Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Ásta Farestveit – 17. maí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Ásta Farestveit. Ólöf Ásta er fædd 17. maí 1969 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri m.a. á Opna Lancôme mótinu á Hellu undanfarin ár. Ólöf Ásta er gift Þráni Bj.Farestveit. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Ólöfu Ástu til hamingju með daginn: Ólöf Ásta Farestveit (48 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tim Sluiter 17. maí 1979 (38 ára); Hunter Mahan 17. maí 1982 (35 ára) og Tinna Jóhannsdóttir, GK, 17. maí 1986 (31 árs). Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2017 | 14:00

Kate Upton tekur þátt í Tiger Jam

Kate Upton 24 ára, er þekkt fyrir ýmislegt m.a. er hún módel og leikkona. Sem módel hefir hún m.a. birtst í bikíniblaði SI (Sports Illustrated) og hún hefir leikið í ýmsum auglýsingum vestra. Varla er til kynþokkafyllri hamborgaraauglýsing en sú sem hún lék í fyrir Carl´s Jr. and Harder´s hamborgarastaðinn og sjá má með því að SMELLA HÉR:  Nú hefir Upton þegið boð Tiger um að taka þátt í góðgerðargolfmótinu Tiger Jam at MGM Grand, en þar er hún sérlegur gestur Tiger. Á Twitter síðu Kate Upton má þannig lesa: „Golf. Play. Party. Repeat. Excited for #TigerJam benefiting @twfoundation http://bit.ly/2p2n6H1 #ad“ (Lausleg þýðing: Golf. Spil. Partý. Endurtekning. Hlakka til að taka þátt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2017 | 12:00

Manassero vonast eftir góðu gengi á Sikiley

Ekki hefir borið mikið á ítalska kylfingnum Matteo Manassero að undanförnu. E.t.v. líka einhver kynslóð kylfinga, sem ekki kannast við hann, svo langt er síðan hann hefir verið meðal efstu manna í mótum. Fyrir þá sem rifja vilja upp kynnin við Manassero má líta hér á kynningargreinar Golf 1 um kylfinginn unga: Manassero I     Manassero II     Manassero III     Manassro IV     Manassero V Honum hefir ekki gengið illa í mótum, en aldrei náð að sigra – því lítur hann vonaraugum til móts Evrópumótaraðarinnar í þessari viku, Rocco Forte Open, sem fram fer í heimalandi Manassero í Verdura, á Sikiley. Þar vonast þessi nú 24 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2017 | 10:00

GA: Frábær veðurspá fyrir opnunamótið!!!

Veðurspáin verður bara betri og betri fyrir laugardaginn nk. og er mikill spenningur hjá þeim GA að halda fyrsta mót sumarsins! Þeir kylfingar, sem koma frá Islantilla munu spila í sínu „heimaumhverfi“ þar sem spáin er heiðskýrt, blankó og sól. Skráning er í fullum gangi og fer fram inn á golf.is í síma 462-2974 og á skrifstofa@gagolf.is Eins má skrá sig á golf.is með því að SMELLA HÉR:  Jaðarinn kemur gríðarlega vel undan vetri og GA-ingar ánægðir með að geta haldið 18 holu mót svona snemma á sumargrínum! Spurning kannski bara um að skella sér norður!!! Tilvalið fyrir kylfinga að byrja strax að lækka forgjöfina sína fyrir sumarið. Keppt verður í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2017 | 08:00

Rory vonast til að taka þátt á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar

Rory McIlroy hefur æfingar nú um helgina en hann er allur að skríða saman eftir að rifbeinameiðsl hans leiddu í bakið. Hann er vongóður um að hann taki þátt í flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, BMW PGA Championship, sem hefst í Wentworth í næstu viku. Nr. 2 á heimslistanum (Rory) fór í röntgenmyndatöku í Belfast s.l. mánudag sem kom vel út. Rory lét hafa eftir sér á blaðamannafundi að hann væri með fingur krossaða að hann gæti spilað í Wentworth – en þar sigraði hann 2014 – en hann sagði jafnframt munu hlíta ráðum lækna og sérfræðinga og myndi ekki spila ef þeir teldu það vera það besta fyrir hann. Rory sagðist myndu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki í 6. sæti á NCAA svæðismótinu e. 2. dag og fékk ás!!! Gísli T-27

Bjarki Pétursson, GB, Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu Kent State taka þátt í NCAA Washington svæðismótinu. Mótið fer fram í Aldarra golfklúbbnum í Sammamish í Washington, dagana 15.-17. maí 2017 og eru þátttakendur 75. Á 2. keppnisdegi fékk Bjarki glæsiás á par-3 2. holu Aldarra vallarins!!!! Frábært hjá Bjarki.  Hann kláraði 2. hring á 3 undir pari, 68 glæsihöggum!!! Samtals er Bjarki búinn að spila á 1 undir pari, 141 höggi (73 68) og er T-6 í mótinu. Gísli er samtals á 4 yfir pari, 146 höggum (71 75) og er T-27 eftir 2. keppnisdag. Kent State, lið þeirra Bjarka og Gísla er í 3. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2017 | 18:00

10 bestu kylfingar allra tíma

TJ Auclair, golffréttaritari hjá bandaríska PGA hefir sett fram lista yfir þá 10 kylfinga sem hann telur þá bestu allra tíma. Hann tekur fram í upphafi að slíkir listar séu aldrei hafnir yfir gagnrýni – sitt sýnist hverjum. En þegar litið sé á atriði eins og fjölda sigra á PGA Tour, sigra í golfmótum almennt, langlífi viðkomandi kylfings, sigra í risamótum þá sé listinn eftirfarandi: 1 Jack Nicklaus 2 Tiger Woods 3 Bobby Jones 4 Ben Hogan 5 Arnold Palmer 6 Gary Player 7 Sam Snead 8 Gene Sarazen 9 Tom Watson 10 Byron Nelson Sjá má ítarlegri rökstuðning Auclair fyrir listanum þ.e. þessari röðun með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2017 | 17:00

GO: Magnús Birgisson hættir golfkennslu hjá GO – hefur golfkennslu á Vesturlandi!

Á heimasíðu Golfklúbbsins Odds (GO) má lesa kveðju ástsæls golfkennara, Magnúsar Birgissonar, sem gegnt hefir golfkennslu við klúbbinn til fjölda ára. Segir þar að hann muni hætta hjá GO en hefja golfkennslu á Vesturlandi. Hér er kveðja Magnúsar: Kveðja til félaga. Góðir félagar, vinir og nemendur, ég vil þakka fyrir mig. Í meira en áratug hef ég verið félagi í GO og starfað sem golfkennari klúbbsins. Ég hef átt hér frábær ár með góðum félögum, vinum og nemum. Ég hef nú þegið starf við golfkennslu á Vesturlandi, Borgarbyggð og Snæfellsnesi. Það er ný áskorun sem mér finnst spennandi glíma. Ég yfirgef Oddinn með hlýju, þakklæti og virðingu. Gangi ykkur öllum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Bergur Jónasson og Birgir Leifur Hafþórsson – 16. maí 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Bergur Jónasson og  Birgir Leifur Hafþórsson.  Bergur Jónasson er fæddur 16. maí 1987 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Bergur vinnur hjá Air Atlanta og er í sambandi með Rebekku Rut Skúladóttur og á  1 barn.  Komast má á facebooksíðu Bergs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Bergur Jónasson – Innilega til hamingju með 30 ára stórafmælið!!! Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, eini karlatvinnukylfingur Íslendinga, sem hefir náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröð karla og stolt svo margra í golfíþróttinni hérlendis. Birgir Leifur er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Birgir Leifur er fæddur 16. mars 1976 og á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2017 | 09:30

Tom Watson … fallhlífarstökkvari – Myndskeið

Gamla golfbrýnið Tom Watson og fyrrum fyrirliði bandaríska liðsins í Ryder Cup, lét sig hafa það nú á dögunum að stökkva, fallhlífarstökkvi. Stökkið góða tók hann í Fort Bragg í Norður-Karólínu, hjá fallhlífarstökksdeild Bandaríkjahers, sem nefnist The Golden Knights. Þess mætti geta að Watson, sem fæddur 4. september 1949,  er 67 ára og þetta var fyrsta fallhlífarstökk hans. „Þetta er æðislegt, nokkuð sem maður ætti að gera“ sagði Watson að fallhlífarstökkinu loknu og um kikkið að stökkva úr 14000 fetum í viðtali sem sjá má hér að neðan. Þar má sjá Watson ræða um stökk sitt við George Brett og framkvæmdastjóra ALS Greg Steinberg  þegar verið var að ræða Joe McGuff ALS Golf Lesa meira