Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2017 | 19:00

GA: Konráð Þór og Linda Hrönn sigruðu á Opnunarmótinu

Í dag fór fram Opnunarmót Golfklúbbs Akureyrar – Þátttakendur voru 67 – 58 karl- og 9 kvenkylfingar. Keppnisform var punktakeppni með forgjöf og veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla og kvennaflokki. Sigurvegarar voru Konráð Þór Sigurðsson í karlaflokki úr Golfklúbbi Fjallabyggðar og Linda Hrönn Benediktsdóttir, úr Golfklúbbi Akureyar. Konráð Þór hlaut 40 punkta en Linda Hrönn 31 punkta. Hér að neðan má sjá öll úrslit í kvenna og karlaflokki: Kvennaflokkur: 1 Linda Hrönn Benediktsdóttir GA 25 F 13 18 31 31 31 2 Sólveig Sigurjónsdóttir GA 28 F 14 11 25 25 25 3 Guðrún Karítas Garðarsdóttir GA 28 F 13 10 23 23 23 4 Svandís Gunnarsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2017 | 18:45

Eimskipsmótaröðin 2017 (3): Fannar Ingi efstur e. 2. dag – Lék á 67 í dag!!!

Það er Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, sem er efstur í karlaflokki á Egils Gull mótinu eftir 2. dag. Fannar Ingi er búinn að spila á samtals 4 undir pari, 140 höggum (73 67). Hann átti frábæran glæsihring upp á 5 undir pari, 67 höggum; þar sem hann fékk 1 örn (á 1. holu); 3 fugla ( á 9., 14. 17 og 18. holu) og 1 skolli (á 6. holu). Þrír kylfingar deila 2. sætinu á samtals 3 undir pari; Ragnar Már Garðarsson, GKG; Ingvar Andri Magnússon, GR og Hlynur Bergsson, GKG. Hér að neðan má sjá stöðuna í Egils Gull mótinu í karlaflokki eftir 2. keppnisdag: 1 Fannar Ingi Steingrímsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2017 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (3): Berglind efst e. 2. dag

Það er Berglind Björnsdóttir, GR, sem er í efsta sæti á Egils-Gull mótinu fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun. Berglind var sú eina í kvennaflokki sem spilaði undir pari vallar í dag eða á 1 undir pari, 71 höggi. Samtals er Berglind búin að spila á 4 yfir pari, 148 höggum (77 71). Í 2. sæti er forystukona gærdagsins, Ragnhildur Kristinsdóttir, GR á 5 yfir pari og eru hún og Berglind í nokkrum sérflokki. Í 3. sæti er Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK, á 10 yfir pari. Hér að neðan má sjá stöðuna í kvennaflokki á Egils-Gull mótinu eftir 2. keppnisdag: 1 Berglind Björnsdóttir GR 3 F 36 35 71 -1 77 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2017 | 16:30

Nordic Golf League: Haraldur Franklín lauk keppni T-2 í Svíþjóð

Haraldur Franklín Magnús, GR, lék langbest íslensku keppendanna á Fjällbacka Open mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni og lauk í dag, en mótið stóð frá 18.-20. maí 2017. Haraldur Franklín varð T-2 þ.e. deildi 2. sætinu ásamt heimamanninum Martin Eriksson, en báðir léku þeir á samtals 10 undir pari, 203 höggum, hvor; Haraldur Franklín (70 64 69). Haraldur Franklín átti glæsilegan lokahring upp á 2 undir pari, 69 högg á hring þar sem hann fékk 4 fugla og 2 skolla. Sigurvegari mótsins varð Elias Valås Falkenér Bertheussen frá Noregi á samtals 12 undir pari. Keppendurnir tveir frá Íslandi sem komust gegnum niðurskurð luku keppni á eftirfarandi máta T-14 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Sólveig Snorradóttir – 20. maí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Anna Sólveig er fædd 20. maí 1995 og á því 22 ára afmæli í dag. Anna Sólveig er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún byrjaði 9 ára að æfa golf, en var 8 ára þegar hún byrjaði fyrst að prófa. Þótt ung sé að árum á hún langan og farsælan feril í golfinu. Hún varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni stúlkna 2013. Árið 2014 spilaði Anna Sólveig á Eimskipsmótaröðinni og var í sveit GK, sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ. Anna Sólveig í afrekshóp GSÍ. Anna Sólveig var m.a. andlit Smáþjóðaleikanna, sem fram fór á Íslandi. 1.-6. júní 2015. Á afmælisdaginn er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2017 | 14:00

PGA: Spieth komst ekki gegnum niðurskurð á Byron Nelson

Jordan Spieth, 23 ára, komst ekki í gegnum niðurskurð í heimaríki sínu Texas á Byron Nelson mótinu, þrátt fyrir nýjan pútter og nýja golfskó. Kannski var það einmitt þeirra vegna sem hann náði ekki í gegn? Pútterinn sem Spieth hefir hingað til verið með er sá sem hann hefir verið með frá því hann var 15 ára þ.e. Titleist Scotty Cameron 009 Prototype, en hann er nýlega búinn að skipta yfir í  Futura T5W Tour Only pútter. Kylfingar skipta ógjarna um púttera – t.a.m. sagði Tiger í viðtali nú nýlega að það væru aðeins 2 kylfur sem börnin hans Sam og Charlie fengju ekki að snert en það eru báðir pútterarnir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2017 | 23:59

LPGA: Lexi efst e. á Kingsmill – Hápunktar 2. dags

Lexi Thompson vermir efsta sætið í hálfleik á Kingsmill Championship. Lexi hefir spilað á samtals 12 undir pari, 130 höggum (65 65). Í 2. sæti er Solheim Cup kylfingurinn Gerina Piller á samtals 9 undir pari, 133 höggum (66 67). Candie Kung frá Tapei og nr. 1 á heimslistanum, Lydia Ko deila síðan 3. sætinu á samtals 8 undir pari, hvor. Sjá má hápunkta 2. dags á Kingsmill Championship með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2017 | 23:45

PGA: Kokrak efstur í hálfleik á AT&T Byron Nelson – Hápunktar 2. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Jason Kokrak, sem er efstur í hálfleik á AT&T Byron Nelson mótinu, sem fram fer á TPC Four Seasons Resort, í Irving, Texas. Kokrak er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 128 höggum (66 62). Í kvöld átti Kokrak frábæran hring upp á 8 undir pari, 62 högg, þar sem hann var með skollalaust skorkort með 8 fuglum og 10 pörum. Í 2. sæti, 5 höggum á eftir Kokrak er Billy Horschel á samtals 7 undir pari, 133 höggum (68 65). Til þess að sjá hápunkta 2. dags á AT&T Byron Nelson mótinu SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á AT&T Byron Nelson mótinu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2017 | 21:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklin T-2 og á glæsilegum 64 2. keppnisdag!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR,  tekur líkt og 4 aðrir íslenskir kylfingar þátt í móti á Nordic Golf League mótaröðinni: Fjällbacka Open, sem fram fer í Fjällbacka golfklúbbnum, í Fjällbacka í Bohus-dalnum í Svíþjóð. Haraldur Franklín er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 134 höggum (70 64) og er í 2. sæti eftir 2. dag mótsins. Í dag, 2. keppnisdag, skilaði Haraldur Franklín glæsilegu skollalausu korti þar sem hann fékk 7 fugla og 11 pör og var á frábæru skori, 64 höggum!!! Hinir íslensku keppendurnir eru í eftirfarandi sætum og á eftirfarandi skori: T-14 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, samtals á 3 undir pari, 139 höggum (69 70). T-31 Axel Bóasson, GK, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2017 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur úr leik á Andalucia Costa del Sol holukeppninni

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er úr leik á Andalucia Costa del Sol holukeppninni 9. Aðeins 32 efstu eftir 2. daga komust áfram í holukeppnina, sem fram fer um helgina. Því miður var Birgir Leifur ekki þar á meðal. Birgir Leifur lék 1. hring á 3 undir pari, 68 glæsihöggum, en í dag gekk ekki eins vel; Birgir Leifur lék á 6 yfir pari, 77 höggum. Sjá má stöðuna í Andalucia Costa del Sol holukeppninni 9 með því að SMELLA HÉR: