GHR: Brynja Sigurðardóttir, Ásgerður Þ. Gísladóttir og Gróa Ingólfsdóttir sigruðu í Lancôme Open
Sl. sunnudag, 7. maí 2017 fór fram hið árlega Lancôme Open á Strandarvelli. Alls luku 85 kvenkylfingar keppni. Mótið var að venju flokkaskipt; keppt í 3 forgjafarflokkum fgj. 1-14; fgj. 14.1-25 og fgj. 25.1-36. Úrslit urðu þau að í forgjafarflokki 1-14 sigraði Brynja Sigurðardóttir, Golfklúbbi Fjallabyggðar (Ólafsfjarðar) með 37 punkta; í forgjafarflokki 14.1-25 sigraði Ásgerður Þ. Gísladóttir, Golfklúbbi Hveragerðis með 36 punkta og í forgjafarflokki 25.1-36 heimakonan Gróa Ingólfsdóttir, GHR, með 36 punkta. Hér má nánar sjá úrslitin í hverjum flokki fyrir sig: Fgj. 1-14: 1 Brynja Sigurðardóttir GFB 9 F 17 20 37 37 37 2 Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK 5 F 18 18 36 36 36 3 Steinunn Lesa meira
GSÍ: Leyfilegt hámarksverðmæti verðlauna í golfmótum 2017
Áhugamennskunefnd G.S.Í. hefur ákveðið að hámarksverðmæti verðlauna í golfmótum skuli árið 2017 vera kr. 70.000 . Verðmæti ferðavinninga má þó vera allt að kr. 140.000. Eins og endranær er miðað er við smásöluverðmæti vinnings. Eftirtaldar reglur gilda einnig um verðlaunafé: Ekki má veita viðtöku verðlaunum, sem eru greidd út í peningum eða ávísun á peninga. Vinni keppandi til fleiri en einna verðlauna í sama móti (eða mótasamfellu) má samanlagt verðmæti þeirra ekki vera umfram kr. 70.000. Þetta tekur einnig til aukaverðlauna svo sem fyrir lengsta upphafshögg og högg næst holu. Ekkert hámark gildir um verðlaun fyrir að fara holu í höggi. Þau mega auk þess koma að fullu til viðbótar Lesa meira
Evróputúrinn: Danir sigurðu í Golf Sixes
Það var lið Danmerkur skipað þeim Lucas Bjerregaard og Thorbjörn Olesen, sem sigraði í nýju móti á Evrópumótaröðinni Golf Sixes. Þetta er 2. sigur Olesen í liðakeppnum f.h. Danmerkur og sýnir hversu góður liðsmaður hann er; en þetta er fyrsti sigur Bjerregaard. Í Golf Sixes eru lið skipuð 2 leikmönnum, frá 16 þjóðum og mótið fer fram á tveimur dögum; nú í ár í fyrsta sinn 6.-7. maí 2017. Í ár kepptu lið frá eftirfarandi þjóðum: Ástralíu, Bandaríkjunum Belgíu, Danmörk, Englandi, Frakklandi, Hollandi, Indlandi, Ítalíu, Portúgal, Skotlandi, Spáni, Suður-Afríu, Svíþjóð, Thaílandi og Wales. Fyrri daginn var liðunum skipt í 4 riðla og héldu 2 efstu lið úr hverjum riðli áfram Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Raphaël Jacquelin – 8. maí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Raphaël Jacquelin. Raphaël fæddist 8. maí 1974 í Lyon í Frakklandi og á því 43 ára afmæli í dag! Raphaël gerðist atvinnumaður í golfi, fyrir 22 árum síðan 1995, eftir að verða franskur meistari. Raphaël hóf ferilinn á Áskorendamótaröðinni. Árið 1997 sigraði hann tvívegis og varð í 4. sæti á peningalistanum þannig að hann komst á Evrópumótaröðina 1998. Það var samt ekki fyrr en í 238. mótinu sem hann tók þátt í á Evrópumótaröðinni að hann vann fyrsta sigur sinn. Það var fyrir 10 árum, árið 2005 á Open de Madrid. Hann vann í 2. sinn, 2007 á BMW Asian Open. Besti árangur hans á stigalista Evrópumótaraðarinnar Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Brian Harman?
Bandaríski kylfingurinn Brian Harman sigraði í gær, 7. maí 2017, í 2. sinn á PGA Tour – í þetta sinn á Wells Fargo Championship. Harman er ekki meðal þekktustu kylfinga PGA Tour og því ekki að furða að sumir spyrji: Hver er kylfingurinn? Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Harman, frá árinu 2012, þegar Harman komst fyrst á PGA Tour, með því að SMELLA HÉR: en hér á eftir fer nýrri útgáfa: Brian Harman fæddist 19. janúar 1987 og er því 30 ára. Í háskóla var Harman þrefaldur 2nd Team All-American með golfliði University of Georgia. Hann sigraði NCAA Preview árið 2005 og Isleworth Invitational árið 2006. Harman var einnig frábær námsmaður Lesa meira
Carly Booth tekur þátt í vafasömu valferli til að komast inn í mót
Skipuleggjendur LPGA Tour ákváðu að boðsmiði eins styrktaraðilans á Shoprite Classic mótið, ætti að fá einum af fjórum kvenkylfingum, sem hlyti flest atkvæði á félagsmiðlunum. Er þetta valferli ekki bara býsna vafasamt? Að velja fólk inn í mót á grundvelli vinsælda en ekki getu? Hvar er jafnræðið í slíku valferli? Er þetta virkilega svona sem LPGA vill hafa ímynd kvennagolfs – að kvenkylfingar veljist í mót á grundvelli útlits en ekki getu í golfi? Einn þessara kvenkylfinga af 4, sem þátt tekur í þessu valferli, er hin skoska Carly Booth. Hún er þegar búin að fá vini sína sem eru vel þekktir, David Haye og Denise Van Outen til þess Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Daly?
Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka John Daly þegar hann vann loks 1. sigur sinn frá árinu 2004 og fyrsta sigur sinn á Champions Tour í gær 7. maí 2017: Dræver: TaylorMade VGG M1 430 (9.5°). 3-tré: Cobra King Ltd (13 °). Björgunarkylfur: TaylorMade Tour Preferred UDI (16 °), Cobra King Utility (19 °). Járn: TaylorMade PSi Tour (4-9). Fleygjárn: TaylorMade Tour Preferred (47, 52 and 60 °). Pútter: Scotty Cameron by Titleist Napa. Bolti: TaylorMade Tour Preferred.
Hvað var í sigurpoka Harman?
Eftirfarandi kylfur voru í sigurpoka Brian Harman þegar hann tók Wells Fargo Championship í gær, 7. maí 2017: Dræver: TaylorMade M2 2017 (9.5°). Skaft: Aldila Rogue Silver 60S. Brautarjárn: TaylorMade M2 2017 (15 and 18°). Skaft: Fujikura Speeder 661X Evolution II (15°), Fujikura Speeder 757X Evolution II (18°). Járn: Titleist 716 T-MB (3 járn), Titleist 716 CB (4-9 járn). Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400. Fleygjárn: Titleist Vokey SM6 (46, 53°), TaylorMade xFT ZTP (60°). Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400. Pútter: TaylorMade Spider OS CB. Golfbolti: Titleist Pro V1.
Champions Tour: John Daly með 1. sigur sinn frá 2004 á Insperity Inv.!!! – Hápunktar 4. dags
Það var John Daly sem stóð uppi sem sigurvegari á Insperity Invitational á Champions Tour!!! Sigurskor Daly var 14 undir pari, 202 högg (68 65 69). Í 2. sæti voru Tommy Armour III og Kenny Perry, báðir höggi á eftir Daly þ.e. á 13 undir pari, hvor. Miguel Angel Jimenez lauk keppni í sama móti T-7. Daly, sem var í forystu fyrir lokahringinn, hóf 4. dag með flugeldum þ.e. erni á par-5, 1. holu lokahringsins og bætti síðan við fugli á 3. holu; því miður kom skolli á 5. sem hann tók síðan aftur með fugli á 7. holu. Daly náði síðan að setja niður 3 fugla á fjögurra holu kafla Lesa meira
PGA: Brian Harman sigraði á Wells Fargo mótinu! – Hápunktar 4. dags
Það var Brian Harman sem sigraði á Wells Fargo Championship. Harman lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (71 69 70 68). Þetta er 2. sigur Harman á PGA Tour, en fyrri sigur hans kom á John Deere Classic, fyrir tæpum 3 árum, 13. júlí 2014. Öðru sætinu deildu nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson, sem svo sannarlega er kominn aftur eftir bakmeiðslin (70 75 67 67) og Pat Perez (72 69 70 68); báðir á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 4. dags þ.e. lokahringsins SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Wells Fargo Championship SMELLIÐ HÉR:










