risamótum: Opna bandaríska 1973 og Opna breska 1976. Johnny er kvæntur eiginkonu sinni Lindu og saman eiga þau 6 börn: Andy Miller, John Miller Jr., Todd Miller, Kelly Miller, Scott Miller og Casie Miller. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Meg Farquhar (skosk) f. 29. april 1910 – d. 9. nóvember 1988; Allan George Balding f. 29. apríl 1924 – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2017 | 14:00

PGA: Víti gefið í 1. skipti í 22 ár á PGA Tour f. of hægan leik

PGA Tour veitti fyrsta vítið í 22 ár á 1. hring  Zurich Classic of New Orleans sl. fimmtudag. Þeir sem voru svo óheppnir að fá vítið voru Miguel Angel Carballo og Brian Campbell en báðir tóku sér allt of mikinn tíma að slá (skv. núgildandi reglum hefir hver kylfingur 40 sekúndur að slá). Aðeins er veitt 1 víti og það aðeins eftir að uppvíst hefir orðið um hægan leik tvívegis – í fyrra skiptið er bara áminnt. Carballo og Cambell léku á 2 yfir pari, 74 höggum á 1. hring. Í fyrsta skipti, sem PGA Tour veitti víti fyrir of hægan leik, var 1995 þegar Glen Day hlaut víti á 3. hring Honda Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli T-1 e. 1. dag MAC Championship

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og golflið þeirra í bandríska háskólagolfinu, Kent State taka þátt í MAC Men´s Golf Championship. Mótið fer fram í The Virtues Golf Club í Nashport, Ohio. Eftir 1. dag er Gísli í efsta sæti, sem hann deilir með Johnny Watts, frá Ball State. Báðir léku þeir fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 6 undir pari; Gísli (68 70) og Johnny (69 69) og hafa 2 högga forskot á næstu tvo keppendur. Bjarki lék fyrstu tvo hringina á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (72 77) og er T-14 af 45 keppendum. Kent State er í efsta sæti í liðakeppninni af 9 liðum, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2017 | 10:00

Evróputúrinn: Fritelli í forystu á Volvo China Open – Hápunktar 3. dags

Það er Dylan Fritelli frá S-Afríku sem er í forystu á Volvo China Open. Fritelli er búinn að spila á samtals 19 undir pari, 197 höggum (70 63 64). Í 2. sæti er spænski kylfingurinn Pablo Larrazábal á samtals 16 undir pari, eða 3 höggum á eftir Fritelli. Til þess að sjá stöðuna á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: