Ólafía Þórunn spilaði við Jon Rahm og Phil Mickelson
Ólafía Þórunn „okkar“var á KPMG degi, þar sem viðskiptavinir fyrirtækisins fengu tækifæri til þess að spila við kylfinga sem styrktir eru af KPMG. Ólafía Þórunn og Phil Mickelson eru bæði styrktarþegar KPMG og mættu á svæðið og spiluðu saman golf. Þarna var líka mættur spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem að vísu hlýtur ekki styrk frá KPMG en er þjálfaður af bróður Phil, Tim Mickelson. Sjá kynningu Golf 1 á Jon Rahm með því að SMELLA HÉR: Vel fór á með þeim Rahm og Ólafíu og voru þau m.a. að sýna hvort öðru „byssur“ sínar. Ólafía spilaði síðan einnig nokkrar holur með Rahm.
Asíutúrinn: Thaíland Open aftur á dagskrá e. 8 ára fjarveru
Thailand Open er nú að nýju mót á Asíutúrnum og mun fara fram dagana 18.-21. maí 2017, eftir að hafa legið niðri í 8 ár. Mótið mun fara fram í Thai Country Club in Bangkok og verðlaunaféð er um $ 300.000,- Sá sem er efstur á stigalista Asíutúrsins, Ástralinn Scott Hend og heimamennirnir Thongchai Jaidee og Kiradech Aphibarnrat hafa þegar tilkynnt þátttöku sína í Thaíland Open. Forseti thaílenska golfsambandsins (TGA), Rungsrid Luxsitanonda, sagði við þetta tilefni: „Sem aðstandendur Thaíland Open þá erum við ánægð að tilkynna að mótið verður hluti Asíutúrsins í þessum mánuði.“ „Þar sem efsti maður á peningalista Asíutúrsins, Scott Hend, og hetjur okkar Kiradech Aphibarnrat og Thongchai Jaidee hafa Lesa meira
Golfklúbbar á Austurlandi stilltu saman strengi
Golfsamband Íslands boðaði stjórnendur og starfsmenn golfklúbba á Austurlandi á fræðslufund á Egilsstöðum um helgina. Þar voru kynntar nýjungar í tölvukerfinu golf.is og markaðssetning á samfélagsmiðlum. Einnig fór Hörður Geirsson alþjóðadómari GSÍ yfir vorverk mótanefnda. Góðar umræður mynduðust á fundinum. Ljóst er að mikið sóknarfæri er í að kynna alla þessa náttúrulegu og skemmtilegu golfvelli á svæðinu. Texti: GSÍ
Pro Golf: Þórður Rafn á 74 á 1. degi
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á EXTEC Pro Golf Tour by Czech One Livescoring. Mótið fer fram á Ypsilon golfstaðnum, í Liberec, Tékklandi, dagana 2.-4. maí 2017. Á 1. degi lék Þórður Rafn á 2 yfir pari, 74 höggum – fékk 2 fugla, 2 skolla og einn tvöfaldan skolla. Hann er T-65, þ.e. deilir 65. sætinu með 17 öðrum kylfingum. Í efsta sæti eftir 1. dag er Þjóðverjinn Maximilian Walz, en hann lék á 5 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá stöðuna á EXTEC Pro Golf Tour by Czech One Livescoring SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Auður Guðjónsdóttir – 2. maí 2017
Það er Auður Guðjónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Auður er fædd 2. maí 1943 og á því 74 ára afmæli í dag!!! Auður er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebooksíðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Auður Guðjónsdóttir · 74 ára afmæli – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Joyce, 2. maí 1939 (78 ára); Real Areo Club de Vigo, 2. maí 1951 (66 ára); Herdís Sveinsdóttir, 2. maí 1956 (61 árs); Zhang Lian-wei, 2. maí 1965 (52 ára); Danny Turner, 2. maí 1966 (51 árs); Paul Oosthuizen, 2. maí 1968 Lesa meira
LET Access: Valdís Þóra hefur keppni nk. fimmtudag í Sviss
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL hefur keppni á fimmtudaginn á LET Access mótaröðinni en að þessu sinni verður leikið í Sviss. Mótið sem Valdís Þóra keppir í heitir VP Bank Ladies Open 2017 . LET Access mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu á eftir LET Evrópumótaröðinni, þar sem Valdís Þóra er með keppnisrétt. Valdís Þóra hefur leikið á þremur mótum á LET Evrópumótaröðinni og komist í gegnum niðurskurðinn á þeim öllum. Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á LET Access mótaröðinni á þessu ári. Hún lék á móti í Frakklandi í mars en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Valdís Þóra hefur keppni kl. 9:47 að staðartíma Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Alexander Lévy (II)?
Franski kylfingurinn Alexander Lévy sigraði á Volvo China Open á Evrópumótaröðinni nú um helgina. En hver er kylfingurinn? Alexander Lévy er fæddur 1. ágúst 1990 í Orange, Kaliforníu og því 26 ára. Lévy er franskur Gyðingur en foreldrar hans pabbinn (Phillippe) og móðir hans eru lyfjafræðingar. Þegar Lévy var 4 ára fluttist fjölskylda hans frá Bandaríkjunum til Bandol í Frakklandi, þar sem hann hefir búið síðan. Þegar hann var 14 ára fór hann í golfskóla franska golfsambandsins. Lévy er uppnefndur El Toro. Lévy átti mjög farsælan áhugamannsferil. Hann sigraði í French Amateur Championship árið 2009 og French International Amateur Championship 2010. Það ár (2010) var hann einnig í sigurliði Frakklands í Eisenhower Trophy Lesa meira
LPGA: Kerr biðst afsökunar á hægum leik í bráðabana
Í gær, daginn eftir að Cristie Kerr tapaði í bráðabananum fyrir japanska kylfingnum Haru Nomura, á Volunteers of America Texas Shootout, fór Cristie Kerr á Twitter og baðst afsökunar á hægum leik sínum í bráðabananum. Kerr og Nomura áttust við í mjög hvössum aðstæðum, en það tók þær 2 heila tíma að spila par-5 18. holuna 6 sinnum í röð. Nomura náði loks fugli á 6. holu bráðabanans og Kerr tapaði með pari. Judy Rankin, sem lýsti bráðabananum minntist oftar en einu sinni á það sem henni fannst af ásetningi hægur leikur Kerr við þessar erfiðu veðursaðstæður. Kerr fór á Twitter eins og segir og baðst afsökunar. Kerr tvítaði eftirfarandi: Congrats Lesa meira
PGA: Hápunktar bráðabanans á Zurich Classic – Myndskeið
Hér má sjá hápunkta í úrslitaviðureign þeirra Blixt/Smith og Brown/Kisner SMELLIÐ HÉR:
PGA: Smith orðlaus e. sigur á Zurich Classic – Myndskeið
Það voru miklar tilfinningar á Zurich Classic, sem yfirþyrmdu annan sigurvegarann hinn unga ástralska nýliða, Cameron Smith. Í viðtali eftir sigurinn lét hann hinn reyndari Jonas Blixt um að hafa orð fyrir þeim tveimur. Jafnvel þó spurningum væri beint að Smith …. var hann orðlaus. Smith virtist einfaldlega ekki vera að ná því að hann væri 1 milljón bandaríkjadala ríkari og ætti nú tækifæri á að spila á PGA. Sjá má fyndið myndskeið af viðtali við sigurvegara Zurich Classic þar sem Smith er orðlaus í orðsins fyllstu með því að SMELLA HÉR:










