Eimskipsmótaröðin 2017 (3): Ragnhildur efst í kvennaflokki e. 1. dag
Það er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sem er efst eftir 1. keppnisdag á Egils Gull mótinu, sem hófst í dag, 19. maí 2017. Hún lék á samtals 1 undir pari, 71 höggi. Á hringnum fékk Ragnhildur glæsiörn á 7. braut Leirunnar og síðan 2 skolla (á 12. og 16. braut) og lauk hringnum í dag á fugli (á 17. braut). Í 2. sæti 4 höggum á eftir er Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK á samtals 3 yfir pari, 75 höggum og 3. sætinu deila 3 kylfingar Berglind Björnsdóttir, GR; Saga Traustadóttir, GR og Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK; allar á samtals 5 yfir pari. Hér að neðan má sjá stöðuna í kvennaflokki eftir 1. Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2017 (3): Dagbjartur, Gunnar Smári og Hlynur í efsta sæti e. 1. dag
Fyrsta mót á Eimskipsmótaröðinni í ár, Egils Gull mótið i fór fram í dag, 19. maí 2017, á Hólmsvelli í Leiru. Þetta er hins vegar 3. mótið á 2017 keppnistímabilinu (en tvö mót fóru fram í september 2016). Í karlaflokki eru 3 kylfingar efstir og jafnir: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, Gunnar Smári Þorsteinsson, GR og Hlynur Bergsson, GKG. Allir hafa þessir kylfingar spilað á samtals 3 undir pari. Dagbjartur sem er aðeins 15 ára fékk, 4 fugla og 1 skolla í Leirunni; Gunnar Smári var með 6 fugla og 3 skolla og Hlynur fékk glæsiörn á 1. braut Leirunnar og bætti síðan við 3 fuglum og 2 skollum. Sjá má stöðuna Lesa meira
LPGA: Ólafía Þórunn úr leik á Kingsmill
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf leik á Kingsmill Championship í gær, 18. maí 2017. Í dag er hún úr leik eftir að hafa spilað á samtals 4 yfir pari, 146 höggum (73 73). Enn er verið að spila 2. hring, en skorin svo lág að ljóst er að Ólafía Þórunn kemst ekki gegnum niðurskurð. Í efsta sæti sem stendur er Lexi Thompson á samtals 11 undir pari og á 4 holur eftir óspilaðar. Sjá má stöðuna á Kingsmill Championship með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Ingjaldur Valdimarsson. Ingjaldur er fæddur 19. maí 1961 og því 56 ára í dag. Ingjaldur er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér: Ingjaldur Gjalli Valdimarsson (56 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Vilborg Ingvaldsdottir, 19. maí 1952 (65 ára); Michael Dean Standly 19. maí 1964 (53 árs); KJ Choi 19. maí 1970 (47 ára); Brynja Þórhallsdóttir, GK, 19. maí 1970 (47 ára); Kærleikskrásir Og Kruðerí Flúðum, 19. maí 1993 (24 ára); Áslaug Birna Bergsveinsdóttir, 19. maí 1994 (23 árs) ….. og …….. Fatasíða Á Akureyri Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira
Evróputúrinn: Quiros efstur á Rocco Forte Open – Hápunktar 2. dags
Það er spænski kylfingurinn Alvaro Quiros, sem er í efsta sæti The Rocco Forte Open, sem er mót Evrópumótaraðarinnar. Hann er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 127 höggum (63 64). Í 2. sæti eru Svíinn Sebastian Söderberg og enski kylfingurinn Michael Hoey heilum 4 höggum á eftir. Til að sjá hápunkta 2. dags á Rocco Forte Open SMELLIÐ HÉR: Til að sjá stöðuna á The Rocco Forte Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Dúa Jónsdóttir – 18. maí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Dúa Jónsdóttir. Ágústa Dúa er fædd 18. maí 1956 og á því 61 árs afmæli í dag. Hún er í Nesklúbbnum. Ágústa Dúa á synina Jón Þór og Árna Mugg Sigurðssyni. Ágústa Dúa hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og alltaf með góðum árangri, t.a.m. hefir hún á undanförnum árum tekið þátt í Lancôme mótinu á Hellu og átt sæti í liði NK í liðakeppni GSÍ. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu Dúu til hamingju með stórafmælið hér fyrir neðan: Ágústa Dúa Jónsdóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Roger Davis Lesa meira
Jordan Spieth í nýjum „Dallas“ golfskóm
Mót vikunnar á PGA Tour er AT&T Byron Nelson mótið. Það mót fer fram í heimaríki nr. 6 á heimslistanum, Jordan Spieth. Og þar ætlar hann sér stóra hluti. Eitt af því sem minna á alla á hversu mikill Texas-búi Spieth er, er golfskónum, sem klæðist ætlað að minna á Dallas. Á þeim er Texas Longhorn naut og Dallas skyline – Sjá meðfylgjandi mynd.
7 ísl. kylfingar hefja keppni erlendis í dag – Ólafía Þórunn fer út kl. 16:22
Það er nóg um að vera hjá íslensku atvinnukylfingunum í dag og næstu daga. Alls hefja sjö kylfingar keppni í dag. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hefur leik í dag á sterkustu atvinnumótaröð heims, LPGA. Ólafía Þórunn keppir á Kingsmill meistaramótinu sem fram fer í Williamsburg í Virginíufylki í Bandaríkjunum. Mótið hefst fimmtudaginn 18. maí og lokadagurinn er sunnudagurinn 21. maí. Niðurskurður er að loknum öðrum keppnisdegi. Ólafía á rástíma kl. 12:22 að staðartíma í dag eða 16:22 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Ólafíu með því að SMELLA HÉR: Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur leik á sínu fyrsta móti á Challenge Tour sem Lesa meira
GSÍ: Golfsumarið 2017 kynnt á fundi með fréttamönnum
Í fyrradag, 16. maí 2017, fór fram fundur með fréttamönnum þar sem að Golfsamband Íslands kynnti helstu hápunktana á golfsumrinu 2017. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips fóru lauflétt yfir málin með fréttamönnum í glæsilegum og nýuppgerðum veitingasal GR í Korpunni. Hægt er að nálgast allar upplýsingar sem lagðar voru fram á fundinum um Golfsumarið 2017 með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Kent State lauk leik í 2. sæti á NCAA Washington Regionals
Bjarki Pétursson, GB, Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu Kent State taka þátt í NCAA Washington svæðismótinu. Mótið fór fram í Aldarra golfklúbbnum í Sammamish í Washington, dagana 15.-17. maí 2017 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 75. Bjarki lauk keppni T-11, lék á samtals sléttu pari, 213 höggum (73 68 72). Gísli lauk keppni T-29, lék á samtals 8 yfir pari, 221 höggi (71 75 75). Kent State, lið þeirra Bjarka og Gísla varð í 2. sæti í liðakeppninni af 14 háskólaliðum, sem þátt tóku. Þetta þýðir að Bjarki, Gísli og félagar leika í landsúrslitunum. Sjá má lokastöðuna á NCAA Washington Regionals með því að SMELLA Lesa meira










