LET Access: Valdís Þóra lauk keppni í Sviss í 5. sæti!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk keppni í VP Bank Ladies Open 2017 mótinu, í Gams-Werdenberg í Sviss í 5. sæti!!! Stórglæsilegur árangur hjá Valdísi Þóru!!! Valdís Þóra var eini keppandinn í mótinu, sem lék samtals á sléttu pari, 216 höggum (70 71 75). Verðlaunatékkinn fyrir þennan góða árangur Valdísar var € 1,340.00 (160.000 íslenskar krónur); sem er langt frá mesta verðlaunafé Valdísar Þóru (minna fé á LET Access en LET) en skilar henni í 22. sæti stigalista LET Access með 1900 stig. Efstar og jafnar eftir hefðbundnar 72 holur voru Linda Henriksson frá Finnlandi (Sjá eldri kynningu Golf 1 um Lindu með því að SMELLA HÉR: ) og Nina Pegova Lesa meira
LPGA: Systraslagur í 32 manna úrslitum – Ko og Wie áfram í 16 manna úrslit
Það var systraslagur í 32 manna úrslitum í Lorenu Ochoa holukeppninni í Mexíkó. Þar mættust thaílensku systurnar Ariya og Moriya Jutanugarn og litla systir, Ariya, hafði betur, vann eldri systur, Moriyu 2 up. „Við skemmtum okkur í dag vegna þess að við erum systur og við skemmtum okkur alltaf saman,“ sagði hin 21 ára Ariya. „Hún (Moriya) spilar svo vel. Ég trúi því ekki að ég hafi unnið hana vegna þess að hún er svo góð.“ Michelle Wie vann sína viðureign gegn LPGA nýliðanum Lauru Gonzalez Escallon 3&2. Aðrar sem unnu viðureignir sínar voru hin 39 ára Cristie Kerr, nr. 1 á heimslistanum Lydia Ko og hin kanadíska Brooke Henderson og Lesa meira
PGA: 4 efstir þegar Wells Fargo mótinu frestað vegna vinda – Hápunktar 2. dags
Það eru 4 kylfingar efstir og jafnir á Wells Fargo mótinu, þ.á.m. ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem var í efsta sæti eftir 1. dag, en Molinari á samt eftir að spila 7 holur. Forystumennirnir Molinari, Bill Hurley III, Seamus Power og John Peterson voru allir á 5 undir pari. Fimmta sætinu deila 7 kylfingar; allir á 4 undir pari, þ.á.m. Jon Rahm; en tveir þeirra eiga eftir að ljúka hringjum sínum þ.e. Ben Martin og Smylie Kaufman. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Wells Fargo Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Wells Fargo Championship eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:
Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-4; Haraldur T-8 og Andri Þór T-28 í Danmörku
Það voru 4 íslenskir kylfingar sem tóku þátt í Bravo Tours Open – by Visit Tønder mótinu, sem fram fer dagana 3.-5. maí 2017 á Rømø golf linksaranum, einum fallegasta golfvelli Jótlands í Havneby, en mótinu lauk í dag. Þetta voru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR. Best af Íslendingunum stóð sig Axel en hann varð T-4 á samtals skori upp á 2 yfir pari, 218 högg (73 72 73). Haraldur Franklín var meðal topp-10 en hann varð T-8 í mótinu og skor hans 4 yfir pari, 220 högg (73 76 71). Andri Þór varð T-28 á skori upp Lesa meira
LET Access: Valdís Þóra T-7 e. 2. dag í Sviss
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í VP Bank Ladies Open 2017, en mótið stendur dagana 4. -6. maí 2017 í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Sviss og eru keppendur eru 125. Skorið var niður eftir 2. hringinn, sem leikinn var í dag og flaug Valdís Þóra í gegnum niðurskurð; reyndar er hún í einu af efstu sætunum, þ.e. deilir 7. sætinu með 3 öðrum kylfingum! Glæsilegt! Valdís Þóra er samtals búin að spila á 3 undir pari, 141 höggi (70 71). Efst 3 höggum á undan Valdísi Þóru er enski kylfingurinn Meghan Maclaren, á samtals 6 undir pari. Nú er bara vonandi að Valdís Þóra eigi frábæran hring á morgun og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Már Ólafsson – 5. maí 2017
Það er einn af okkar bestu golfkennurum Arnar Már Ólafsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Arnar Már er fæddur 5. maí 1966 og á því 51 árs afmæli í dag. Arnar Már kennir um þessar mundir golf í Berlín. Hann er ásamt samhöfundi sínum, landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni, einn afkastamesti golfbókarhöfundur landins, en eftir þá félaga liggja m.a. bækurnar „Betra Golf“ og „Enn Betra Golf“ og kennslumyndbandið „Meistaragolf.“ Armar Már hefir hlotið gullmerki GSÍ fyrir framlag sitt til golfíþróttarinnar. Arnar Már er kvæntur Helgu Lárusdóttur og á dæturnar Ástrósu og Sólrúnu. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn má komast hér á Facebook síðu hans: Arnar Már Ólafsson – Lesa meira
PGA: Hápunktar í leik DJ á Wells Fargo á 1. degi
Eins og allir vita er Dustin Johnson snúinn aftur í keppnisgolfið eftir 6 vikna fjarveru til að ná sér af bakmeiðslum, sem hann hlaut þegar hann datt niður stiga daginn fyrir Masters risamótið. Fyrsta mót sem hann tekur þátt í er Wells Fargo Championship og eftir 1. dag er hann T-15. Sjá má hápunkta í leik nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson á 1. hring Wells Fargo með því að SMELLA HÉR:
PGA: DJ ánægður m/endurkomuna
Nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ) er búinn að vera 6 vikur frá keppni eftir að hann rann til á sokkunum og niður stiga í leiguhýsi sínu í Augusta, Georgía, daginn fyrir Masters risamótið, sem hann spilaði sem kunnugt er ekki í vegna bakmeiðsla og mars sem hann hlaut. Honum var þar spáð sigri í 2. risamóti sínu. En nú er DJ aftur mættur til leiks og kemur, að því er virðist, vel undan meiðslunum. Hann deilir 15. sætinu í Wells Fargo mótinu ásamt 15 öðrum eftir 1. dag; var á skori upp á 2 undir pari, 70 högg; á hring þar sem hann fékk 4 fugla, 12 pör Lesa meira
PGA: Molinari leiðir á Wells Fargo – Hápunktar 1. dags
Það er ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem er í efsta sæti eftir 1. dag á PGA Tour móti vikunnar, Wells Fargo Championship. Molinari lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum; fékk 8 fugla og 2 skolla. Í 2. sæti eru á 5 undir pari, 67 höggum eru: Alex Noren; JB Holmes; Grayson Murray og Brian Campbell. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Wells Fargo Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Wells Fargo Championship SMELLIÐ HÉR:
Frábært líf milljarðaafmæliskylfingsins Rory
Nr. 2 á heimslistanum, hinn nýgifti Rory McIlroy, á 28 ára afmæli í dag, en hann er fæddur 4. maí 1989. Hann hefir þrátt fyrir ungan aldur afrekað ýmislegt og öðlast milljarða íslenskra króna á golfleik sínum. Hann hefir þegar sigrað 3 af 4 risamótum karlagolfsins og 4 risamót allt í allt. Hann er einnig með risaauglýsingasamning við Nike sem er $200 milljóna (21,2 milljarða íslenskra króna) virði. Og hann er nú andlit Nike og hefir tekið við sem slíkt af Tiger Woods. Hann lifir lúxuslífi utan golfvallarins; býr í glæsihýsi í Flórída og á m.a. flottan bíl sem er $400,000 virði (u.þ.b. 42 milljón íslenskra króna). Rory hefir ekki sigrað Lesa meira










