Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2017 | 23:00

LPGA: Óvænt úrslit í Lorenu Ochoa holukeppninni

Í holukeppnum getur allt skeð; það vita flestir kylfingar. Í dag hófst Lorenu Ochoa holukeppnin og hófu 64 LPGA kylfingar keppni; Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir ekki þar á meðal. Ýmis óvænt úrslit eru eftir 64-manna keppnina og önnur sem koma minna á óvart. T.a.m. kom fæstum á óvart að nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Lydia Ko skyldi sigra heimakonuna Önu Menendez 3&2; það sem kom e.t.v. á óvart við þá viðureign var hversu lengi Ana stóð í hárinu á Ko. Það kom heldur ekkert á óvart að norska frænka okkar Suzann Pettersen, sem spilað hefir í 8 Solheim Cup keppnum vann nr. 131 á Rolex heimslistanum, Katie Burnett, 2&1. En Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2017 | 21:00

LET Access: Valdís Þóra T-8 e. 1. dag í Sviss

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hóf í dag keppni á VP Bank Ladies Open 2017. Mótið stendur dagana 4. -6. maí 2017 í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Sviss og keppendur eru 125. Valdís Þóra lék 1. hring á 2 undir pari, 70 höggum og er T-8 þ.e. deilir 8. sætinu með Elíu Folch frá Spáni. Á hringnum fékk Valdís Þóra 4 fugla, 12 pör og 2 skolla. Efst í mótinu eftir 1. dag eru hin enska Meghan Maclaren og Joana De Sa Pereira frá Portúgal, á 4 undir pari, 68 höggum, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á VP Bank Ladies Open 2017 SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2017 | 20:00

Nordic Golf League: Axel T-2 – efstur af Íslendingunum – e. 2. dag í Danmörku

Það eru 4 íslenskir kylfingar sem taka þátt í Bravo Tours Open – by Visit Tønder mótinu, sem fram fer dagana 3.-5. maí 2017 á Rømø golf linksaranum, einum fallegasta golfvelli Jótlands í Havneby. Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR. Af ofangreindum 4 kylfingum hefir Axel leikið best en eftir 2. keppnisdag er hann á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (73 72). Haraldur Franklín er T-14 á samtals 5 yfir pari (73 76) og Andri Þór T-23 á samtals 6 yfir pari (76 74). Guðmundur Ágúst komst ekki í gegnum niðurskurð, en hann var á óvenjulegu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bryndís María Ragnarsdóttir – 4. maí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Bryndís María Ragnarsdóttir. Hún er fædd 4. maí 1995 og á því 22 ára afmæli í dag. Bryndís er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Bryndísar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Bryndís María Ragnarsdóttir, GK – 22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charles Ross „Sandy“ Somerville, f. 4. maí 1903 – d. 17. maí 1991; Betsy Rawls, 4. maí 1928 (89 ára); Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir, GK, 4. maí 1959 (58 ára); Jyoti Randhawa, 4. maí 1972 (45 ára – Indverskur); Rory McIlroy, 4. maí 1989 (28 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2017 | 21:21

Nordic Golf League: Axel og Haraldur T-9 e. 1. dag í Danmörku

Það eru 4 íslenskir kylfingar sem taka þátt í Bravo Tours Open – by Visit Tønder mótinu, sem fram fer dagana 3.-5. maí 2017 á Rømø golf linksaranum, einum fallegasta golfvelli Jótlands í Havneby. Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR; Þeir Axel og Haraldur Franklín léku best Íslendinganna eru T-9 þ.e. jafnir 5 öðrum kylfingum í 9. sæti eftir 1. dag; en allir komu þeir í hús á 1 yfir pari, 73 höggum. Andri Þór lék á 4 yfir pari og er T-38 eftir 1. dag og Guðmundur Ágúst lék á 9 yfir pari, 81 höggi og er T-79 og eini Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2017 | 20:00

Pro Golf: Þórður Rafn úr leik

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, er úr leik á EXTEC Pro Golf Tour by Czech One Livescoring. Mótið fer fram á Ypsilon golfstaðnum, í Liberec, Tékklandi, dagana 2.-4. maí 2017 og var skorið niður í dag á 2. keppnisdegi. Þórður Rafn lék á 4 yfir pari, 148 höggum (74 74) og það dugði ekki en niðurskurður var miðaður við parið og betra. Í efsta sæti eftir 2. dag er Englendingurinn Ben Parker, en hann er samtals búinn að spila  á 9 undir pari, 135 höggum (68 67). Til þess að sjá stöðuna á EXTEC Pro Golf Tour by Czech One Livescoring SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Friðbjörnsson – 3. maí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Friðbjörnsson, fv. formaður Golfklúbbsins Kiðjabergs (GKB). Jóhann er fæddur 3. maí 1959 og því 58 ára í dag. Jóhann er kvæntur Regínu Sveinsdóttur. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju má komast á Facebook síðu hans hér Jóhann Friðbjörnsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: (Robert) Bob McCallister, 3. maí 1934 (83 ára); Peter Oosterhuis, 3 maí 1948 (69 ára); Jóhanna Leópoldsdóttir, 3. maí 1956 (61 árs); CrossFit Hafnarfjordur (43 ára); Leikfélag Hólmavíkur (36 ára); Freydís Eiríksdóttir, GKG (19 ára) og Steina List Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2017 | 14:00

Jon Rahm: „Ég hef látið það líta út eins og það sé auðvelt en það er það ekki!“ – Myndskeið

Golf. com tók skemmtilegt viðtal við eina skærustu stjörnu PGA, Spánverjann Jon Rahm, sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lék nokkrar holur með um daginn á KPMG degi. Í viðtalinu er Rahm spurður ýmissa spurninga t.a.m. hvort hann eigi til högg, sem hann geti alltaf slegið og bregðist ekki þegar annað á vellinum er að bregðast? Rahm segist eiga til það högg og sýnir það í meðfylgjandi myndskeiði. Eins var Rahm spurður að því hvort breytingin frá því að vera áhugamaður og að spila á PGA Tour hafi verið auðveld. Hann svaraði: „Ég hef látið það líta út eins og það sé auðvelt en það er það alls ekki!“ Sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2017 | 12:00

Fyrirhuguð meiriháttar endurnýjun á The Belfry

Gerðar hafa verið kunnar fyrirhugaðar breytingar á Belfry golfstaðnum í West Midlands í Englandi, sem fela m.a. í sér stækkun staðarins. Á The Belfry hafa m.a. einhver sögulegustu augnablik í Ryder bikars sögunni átt sér stað. Fyrirhugaðar breytingar gætu skapað 100 störf sagði talsmaður eiganda staðarins, KSL Capital Partners. Á dagskrá er einnig að byggja sundlaugasvæði fyrir íbúa á golfstaðnum og breyta Bel Air næturklúbbnum, sem er þarna á staðnum í lúxus heilsuvin (spa). The Belfry mun einnig geta státað af nýjum 500 manna fundarherbergi og auka 112 svefnherbergjum.  Fjörutíu þessara nýju herbergja munu tengjast nýja spa-inu. Sem stendur er Belfry hótelið með 320 herbergi og með 674 starfsmenn í fullri vinnu.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2017 | 11:00

DJ snýr aftur til keppni nú um helgina!

Nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ) snýr aftur til keppni á mót vikunnar á PGA Tour, sem er Wells Fargo Championship og hefst það á morgun. DJ telur sig nú hafa náð bata af bakmeiðslum, sem hann hlaut þegar hann datt niður stiga í leiguhýsi sínu við Augusta, daginn áður en 1. risamót ársins, The Masters hófst og varð hann sem kunnugt er af því. Fram að Masters var DJ eldheitur, búinn að sigra á tveimur heimsmótum þ.e.  WGC Mexico Championship og WGC Dell Match Play, m.ö.o. heimsmótinu í holukeppni. Allra augu voru á DJ fyrir Masters og hann talinn sigurstranglegastur til að sigra í 2. risamóti sínu. Talið er að DJ Lesa meira