Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State í 4. sæti e. 1. dag NCAA Washington Regionals

Bjarki Pétursson, GB, Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu Kent State taka þátt í NCAA Washington svæðismótinu. Mótið fer fram í Aldarra golfklúbbnum í Sammamish í Washington, dagana 15.-17. maí 2017 og eru þátttakendur 75. Eftir 1. dag mótsins er Gísli T-14, á sléttu pari, 71 höggi, en Bjarki T-27 á 2 yfir pari, 73 höggum. Kent State, lið þeirra Bjarka og Gísla er í 4. sæti í liðakeppninni af 14 háskólaliðum, sem þátt taka. Sjá má stöðuna á NCAA Washington Regionals með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 22:00

Guðmundur Ágúst spilar á Nordea Masters!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, afrekskylfingur úr GR, kemur til með að spila á Nordea Masters mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Guðmundur Ágúst öðlaðist keppnisrétt eftir frábæra frammistöðu í úrtökumóti fyrir Nordea Masters. Úrtökumótið fór fram í dag, 15. maí 2017, í  Barsebäck Golf & Country Club og lék Guðmundur Ágúst á 5 undir pari 68 glæsi-höggum og varð í 2. sæti!! Á hringnum fékk Guðmundur Ágúst 6 fugla og 1 skolla. Andri Þór Björnsson, GR, tók einnig þátt í úrtökumótinu, en hann komst ekki á Nordea Masters, lék á 1 undir pari, 72 höggum og varð T-17, en það dugði ekki til. Það sama má segja um Axel Bóasson, GK; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 18:30

Ólafía Þórunn hitti Phil Mickelson – Hefur keppni á Kingsmill n.k. fimmtudag

Golf 1 birti frétt af því um daginn að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefði hitt Phil Mickelson og Jon Rahm á KPMG degi, þar sem viðskiptavinir fyrirtækisins fengu tækifæri til þess að spila við kylfinga, sem styrktir eru af KPMG- Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR:  Ólafía birti þessa flottu mynd af sér og Phil og Alfreð Brynjar, bróður sínum frá þessum degi á heimasíðu sinni og er hún birt hér að nýju – vegna þess hversu einstaklega flottir kylfingar eru hér á ferð! Nú í vikunni tekur er Ólafía Þórunn meðal keppenda á Kingsmill Championship presented by JTBC. Mótið fer fram 18.-21. maí 2017 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Ken Venturi, sem einna frægastur er fyrir að hafa sigrað á Opna bandaríska risamótinu árið 1964. Bandaríski kylfingurinn Kenneth Venturi, alltaf kallaður Ken, fæddist 15. maí 1931 í San Francisco og hefði því orðiðí 86 ára, á árinu, en hann lést reyndar nánast upp á dag 4 árum síðan, þ. 17. maí 2013. Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Venturi er fyrrum atvinnukylfingur á PGA-mótaröðinni og golfsjónvarpsfréttamaður. Ken, (sem var 1.83 m á hæð og 77 kg þungur) vakti fyrst athygli (fyrir 59 árum) þ.e. árið 1956 þegar hann sem áhugamaður, lenti í 2. sæti á The Masters, eftir að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 14:00

Poulter svarar Chamblee fullum hálsi „Auðvelt að sitja á rassgatinu!“

Enginn getur nokkru sinni vænt Ian James Poulter um að vera feimna týpan, sem er tilbaka. Þannig að þegar golffréttaskýrandinn Brandel Chamblee var að skjóta á Poulter fyrir það sem hann taldi ósannfærandi tilraun þess síðarnefnda að reyna að bera sigurorð af hinum unga, Si Woo Kim á lokahring Players, þá var Poulter ekki seinn að svara fyrir sig á Twitter. Á því sviði er svo sannarlega ekki hægt að væna Poulter um að bakka eða reyna ekki nógu mikið. Það er í raun ekki annað en hægt að dást að Poulter fyrir að rúlla upp golfpeysuna sína frá því sem virtist vera öruggt að hann myndi missa kortið sitt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 12:15

Eimskipsmótaröðin 2017 (3): Valdís Þóra meðal keppenda á 1. móti ársins-Egils Gullmótinu!

Það er mat fagmanna og sérfræðinga sem sjá um umhirðu golfvalla landsins að vellirnir komi afar vel undan vetri. Það ríkir því mikil tilhlökkun hjá keppendum fyrir þriðja mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni 2016-2017. Egils–Gullmótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru 19.-21. maí. Tímabilið 2016-2017 er fyrsta tímabilið í sögu Eimskipsmótaraðarinnar þar sem keppni á nýju tímabili hófst að hausti til. Skráning í Egils-Gull mótið stendur yfir og hafa margir þekktir kylfingar skráð sig til leiks. Þar má nefna að Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, er skráð til leiks. Valdís Þóra er tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi og er ein þriggja íslenskra kvenna sem hafa komist inn á sterkustu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 12:00

Heimslistinn: Si Woo Kim kominn í 28. sætið!!!

Ungi, suður-kóreanski kylfingurinn Si Woo Kim, sem sigraði í gær á The Players fer upp um 47. sæti á heimslistanum þ.e. úr 75. sætinu sem hann var í fyrir mótið og upp í 28. sætið! Meðal tíðinda á heimslistanum er einnig að Ian Poulter sem var dottinn af topp-100 lista bestu kylfinga heims – flýgur aftur inn á þann lista þ.e. var í 197. sætinu fyrir mótið en er nú kominn í 80. sæti heimslistans – vegna 2. sætisins, sem hann varð í á The Players. Matt Wallace, sem sigraði svo glæsilega á Opna portúgalska á Evrópumótaröðinni fer úr 242. sæti heimslistans og upp í 137. sætið þ.e. stekkur upp Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Si Woo Kim?

Si Woo Kim komst fyrst á PGA Tour 17 ára og er sá yngsti 17 ára, 5 mánaða og 6 daga þegar hann afrekaði það í Q-school PGA í desember 2012. Golf 1 skrifaði kynningargrein um „Nýju strákana á PGA Tour“ og má hér lesa kynningu Golf 1 á þessum yngsta meðlim PGA Tour frá upphafi Si Woo Kim með því að SMELLA HÉR:  Í raun er árangur þessa unga, suður-kóreanska kylfings algjörlega ótrúlegur!!! En margir kannast samt ekki við hann og kunna að spyrja: Hver er kylfingurinn? Si Woo Kim fæddist 28. júní 1995 og er 21 árs í dag, 3 árum eftir að hann fékk kortið sitt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 08:00

PGA: Högg 4. dags á Players – Albatross Rafa

Rafa Cabrera Bello átti æðislegt högg á par-5 16. holu TPC Sawgrass á lokahring The Players í gær. Hann spilaði holuna á 2 höggum þ.e. fékk albatross, en þess mætti geta að þetta er 3. albatrossinn í sögu The Players!!! …. og sá fyrsti sem kemur á 16. holunni!!! Höggið góða var að sjálfsögðu valið högg dagsins á The Players. Rafa lauk keppni T-4, þ.e. deildi 4. sætinu með Kyle Stanley, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið. Skor Rafa var 6 undir pari, 282 högg (69 70 73 70) og hann spilaði síðustu 3 holur á 8 höggum; því hann fékk fugl á næstu; hina erfiðu par-3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 07:00

Hvað var í sigurpoka Si Woo Kim?

Eftirfarandi kylfur voru í poka sigurvegara The Players 2017, Si Woo Kim:  Dræver: TaylorMade ’17 M1 460 (Mitsubishi Chemical Tensei Blue 70TX skaft), 8.5° 3-tré: TaylorMade ’17 M1 (Mitsubishi Chemical Kuro Kage Dual TiNi 80TX skaft), 15° 5-tré: TaylorMade ’17 M1 (Matrix Speed Rulz Type-C 80TX skaft), 19° Járn: TaylorMade P770 (3-4; KBS Tour-V 125 sköft), TaylorMade P750 Tour Proto (5-9; KBS Tour-V 125 sköft) Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM6 (48-08 F-Grind, 54-08 M-Grind and 60-08 J-Grind°; KBS Tour-V 120 sköft) Pútter: Scotty Cameron 009M Prototype Bolti: TaylorMade TP5x