GM: Bakkakot opnar/Vorverkadagur í dag!
Þá er komið að opnun í Bakkakoti þetta sumarið. Í dag, laugardaginn 13. maí, verður vorverkadagur í Bakkakoti. Þar eru ýmis létt verk í boði og er þar helst að nefna ruslatínslu, yfirfara göngustíga o.fl. Vorverkadagurinn hefst kl. 10:00 og er áætlað að vinna í um 2 tíma og að verki loknu verða grillaðar pylsur ofan í mannskapinn. Félagsmenn eru hvattir til að koma og hjálpa en vinna þessir skiptir miklu máli við opnun vallar. Þeir sem koma og aðstoða við vinnudaginn er velkomið að leika völlinn eftir hádegi á laugardegi. Einnig fá þátttakendur á vorverkadeginum frítt í Opnunarmót Vallarsvæðanna þann 21. maí. Rástímar í Bakkakoti áfram til reynslu Ákveðið Lesa meira
PGA: DJ átti högg 2. dags á The Players – Myndskeið
Nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson (DJ) átti högg dagsins á 2. hring The Players. Hann lenti í smá vandræðum með á par-5 11. holu TPC Sawgrass, þar sem slá verður yfir vatn. Bolti hans fór í vatnið í 2. höggi og hann fékk því 1 víti og varð að taka aðhöggið að holunni þ.e. 4. högg sitt af 109 yarda (99,7 metra) fjarlægð frá holu. Og viti menn …. hann setti höggið beint niður fyrir fugli. Svona gera bara snillingar!!! DJ er samtals búinn að spila á sléttu pari, 144 höggum (71 73) og er T-43 og að svo stöddu ekkert að blanda sér í toppbaráttuna. Fuglinn flotti var eini Lesa meira
PGA: Oosthuizen og Stanley efstir og jafnir í hálfleik á Players – Hápunktar 2. dags
Þeir Louis Ooosthuizen frá S-Afríku og Bandaríkjamaðurinn Kyle Stanley eru efstir og jafnir í hálfleik á The Players. Báðir eru búnir að spila á 9 undir pari, 135 höggum (69 66). Einn í 3. sæti er JB Holmes á samtals 7 undir pari (68 69). Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á The Players SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á The Players SMELLIÐ HÉR:
Ólafía Þórunn v/æfingar hjá Derrick Moore
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er við æfingar og undirbúning fyrir mót, sem hún tekur þátt í á LPGA mótaröðinni. Henni til halds og trausts er PGA kennari áranna 2015 og 2016 á Íslandi, Derrick Moore. Á vefsíðu sína skrifar Ólafía Þórunn: „Pinehurst has been treating us well. Got to play number 2 for the first time. Very nice to have Derrick Moore helping me prepare for the stretch of tournaments coming up.“ (Lausleg íslensk þýðing: Pinehurst hefir farið vel með okkur. Spilaði nr. 2 í fyrsta sinn. Mjög gott að hafa Derrick Moore til að aðstoða mig við undirbúning fyrir næstu mót sem eru á dagskrá.“ Næsta mót sem Lesa meira
Evróputúrinn: Wallace m/ 5 högga forystu á Opna portúgalska – Hápunktar 2. dags
Það er Matt Wallace, sem er með 5 högga forystu í hálfleik á Opna portúgalska í Morgado Golf & CC, þegar leik er frestað vegna myrkurs. Wallace hefir ekki lokið leik; er á 12. holu en er þegar búinn að fá fugl á aðra hverja holu eða samtals 6 – frábær spilamennska þetta hjá Wallace. Samtals er Wallace búinn að spila á 16 undir pari. Í 2. sæti á samtals 11 undir pari er þýski kylfingurinn Sebastian Heisele en hann á líkt og Wallace eftir að ljúka við 6 holur. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna portúgalska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Opna portúgalska Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björn Magnússon, GK. Birgir Björn er fæddur 12. maí 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Hann varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 14 ára og yngri stráka 2011. Birgir Björn innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn með stæl 8. ágúst 2011, en hann setti nýtt vallarmet af rauðum í Grafarholtinu við það tækifæri spilaði á -7 undir pari, 64 glæsihöggum og fékk auk þess örn á par-5 15. braut Grafarholtsins, sem mörgum finnst ein erfiðasta golfbraut landsins. Sumarið, 2012, spilaði Birgir Björn bæði á Unglingamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. Hann byrjaði árið 2012 á því að fara í æfingaferð með landsliðshópnum, völdum af Úlfari Jónssyni, til Eagle Creek í Lesa meira
Nordic Golf League: Axel lauk keppni á Kellers Park Masters í 2. sæti – Birgir Leifur T-8!!!
Þrír kylfingar hófu keppni á Kellers Park Masters mótinu á Nordic Golf mótaröðinni 10. maí 2017: Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mótið fór fram í Kellers Park golfklúbbnum í Børkop í Danmörku, dagana 10.-12. maí 2017 og lauk í dag Axel lauk keppni í 2. sæti á samtals á 40 punktum (12 17 11). Stórglæsilegt!!! Birgir Leifur varð T-8, með 34 punkta (14 11 9). Þáttakendur í mótinu eru 72 og efstu 34 komust gegnum niðurskurð. Til þess að sjá lokastöðuna á Kellers Park Masters mótinu SMELLIÐ HÉR:
PGA: Spieth pirraður yfir illa rakaðri glompu á The Players
Jordan Spieth var ekki par hrifinn yfir illa rakaðri glompu á TPC Sawgrass þ.e. 1. holunni. Boltinn hans var í slæmri legu í glompunni og ekki bætti úr skák hversu illa rökuð glompan var. Spieth tók því upp farsímann sinn og tók mynd af glompunni til að hafa sönnun og lagði síðan sönnunargagnið fyrir vallarstarfsmenn. Allt slíkt er tekið mjög alvarlega á PGA Tour. Hann fékk síðan tvöfaldan skolla á holuna sem var 10. hola hans á 1. hring Players. Það var alveg augljóst hversu pirraður hann var, hann náði boltanum upp úr holunni og þrípúttaði. „Þetta var bönker sem leit út eins og einhver teldi ekki skipta máli hvernig Lesa meira
PGA: Garcia með ás á 17. holu TPC Sawgrass – Myndskeið
Spænski kylfingurinn og Masters sigurvegarinn í ár, Sergio Garcia, fór holu í höggi á frægu par-3 17. holunni og bætti það slæmt skap hans, en hann átti fremur erfiðan dag á TPC Sawgrass í Ponte Vedra, Flórída, þar sem The Players hófst í kvöld. Garcia virtist fremur ryðgaður á 1. hring The Players, þar til kom að þeirri 17., en þetta er fyrsta mótið sem hann tekur þátt í eftir að hann vann fyrsta risamótssigur sinn. Þetta er sama hola og hann missti 2 bolta í vatnið fyrir 4. árum þegar hann var jafn Tiger Woods seint á lokahring Players, en missti síðan sigurinn eftirminnilega úr höndunum á sér og Lesa meira
PGA: Hughes og McGirth leiða á The Players – Hápunktar 1. dags
Það eru þeir Mackenzie Hughes frá Kanada og William McGirth, sem eru efstir og jafnir eftir 1. hring The Players. Báðir eru þeir búnir að spila á 5 undir pari, 67 höggum. Þriðja sætinu deila 4 kylfingar: Alex Noren, Jon Rahm, JB Holmes og Chez Reavie; allir á 4 undir pari, 68 höggum, hver. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á The Players SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á The Players SMELLIÐ HÉR:










