Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2017 | 23:59

PGA: Si Woo Kim yngsti sigurvegari Players – Hápunktar 4. dags

Það var hinn ungi Si Woo Kim frá S-Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á The Players. Kim er fæddur 28. júní 1995 og því aðeins 21 árs og yngsti sigurvegari The Players frá upphafi. Sigurskor hans var 10 undir pari, 278 högg (69 72 68 69) – hann spilaði stöðugt golf og eins og sjá má var hann með 3 hringi undir 70. Í 2. sæti urðu Ian Poulter og Louis Oosthuizen, báðir á samtals 7 undir pari, 281 höggum, hvor; Poulter (72 67 71 71) og Oosthuizen (69 66 73 73). Til þess að sjá lokastöðuna á The Players SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Wallace sigraði á Opna portúgalska

Enski kylfingurinn Matt Wallace, sem búinn var að vera í forystu, sigraði á Opna portúgalska. Sigurskor Wallace var 21 undir pari, 271 högg ( 63 66 73 69). Í 2. sæti, 3 höggum á eftir, varð Bandaríkjamaðurinn Julian Suri á samtals 18 undir pari (67 68 74 65). Í 3. sæti varð síðan Frakkinn Matthieu Pavon á samtals 16 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna portúgalska SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Blair O´Neal —— 14. maí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Blair O´Neal. Blair O´Neal fæddist 14. maí 1981 í Macomb, Illinois og er því 36 ára í dag . Hún fluttist aðeins 2 ára gömul til Arizona. Þegar hún var lítil var hún í ballet, jazzballet og hafði gaman af klappstýruleikjum en féll algerlega fyrir golfinu 11 ára gömul. Hana dreymdi um að fara í Arizona State háskólann og vinna gullið með golfliði skólans og að verða einn góðan veðurdag atvinnukylfingur. Frá 12 ára aldri æfði hún stíft, oft með pabba sínum oft langt fram yfir sólsetur á æfingasvæðinu. Það var stuðningur fjölskyldu hennar sem gerði golfferil hennar mögulegan: Hún var í U.S. Junior Ryder Cup Team Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2017 | 12:00

GL: Axel Fannar og Theódór unnu Frumherjabikarinn og Birgir fór holu í höggi

Frumherjarbikarinn fór fram laugardaginn 13. maí á Garðavelli og þar urðu hlutskarpastir Axel Fannar Elvarsson án forgjafar og Theódór Freyr Hervarsson með forgjöf. Frumherjarbikarinn er innanfélagsmót með mikla hefð allt aftur til ársins 1986 er það var haldið í fyrsta skipti. Í þetta skiptið mættu 38 keppendur til leiks. Garðavöllur lítur vel út nú um miðjan maí og voru kylfingar ánægðir með ástand vallar. Einn keppandi, Birgir Arnar Birgisson eða Biggi Bigg eins og hann kallast á meðal heimamanna fór holu í höggi á 18. holu. Að sögn Bigga þá var vindur í bakið og létt nía sem skilaði þessu flotta afreki en þetta voru heilir 128m að hans sögn. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2017 | 10:00

PGA: Butch Harmon telur að Poulter geti sigrað á Players

„Ian Poulter á stóran möguleika á sigri og ég myndi elska það að sjá hann flagga sigri á sunnudeginum (þ.e. í dag). Eftir allt sem hann hefir gengið í gegnum, frá því að hann hélt að hann hefði tapað sæti sínu á PGA Tour og að sigra síðan og fá 10 ára undanþágu til að spila á PGA Tour, það myndi vera sérstakt.“ Þetta er álit Butch Harmon, golfkennaragúrú með meiru á Poulter. Harmon sagði ennfremur að sér virtist sem Poulter hefði haft stjórn á öllu sem hann var að gera allan liðlangan daginn og hann hefði ekki tapað höggi. Ian Poulter er T-5 fyrir lokahringinn, á samtals 6 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2017 | 08:00

PGA: Willett: „Líkami og hugur þarfnast hvíldar“ – dró sig úr Players

Danny Willett, Masters sigurvegari frá árinu 2016, dró sig úr Players Championship, sem var fyrsta PGA Tour mót hans eftir að hann hörkureifst við kylfusvein sinn og æskuvin Jonathan Smart, með þeim afleiðingum að Smart hætti hjá Willett – Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  Willett sagði að líkami hans og hugur þörfnuðust hvíldar eftir að hafa dregið sig úr £8.1 milljóna mótinu eftir að hafa aðeins spilað 9 holur á 2. hring. Aðspurður hvort Willett myndi taka þátt í flagskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, The BMW PGA Championship þar sem verðlaunafé er £5.4 milljónir, en mótið er fyrsta mót Rolex Series, sagði Willett: „Við sjáum hvað setur.“ „Ég hef Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2017 | 07:00

PGA: Holmes og Stanley efstir á Players – Hápunktar 3. dags

Það eru JB Holmes og Kyle Stanley sem deila forystunni á The Players mótinu fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í kvöld. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum; Holmes (68 69 70) og Stanley (69 66 72). Einn í 3. sæti er Louis Oosthuizen frá S-Afríku, höggi á eftir eða á samtals 8 undir pari (69 66 73). Til þess að sjá hápunkta 3. dags á The Players SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á The Players SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2017 | 17:00

Evróputúrinn: Wallace m/ 3. högga forystu f. lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Enski kylfingurinn Matt Wallace er enn í forystu á Opna portúgalska fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag. Wallace hefir samtals spilað á 17 undir pari, 202 höggum ( 63 66 73). Í 2. sæti 3 höggum á eftir er Sebastian Heisele frá Þýskalandi á 14 undir pari, 205 höggum ( 64 70 71) og í 3. sæti er síðan enn annar Englendingur Sam Walker, enn öðru höggi á eftir. Sjá má hápunkta 3. dags á Opna portúgalska með því að SMELLA HÉR:  Sjá má stöðuna á Opna portúgalska með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Loftsson —— 13. maí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Loftsson. Arnar er fæddur 13. maí 1967 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu Arnars hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Arnar Loftsson (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jóhannes Ólafsson, 13. maí 1951 (66 ára); Finnur Sturluson, 13. maí 1952 (65 ára); Iain McGregor (kylfusveinn Alastair Forsyth) f. 13. maí 1961 – d. 11. maí 2014; Hafsteinn Sigurður Hafsteinsson, 13. maí 1965 (52 ára); Arnar Loftsson, 13. maí 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Patrik Sjöland 13. maí 1971 (46 ára); Nathan Andrew Green, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2017 | 10:00

PGA: Rory m/ bakverk á The Players!

Nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy hefir þjáðst af bakverkjum á The Players. Þegar hann snýr aftur til Norður-Írlands, eftir mótið, þ.e. á mánudaginn nk. mun hann fara í röntgenmyndatökur. Rory er á sléttu pari, 144 höggum eftir 2. hringi (73 71) og er T-43, sem er ágætt, en hann flaug í gegnum niðurskurð þrátt fyrir bakeymslin. Aðspurður hvernig hann væri í bakinu sagði Rory: „Það er augljóslega ekki 100%, en það er nógu gott til þess að ég geti þvæst hér um næstu tvo daga.“ Hann sagði að verkurinn kæmi frá sama svæði og rifbeinsbrot hans fyrr í vetur, þegar hann varð að taka sér frí frá keppni. „Ef Lesa meira