Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Birgir Leifur T-5; Axel T-14 og Andri Þór T-25 e. 1. dag í Danmörku

Þrír kylfingar hófu í dag keppni á Kellers Park Masters mótinu á Nordic Golf mótaröðinni: Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mótið fer fram í Kellers Park golfklúbbnum í Børkop í Danmörku. Eftir 1. keppnisdag er Birgir Leifur búinn að standa sig best Íslendinganna; fékk 14 punkta á 1. hring og er T-5 þ.e. deilir 5. sætinu með 2 öðrum kylfingum. Axel er T-14, með 12 punkta og Andri Þór T-25 með 10 punkta. Til þess að sjá stöðuna á Kellers Park Masters mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2017 | 17:00

LEK: Þannig verða landsliðin 2017 skipuð

Alls fara fimm landslið öldunga utan og keppa fyrir hönd Íslands á þessu ári. Ekki er búið að skipa öll sætin í liði 50+ sem keppir á PGA National í Svíþjóð 5.-9. september. Enn eru fjögur sæti í boði í því liði og verður keppt um þau sæti í sumar á Öldungamótaröð LEK. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin eru skipuð, hvar þau keppa og hvenær.      

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Jóhannsson – 10. maí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Jóhannsson, framkvæmda- og vallarstjóri Golfklúbbs Suðurnesja (GS) í Keflavík.  Gunnar er fæddur 10. maí 1982 og á því 35 ára afmæli í dag! Eiginkona Gunnars Þórs er Erla Þorsteinsdóttir. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska honum til hamingju hér fyrir neðan: Gunnar Jóhannsson F. 10. maí 1982 (35 ára- Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jimmy Demaret, f. 10. maí 1910 – d. 28. desember 1983); Mike Souchak, (10. maí 1927-10. júlí 2008); Sævar Gestur Jónsson, 10. maí 1955 (62 ára); Atli Þór Elísson, 10. maí 1964 (53 ára); Jarmo Sakari Sandelin, 10. maí 1967 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2017 | 09:00

Dýr á golfvöllum: Kylfingur drepur önd með teighöggi – Myndskeið

Áhugakylfingur einn var að spila á TPC Sawgrass, meðan félagi hans tók hann upp á meðfylgjandi myndskeiði. Kylfingurinn gengur á teig og fer í gegnum rútínu sína. Tekur eitt skref, lítið vagg með kylfunni og síðan virðist maðurinn í nægilega þægilegri stöðu til að slá. Aðeins nokkrum metrum fyrir framan hann er önd að reyna að lenda á tjörn en teighöggið þ.e. golfboltinn sem kemur á eldingshraða steindrepur hana . Tökumaðurinn heyrist hrópa: „Ó, Guð minn góður! Gerðist þetta virkilega?“ Síðan tekur við taugaveiklislegur hlátur. Þetta ljær orðunum „að fá fugl“ aðra merkingu! Sjá má myndskeiðið þar sem kylfingur drepur önd með teighöggi sínu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2017 | 07:00

GÍ: Jón G K Shiransson sigraði á Opnunarmótinu

Sunnudaginn 7. maí sl. fór fram Opnunarmót GÍ á Tungudalsvelli. 16 kylfingar luku keppni, þar af 1 kvenkylfingur Kristín Hálfdánsdóttir, GÍ. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni. Sigurvegari varð Jón Gunnar Kanishka Shiransson, GÍ, en hann hlaut 37 punkta (þar af 19 á seinni 9) sem varð til þess að hann sigraði umfram Jón Hjört Jóhannesson, GÍ, sem varð í 2. sæti einnig á 37 punktum (með 18 á seinni 9). Annars voru heildarúrslit í Opnunarmóti Tungudalsvallar eftirfarandi: 1 Jón Gunnar Kanishka Shiransson GÍ 24 F 18 19 37 37 37 2 Jón Hjörtur Jóhannesson GÍ 6 F 19 18 37 37 37 3 Gunnsteinn Jónsson GÍ 2 F 20 16 36 36 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2017 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-31 á Albuquerque Regionals e. 2. dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í NCAA Albuquerque Regional 8.-10. maí 2017. Hún var valin til þátttöku, sem einstaklingur í þessu svæðismóti, en lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State, ekki og er þetta mikill heiður fyrir hana. Guðrún Brá er búin að spila fyrstu tvo hringi mótsins á 4 yfir pari, 148 höggum (73 75) og lokahringurinn verður spilaður í kvöld. Guðrún Brá er T-31 þ.e. deilir 31. sætinu með 6 öðrum kylfingum, eftir 2. mótsdag af 95 þátttakendum í mótinu. Sjá má stöðuna á NCAA Albuquerque Regional með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2017 | 18:00

GA: Skráning í Arctic Open stendur yfir

Nú er skráning í fullum gangi á Arctic Open árið 2017. Fjöldinn allur af erlendum kylfingum hefir skráð sig til leiks þetta árið og er enn pláss fyrir fleiri kylfinga. Þetta er í 31. sinn sem mótið glæsilega er haldið. Einhverjar skráningar kunna að hafa dottið út hjá GA og því eru tilmæli frá GA að fólki sé velkomið að senda klúbbnum póst á skrifstofa@gagolf.is og gá hvort það sé ekki örugglega skráð mótið 🙂 Nánari upplýsingar um Arctic Open má  finna með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sandra Gal ———— 9. maí 2017

Það er W-7 módelið fyrrverandi Sandra Gal, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sandra er fædd 9. maí 1985 og á því 32 ára afmæli í dag! Foreldrar Söndru heita Jan og Alexandra Gal og er hún einkabarn þeirra. Sandra er mjög listhneigð og fæst við að mála myndir í frítíma sínum. Hún var við nám í University of Florida 2005-2007 og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með skólaliðinu The Florida Gators. Sandra hefir 1 sinni sigrað á LPGA og finnst mörgum orðið tímabært að hún bæti öðrum sigri við, en hún hefir verið að standa sig mjög vel á mótum á 2015 og 2016 tímabilunum og var m.a. í Solheim Cup liði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2017 | 14:00

Bubba Watson ausinn grænu slími! – Myndskeið

Bubba Watson hefir hin sl. ár þótt vænt um græna litinn, en mánudagurinn fyrir The Players Championship hefir ekki sama glansinn og Masters risamótið hefir. Bubba gerði samning við Nick Sports – sem er hluti af Nickelodeon, sjónvarpsstöð sem sérhæfir sig í efni fyrir börn og ungmenni. Og eitt af því sem er vinsælt á þeim bæ er að ausa þekkta menn og konur grænu slími. Og hvað sem ykkur finnst um barnaefni í sjónvarpinu, þá er það að horfa á einhvern ausinn slími alltaf ….. eitthvað. Smellið á tengilinn hér til hliðar til þess að sjá Bubba ausinn grænu slími: SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2017 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Sei Young Kim?

Það var Sei Young Kim sem sigraði í Lorenu Ochoa holukeppninni, sl. helgi, 7. maí 2017. Kim fæddist í Seúl, Kóreu, 21. janúar 1993 og er því 24 ára. Hún byrjaði að spila golf af sjálfri sér þ.e. var ekki dregin í golfið af neinum; hún spilaði bara af einskærum áhuga. Kim á tvö systkini. Hún spilar bæði á kóreanska LPGA (KLPGA)  og LPGA Tour í Bandaríkjunum.  Kim hefir sigrað 5 sinnum á KLPGA (á árunum 2013 og 2014) og 6 sinnum á bandaríska LPGA Tour. Þannig sigraði Kim á Pure Silk-Bahamas LPGA Classic, árið 2015; á   LPGA Lotte Championship, árið 2015; á  The Blue Bay LPGA, árið 2015 eða Lesa meira