LPGA: Sei Young Kim sigraði í Lorenu Ochoa holukeppninni
Það var Sei Young Kim frá S-Kóreu, sem sigraði í Lorenu Ochoa holukeppninni eftir að hafa lagt að velli hina thaílensku Ariyu Jutanugarn í úrslitaleik keppninnar 1 up. Þær sem léku um 3. sætið voru Mi Jung Hur og Michelle Wie og fór sú viðureign á 22. holu, en lauk með sigri Hur. Suður-kóreanskur sigur á öllum vígstöðum!!! Í undanúrslitunum sigraði Sei Young Kim löndu sína Mi Jung Hur auðveldlega 5&4 og hin unga Ariya Jutanugarn fór fremur auðveldlega með Michelle Wie, 4&3. Því var ljóst að úrslitin væru milli Sei Young Kim og Ariyu Jutanugarn. Sjá má viðtal við sigurvegarann í Lorenu Ochoa holukeppninni, Sei Young Kim, með því Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Henrik Bjørnstad — 7. maí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Norðmaðurinn Henrik Bjørnstad. Hann fæddist 7. maí 1979 og er því 38 ára í dag. Bjørnstad er fyrsti kylfingur Norðmanna til þess að spila á PGA Tour en hann varð í 13. sæti á Q-school PGA 2005. Áður spilaði Bjørnstad á Evróputúrnum 1999 og 2001-2004. Fyrsta keppnistímabilið náði hann niðurskurði í 17 mótum af 31 sem hann spilaði í og varð 1 sinni meðal 10 efstu. Þessi árangur varð til þess að hann varð í 152. sæti á peningalista PGA Tour. Árið 2007-2009 spilaði Bjørnstad mestmegnis á Nationwide Tour. Árið 2009 tryggði Bjørnstad sér enn keppnisrétt á PGA Tour með því að verða meðal 25 efstu á Lesa meira
Fatasmekkur Rickie Fowler
Flestir kylfingar þekkja fatasmekk Rickie Fowler; en hann elskar skæra liti og er í þeim innan vallar sem utan. Skærbleikir litir, skærljósbláir, skærgulir svo ekki sé talað um appelsínugulan lit … en ekki fyrir svo löngu síðan var varla hægt að fara á golfvöll hérlendis án þess að sjá „litla Fowlera … á öllum aldri“ í appelsínugulum golffötum. Fréttinni fylgir mynd af Fowler á Kentucky Derby veðreiðunum, sl. laugardag. Virkar kannski svolítið billegt á suma en jakkinn ber merki Vineyard Vines og nefnist the Horse Repeat Sportcoat og er hluti fatalínu Vineyard Vines, sem heitir Kentucky Derby Collection,og kostar u.þ.b. $495 (55.000 íslenskar krónur). Hér má sjá auglýsingu fyrir jakkann: Aðrir kylfingar voru Lesa meira
Champions Tour: Daly sigurlaus frá 2004 er í forystu á Insperity mótinu!
John Daly sagði að hann væri ekki vanur að sjá sjálfan sig í efsta sæti á skortöflu. En Daly á nú tækifæri á að gera nokkuð sem honum hefir ekki tekist í lengri tíma og það er að sigra í golfmóti. Daly kom í hús á 2. hring á glæsilegum, skollalausum 7 undir pari, 65 höggum á Insperity Invitational og er með 1 höggs forystu á Kenny Perry. Samtals er Daly búinn að spila samtals á 11 undir pari, 133 höggum (68 65). „Þetta er ekki vanastaður að vera á. Þetta verður frábært,“ sagði Daly. Það verður það eflaust ef Daly heldur áfram að pútta eins og hann hefir verið Lesa meira
GK: Til hamingju með 50 ára afmælið Keilir!!!
Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði fagnar 50 ára afmæli klúbbsins um mundir. Keilir var formlega stofnaður þann 25. apríl 1967. Af því tilefni var haldin vegleg fjölskylduhátíð í Hraunkoti á æfingasvæði Keilis, í gær, laugardaginn 6. maí. Einnig hefir saga Keilis verið tekin saman fyrir fyrstu 10 árin og er þar fjallað um aðdragandann, stofnunina og starfsemina 1967-1977. Höfundur er Jóhann Guðni Reynisson en um myndasöfnun sá Magnús Hjörleifsson og Gunnar Þór Halldórsson braut um og hannaði útlit. Bókin er eingöngu gefin út á rafrænu formi og má nálgast hana á vef Keilis, www.keilir.is, frá og með 6. maí. Keilir hélt viðamikla fjölskylduhátíð í tilefni 50 ára afmælis klúbbsins og þar Lesa meira
LPGA: Wie mætir Ariyu og Hur, Kim í úrslitum Lorenu Ochoa holukeppninnar
Í 16 manna úrslitum fóru leikar svo að Mi Jung Hur frá S-Kóreu sigraði nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydiu Ko 1 up. Sömu úrslit voru í leik þar sem Shanshan Feng frá Kína sigraði hina ungu, kanadísku Brooke Henderson, og Karine Icher vann Angelu Stanford. Michelle Wie tók Marinu Alex fremur létt 5&4 og sömu sögu er að segja um sigur Ariyju Jutanugarn á Pernillu Lindberg 5&3. Ekkert kom á óvart að hin 39 ára Cristie Kerr skyldi sigra Cydney Clanton 3&2 eða að nr. 12 á Rolex heimslistanum, Sei Young Kim frá S-Kóreu skyldi sigra Charley Hull (nr. 19) 3&1. Það sem kom hins vegar á óvart var að Lesa meira
PGA: Reed efstur f. lokahring Wells Fargo – Hápunktar 3. dags
Það er Patrick Reed, sem er efstur fyrir lokahring Wells Fargo mótsins. Reed er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum (70 71 67). Í 2. sæti, höggi á eftir eru þeir Alex Norén og Jon Rahm. Til þess að sjá hápunkta 3. dags Wells Fargo SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Wells Fargo SMELLIÐ HÉR:
NK: Miklar skemmdir unnar á Nesvelli
Á visi.is er eftirfarandi frétt: „Miklar skemmdir voru unnar á fjórðu braut og flöt golfvallarins á Seltjarnarnesi í nótt þar sem bíl var ekið inn á völlinn og honum ekið í hringi. Kristinn Ólafsson, formaður Nesklúbbsins, segir tjónið vera mikið fyrir klúbbinn. „Það var ekið inn á völlinn, spólað í tvo, þrjá hringi. Viðkomandi keyrði einnig niður skilti, fór hér um og skemmdi. Hann segir klúbbinn vera með öryggismyndavélar á svæðinu sem verið sé að skoða með lögreglu. „Svo eru öryggismyndavélar inn og út af Seltjarnarnesi sem menn munu skoða. Bíllinn lenti í einhverju barði og því hugsanlegt að það hafi orðið eitthvað tjón á honum. Þetta verður rannsakað og Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2017 (3)
Hér koma nokkrir, fremur stuttir brandarar, sem ekki verða þýddir, heldur látnir fjúka hér á engilsaxnesku: What do you call a blonde at a golf course? The 19th hole. What should you do if you’re golfing near lightning? Hold your 2-iron in the air, because not even God can hit a 2-iron. How do you know a golfer is cheating on his wife? He always puts his driver in the wrong bag. How do you „Tiger“ proof a golf course? By stragetically placing fire hydrants. Why are golf and sex so similar? They are the two things you can thoroughly enjoy even though you are really bad at them. If Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingveldur Ingvarsdóttir – 6. maí 2017
Það er Ingveldur Ingvarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingveldur er fædd 6. maí 1959. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Af mörgum afrekum Ingveldar í golfíþróttinni er e.t.v. vert að geta þess að hún varð í 1. sæti í 4. flokk á Íslandsmóti 35+ í Öndverðarnesinu 2011. Ingveldur er gift Benedikt Jónassyni. Komast má á Facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Ingveldur Ingvarsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Grier Jones, 6. maí 1946 (71 árs); Timothy Jay Simpson, 6. maí 1956 (61 árs); Scott Hood, (kanadískur kylfingur) 6. maí 1959 Lesa meira










