Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2017 | 20:00

Nordic Golf League: Axel í 4. sæti – bestur íslensku kylfinganna á Kellers Park Masters e. 2. dag

Þrír kylfingar hófu keppni á Kellers Park Masters mótinu á Nordic Golf mótaröðinni 10. maí 2017: Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mótið fer fram í Kellers Park golfklúbbnum í Børkop í Danmörku, dagana 10.-12. maí 2017. Eftir 2. keppnisdag er Axel búinn að standa sig best Íslendinganna; er samtals á 29 punktum (12 17). Birgir Leifur er T-9, með 25 punkta (14 11) og Andri Þór komst því miður ekki í gegnum niðurskurð með 10 punkta (10 o) og hafnaði í 59. sæti. Þáttakendur í mótinu eru 72 og efstu 34 komust gegnum niðurskurð. Til þess að sjá stöðuna á Kellers Park Masters mótinu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2017 | 18:00

Daginn eftir að auglýsingasamingur er gerður v/Rory selur Adidas TaylorMade Golf

Daginn eftir að TaylorMade gerir stærsta auglýsingasamning sinn til þessa við kylfing, þ.e. nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy, var tilkynnt um að Adidas AG hefði selt TaylorMade til KPS Capital Partners fyrir $425 milljónir. Talið er að samningurinn við Rory sé upp á $100 milljónir. Inni í því sem Adidas selur KPS, nú deginum eftir að samningurinn er gerður við Rory, eru TaylorMade, Adams og Ashworth vörumerkin. Í janúar s.l. gerði TaylorMade auglýsingasamning við Tiger Woods og er jafnframt með samninga við nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson, Jason Day og Sergio Garcia. Það er því hægt að segja að TaylorMade sé með öll stærstu nöfnin í golfinu í dag á sínum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2017 | 17:00

Evróputúrinn: Wallace efstur á Opna portúgalska – Hápunktar 1. dags

Englendingurinn Matt Wallace er efstur eftir 1. dag Opna portúgalska – sem er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Áskorendamótaraðar Evrópu (European Challenge Tour). Wallace átti stórglæsilegan hring; kom í hús á 63 höggum – á hring þar sem hann fékk 10 fugla! Í 2. sæti er Þjóðverjinn Sebastian Heisele á 64 höggum. Þriðja sætinu deila 3 kylfingar þeir: Julian Suri frá Bandaríkjunum og Jamie Rutherford og Paul Maddy frá Englandi; allir á 67 höggum. Leik var frestað á 1. keppnisdegi vegna þruma og eldinga og því eiga margir kylfingar eftir að ljúka leik og er ofangreind staða því tiltekin með fyrirvara. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Opna portúgalska SMELLIÐ HÉR: Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2017

Það er Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hólmfríður Lillý er fædd 11. maí 1962 og á því 55 ára afmæli í dag!!! Hólmfríður Lillý er móðir Ómars Sigurvins, Péturs Freys, sem stundaði nám og spilaði golf með golfliði Nicholls State í Louisiana og Rún, sem varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik í flokki telpna 15-16 ára árið 2011. Fjölskyldan er öll í Golfklúbbi Reykjavíkur.   Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir  (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið! ) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðalheiður Jörgensen GR , 11. maí 1956 (61 árs);  Blair Piercy, (kanadískur kylfingur) 11. maí 1963 (54 ára); Andrew Bonhomme (ástralskur kylfingur), 11. maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2017 | 11:00

Eitt frægasta augnablikið á The Players: Mávurinn 1998

The Players, oft nefnt 5. risamót golfsins, hefst í dag á TPC Sawgrass vellinum í Flórída. Eitt frægasta atvik á par-3 17. brautinni frægu á the Players mótinu var árið 1998 þegar mávur stal golfbolta Brad Fabel, sem búinn var að hitta flötina. Brad Fabel var líka sá fyrsti til þess að fara holu í höggi á par-3 17. braut TPC Sawgrass, 12 árum áður, 1986, en einungis 6 kylfingum hefir tekist það í PGA Tour móti. Bolti Fabel náði á eyjaflöt 17. brautar TPC Sawgrass, honum til mikillar ánægju og léttis í The Players 1998.  Síðan þurfti Fabel að horfa upp á það með skelfingu að mávur á flötinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2017 | 09:00

Dýr á golfvöllum: Risasnákur á golfvelli í S-Afríku – Myndskeið

Dýr eru af ýmsum stærðum og gerðum, sem kylfingar rekast á, á golfvöllum víðs vegar um heim. Hópur áhugakylfinga rakst á það sem kalla má martraðarsnák allra kylfinga, þegar hópurinn var að golfleik í Zimbali í S-Afríku. Snákurinn var tekinn upp á myndskeið og þar má sjá  risa python slöngu  snákast yfir golfbraut og fara síðan ofan í glompu. Einn hugaður úr golfhópnum tekur í skottið á snáknum sem bregðst óðar við með því að kippa því að sér – kylfingurinn var heppinn – snákurinn hefði líka getað snúið sér við og höggvið í hann. Snákurinn hefir sést áður á vellinum og framkvæmdastjóri golfvallarins, Kyle Caitano sagði að hann héldi til  nálægt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2017 | 07:00

Evróputúrinn: Fylgist með Opna portúgalska hér!

Opna portúgalska, sem fer fram á Morgado golfstaðnum í Portúgal, er mót vikunnar. Fyrstu kylfingarnir eru farnir út, en meðal keppenda eru ekkert sérlega þekkt nöfn, þar sem flestir stjörnukylfingar Evrópu taka þátt í the Players, sem oft er kallað 5. risamótið, sem hefst í dag í Flórída. Meðal keppenda í Morgado eru t.a.m.: Mike Weir frá Kanada; Alvaro Quiros frá Spáni; heimamaðurinn Ricardo Gouveia, sem margir spá sigri; Roope Kakko frá Finnlandi; Wil Besseling frá Hollandi; Alessandro Tadini og Andrea Pavan frá Ítalíu; Marc Tullo frá Chile og Robert Rock og Eddie Pepperell frá Englandi; en þetta eru meðal þekktustu nafna og fá mjög þekkt eins og sjá má. Mótið er hins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2017 | 23:00

GKG: Þórunn Margrét í 1. sæti í flokki hnáta á púttmótaröð barna

Lokapúttmót í barna- og unglingastarfi GKG fór fram kl. 18:00 í dag, 10. maí 2017 – Alls voru púttmótin 11 í vetur. Að því loknu fór fram verðlaunaafhending og boðið var upp á léttar veitingar. Það var Þórunn Margrét Jónsdóttir, GKG, sem varð í 1. sæti í sínum flokki, 12 ára og yngri hnáta. Sex bestu hringir hennar voru upp á samtals 235 pútt.  Vel gert Þórunn Margrét!!! Sú sem varð í 2. sæti er Elísabet Sunna Scheving (239 pútt) og í 3. sæti varð Þóranna Sturludóttir með 260 pútt. Allar eru hnáturnar fæddar 2007 og því á 10. ári. Sjá má heildarúrslit í púttmótaröð GKG hér að neðan:     

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2017 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefir lokið keppni á svæðismótinu í Albuquerque

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í NCAA Albuquerque Regional 8.-10. maí 2017 og hefir nú lokið leik Hún var valin til þátttöku, sem einstaklingur í þessu svæðismóti, en lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State, ekki og er þetta mikill heiður fyrir hana. Guðrún Brá lék samtals á 12 yfir pari, 228 höggum (73 75 80) og er sem stendur T-49 en sætistala hennar getur ennþá breyst því ekki allir hafa lokið keppni – Þátttakendur í mótinu eru 95 þannig að Guðrún Brá er einhvers staðar um miðbik skortöflunnar. Lokahringinn lék Guðrún Brá á 8 yfir pari, óvenjulegum 80 höggum fyrir hana; á hring þar sem hún fékk 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2017 | 19:00

Poulter og Willett með nýja kaddýa á The Players

Danny Willett, 29 ára, Masters sigurvegari 2016, var rekinn af kylfusveini sínum Jonathan Smart eftir heiftúðlegt rifrildi milli þeirra á 1. hring RBC Heritage, í Suður-Karólínu, í síðastliðnum mánuði. Jonathan var á pokanum þegar Willett sigraði á Masters. Þeir hafa verið vinir frá því þeir voru 13 ára; Smart hefir verið á pokanum hjá Willett frá árinu 2010 og þeir hafa hingað til virtst óaðskiljanlegir.  Kannski „the 7-year itch“ eins og gerist í  hjónaböndum? Á RBC Heritage reifst Willett við Smart vegna þess að hann taldi Smart hafa gefið honum upp ranga fjarlægð að holu. Þetta var vikuna eftir að Willett náði ekki niðurskurði á Masters, þar sem hann var Lesa meira