Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2017 | 22:00

Hver er kylfingurinn: Harukyo Nomura?

Japanski kylfingurinn Haru Nomura, sem reyndar heitir fullu nafni Harukyo Nomura  (á japönsku: 野村敏京; á kóreönsku: 문민경); sigraði í gær á Volunteers of America Texas Shootout, þar sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir komst ekki í gegnum 2. niðurskurð eftir 3. hring. Nomura er e.t.v. ekki þekktasti kylfingur LPGA og því ekki að undra að sumir spyrji: Hver er kylfingurinn? Haru Nomura fæddist 25. nóvember 1992 í Yokohama í Japan og er því 24 ára. Nomura á kóreanska móður og japanskan föður og fluttist til S-Kóreu þegar hún var 5 ára og bjó í Seúl höfuðborg S-Kóreu þar til hún útskrifaðist frá Myongji menntaskólanum. Árið 2011 valdi hún japanskt þjóðerni og keppir því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2017 | 21:00

GHR: Haukur Már og Jón Steinar sigruðu í 1. maí móti GHR og Grillbúðarinnar

Í dag fór fram á Strandarvelli á Hellu 1. maí mót GHR og Grillbúðarinnar. Vont veður (rigning og hvassviðri) setti strik í reikninginn – upphaflega voru 157 skráðir til keppni – loks voru einungis 81 skráður og þar af luku 60 keppni. Sem fyrr var mótsfyrirkomulag höggleikur með og án forgjafar. Í höggleik án forgjafar sigraði Haukur Már Ólafsson, GKG, en hann lék Strandarvöll á 7 yfir pari, 77 höggum. Höggleikinn með forgjöf sigraði síðan klúbbfélagi Hauks Más, Jón Steinar Ingólfsson, GKG, en hann lék á 87 höggum sem nettó með forgjöf var 71 högg! Sjá má úrslit í höggleik án forgjafar hér að neðan: 1 Haukur Már Ólafsson GKG Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2017 | 20:00

PGA: Saga Mike Reasor sem lék síðustu 2 hringi á PGA Tour móti á 124-113 f. 43 árum!!!

Saga atvinnukylfingsins Mike Reasor er nokkuð sérstök. Hann á einhverja hæstu tvo hringi sem leiknir hafa verið af atvinnukylfingi á PGA Tour og þessir tveir hringir voru leiknir í þessari viku fyrir nákvæmlega 43 árum. Reasor komst í gegnum niðurskurð á Tallahassee Open, sem þá var mót á PGA Tour  1974 og var á 1 undir pari, 71 höggi á 2. hring. Hins vegar lék hann 3. hring á 124 höggum og lokahring mótsins á 113 höggum og það sem er undarlegt er að e.t.v. eru þetta einhver mestu afrek hans á golfsviðinu. Reasor lék á PGA Tour á árunum 1969-1978.  Hann sigraði aldrei í móti en átti 10 topp-10 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Guðmundsdóttir – 1. maí 2017

Það er Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingibjörg er fædd 1. maí 1964. Hún er eigandi golfvefverslunarinnar Hissa.is, þar sem margt skemmtilegt fyrir kylfinginn fæst m.a. hinir vinsælu SeeMore pútterar, japönsku Miura kylfurnar og SNAG golfkennsluútbúnaðurinn. Auk þess eru margir eigulegir smáhlutir sem fást s.s. tí, boltamerki, birdiepelar o.m.fl. Hægt er að smella á auglýsingu Hissa.is hér á síðunni til þess að sjá úrvalið. Ingibjörg er gift Magnúsi Birgissyni (Magga Birgis) golfkennara og eiga þau tvo stráka Pétur og Birgi Björn. Komast má á facebooksíðu Ingibjargar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ingibjörg Guðmundsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2017 | 15:00

PGA: Blixt og Smith sigruðu í bráðabananum á Zurich Classic!

Það voru Svíinn Jonas Blixt og Ástralinn Cameron Smith sem stóðu uppi sem sigurvegarar í bráðabananum gegn Scott Brown og Kevin Kisner, á Zurich Classic í dag. Par-5 18. holan á TPC Louisiana var spiluð tvívegis án þess að niðurstaða fengist í bráðabananum. Þá var farið á par-3 9. holuna og bæði lið á parinu og allt hnífjafnt. Þá var aftur farið á par-5 18. holuna og þar fengu þeir Blixt/Smith fugl meðan Brown/Kisner töpuðu á parinu. Sjá má lokastöðuna á Zurich Classic með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2017 | 07:00

384 kylfingar keppa í 3 mótum 1. maí 2017!

Það er kominn 1. maí og árið flýgur í burtu á eldingshraða – bara 1/2 ár til jóla! …. og síðustu jól nýbúin, að því er virðist. 1. maí fagnar landsmönnum hér fyrir sunnan með rigningu og 4-10° hita og við þannig aðstæður munu langflestir hér sunnanlands spila í dag. Það eru 384 (157 + 56 + 171 )  kylfingar, sem munu munda kylfuna í 3 mótum í dag. Þetta er fjölgun um 108 frá því í fyrra, 2016, en þá tóku aðeins 276 þátt í 2 mótum sem haldin voru hjá GHR og GM. Þar af voru 23 kvenkylfingar eða 8% þátttakenda. Hins vegar er um  fækkun um 157 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2017 | 02:00

PGA: Bráðabana þarf til að knýja fram úrslit á Zurich Classic

Seinna í dag verður að fara fram bráðabani milli þeirra Jonas Blixt og Cameron Smith annars vegar og Kevin Kisner og Scott Brown hins vegar. Þá verður par-5 18. braut TPC Louisiana í Avondale spiluð að nýju til að knýja fram úrslit í Zurich Classic. Blixt/Smith voru búnir að vera í forystu mestallt mótið en Brown/Kisner tókst að jafna í gær, á frábærum hring, þar sem þeir komu í hús með 12 fugla! Báðar kylfingstvenndir eru því búnar að spila á samtals 27 undir pari, 261 höggi; Blixt/Smith (67 62 68 64) og Brown/Kisner (70 64 67 60). Allt jafnt og í stáli þar til bráðabaninn fer fram seinna í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2017 | 23:59

LPGA: Nomura sigraði á Texas Shootout e. bráðabana við Kerr

Það var japanski kylfingurinn Haru Nomura, sem sigraði á Volunteers of America Texas Shootout mótinu. Nomura og Cristie Kerr voru efstar og jafnar eftir 72 holur og þurfti því að koma til bráðabana til að skera úr um úrslit í mótinu. Báðar höfðu þær spilað á 3 undir pari, 281 höggi. Par-5 18. holuna þurfti að spila alls 6 sinnum í bráðabana þar til úrslit réðust en á 6. holu sigraði Nomura með fugli meðan Kerr var á parinu. Skorið var niður í 2. sinn eftir 54 holur og komst Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir því miður ekki í gegnum 2. niðurskurð, en aðeins efstu 53 eftir 3 hringi fengu að spila Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2017 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli sigraði á MAC Men´s Championship

Gísli Sveinbergsson, GK, stóð uppi sem sigurvegari á MAC Men´s Championship, en mótið fór fram dagana 28. apríl-30. apríl 2017 í The Virtues Golf Club, í Nashport, Ohio. Sigurskor Gísla var 8 undir pari, 280 högg (68 70 71 71). Þetta er fyrsti sigur Gísla í einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu. Það var Gísli sem leiddi lið sitt, Kent State til sigurs, en Kent State varð einnig í 1. sæti í liðakeppninni –  – Stórglæsilegt!!! Bjarki Pétursson, GB, lauk keppni í mótinu T-19, en hann lék á samtals 12 yfir pari, 300 höggum (72 77 75 76). Sjá má lokastöðuna í MAC Men´s Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2017 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk keppni T-44 á Big Ten Championship

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota, tóku þátt í The Big Ten Championship. Mótið fór fram í Baltimore CC í Maryland, dagana 28.-30. apríl og lauk því í dag. Rúnar lék á samtals 13 yfir pari, 223 höggum (79 67 77) og lauk keppni T-44. Lið Rúnars, Minnesota, varð í 10. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna í The Big Ten Championship SMELLIÐ HÉR: