PGA: Billy Horschel sigraði á AT&T Byron Nelson e. bráðabana v/Jason Day
Það var bandaríski kylfingurinn Billy Horschel sem sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu eftir bráðabana við Jason Day. Horschel vann þegar á 1. holu bráðabanans, með pari meðan Day fékk skolla. Báðir höfðu þar áður spilar 72 holurnar á samtals 12 undir pari, 268 höggum; Horschel (68 65 66 69) og Day (68 69 63 68). Forystumenn fyrri hringja enduðu í 3. og 4. sæti þ.e. James Hahn í 3. sæti og Jason Kokrak í 4. sæti. Sjá má lokastöðuna á AT&T Byron Nelson með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 4. dags á AT&T Byron Nelson með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Lexi sigraði á Kingsmill á mótsmeti – Hápunktar lokarhringsins
Lexi Thompson sigraði á Kingsmill Championship og setti þar að auki nýtt mótsmet. Lexi lék á samtals 20 undir pari, 264 höggum (65 65 69 65), sem er nýtt mótsmet. Í 2. sæti, heilum 5 höggum m á eftir Lexi varð In Gee Chun frá S-Kóreu, á samtals 15 undir pari, 269 höggum (69 66 67 67). Til þess að sjá lokastöðuna á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR:
Eimskipsmótaröðin 2017 (3): Fannar Ingi sigraði á Egils Gull mótinu á -5!!!
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, sigraði á Egils Gull mótinu, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru 19.-21. maí 2017. Fannar Ingi var á besta skorinu í mótinu 5 undir pari, 211 höggum (73 67 71). Í 2. sæti varð Ragnar Már Garðasson, GKG, 3 höggum á eftir á samtals 2 undir pari, 214 höggum (73 68 73 ). Þriðja sætinu deildu GR-ingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson, 15 ára!!! … Ingvar Andri Magnússon, báðir á 1 undir pari, 215 höggum; Dagbjartur (69 74 72) og Ingvar Andri (71 70 74). Hér að neðan má sjá lokastöðuna í karlaflokki á Egils Gull mótinu: 1 Fannar Ingi Steingrímsson GHG -3 F 34 37 71 -1 Lesa meira
Evróputúrinn: Quiros sigraði á Rocco Forte mótinu e. bráðabana v/Zander Lombard
Spænski kylfingurinn Alvaro Quiros sigraði í Rocco Forte mótinu á Sikiley í dag, eftir bráðabana við Zander Lombard frá S-Afríku. Báðir léku þeir Quiros og Lombard á samtals 14 undir pari, 270 höggum; Alvaro Quiros (63 64 70 73) og Zander Lombard (62 68 72 68). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar sigraði Quiros á 2. holu bráðabanans, en spila þurfti par-4 18. holu Verdura vallarins tvisvar. Sjá má hápunkta lokahringsins á Rocco Forte mótinu með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á Rocco Forte með því að SMELLA HÉR:
Eimskipsmótaröðin 2017 (3): Berglind sigraði á Egils Gull mótinu í kvennaflokki
Það var Berglind Björnsdóttir, GR, sem stóð uppi sem sigurvegari í Egils Gull mótinu í kvennaflokki í dag. Berglind lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (77 71 74). Þetta er í 3. skiptið sem Berglind sigrar á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni; en hún sigraði áður í þessu móti Eimskipsmótaraðarinnar, 9. maí 2012 á Vestmannaeyjavelli og síðan 1. júní 2014 á Strandarvelli, á Hellu. Glæsilegt hjá Berglindi!!! Í stuttu viðtali við Golf 1 sagði Berglind að hún ætlaði að keppa í eins mörgum mótum í sumar og hún gæti og fara síðan í Q-school í haust. Aðspurð um ástand Leirunnar, sagði Berglind hana vera frábæra og hún hefði Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sveinn Snorrason – 21. maí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Sveinn Snorrason. Sveinn er í Golfklúbbnum Keili. Sveinn er fæddur 21. maí 1925 og á því 92 ára afmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bonnie Andersen, 21. maí 1964 (52 ára); Manuel Lara, 21. maí 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Fabrizio Zanotti (Paraguay), 21. maí 1983 (34 ára); Gary Woodland, 21. maí 1984 (33 ára); John Huh, 21. maí 1990 (27 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
PGA: Hahn efstur á Byron Nelson – Hápunktar 3. dags
Bandaríski kylfingurinn James Hahn er efstur eftir 3. hring AT&T Byron Nelson mótsins. Hahn hefir leikið á samtals 12 undir pari, 198 höggum (64 70 64). Í 2. sæti fast á hæla Hahn er Billy Horschel á samtals 11 undir pari, 199 höggum (68 65 66). Þriðja sætinu deila Jasonarnir Day og Kokrak, báðir á samtals 10 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 3. dags AT&T Byron Nelson mótsins SMELLIÐ HÉR: Sjá má stöðuna á Byron Nelson mótinu með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Lexi enn efst e. 54 holur – Hápunktar 3. dags
Lexi Thompson heldur forystu sinni á Kingsmill Championship nú þegar aðeins á eftir að spila lokahringinn á morgun. Lexi hefir spilað á samtals 14 undir pari, 199 höggum (65 65 69). Hún hefir 3 högga forskot á þá sem er í 4. sæti Rolex-heimslistans In Gee Chun, frá S-Kóreu, sem er í 2. sæti á samtals 11 undir pari, 202 höggum (69 66 67). Þriðja sætinu deila nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko, Minjee Lee frá Ástralíu og Sei Young Kim frá S-Kóreu, allar á 9 undir pari, hver. Sjá má hápunkta Kingsmill Championship með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Quiros enn í forystu Rocco Forte – Hápunktar 3. dags
Spænski kylfingurinn Alvaro Quiros heldur forystu sinni á The Rocco Forte Open, sem fram fer á Sikiley. Quiros hefir spilað samtals á 16 undir pari, 197 höggum ( 63 64 70). Hann hefir 5 högga forskot á Zander Lombard, frá S-Afríku, sem er í 2. sæti á 11 undir pari, 202 höggum (62 68 72 ). Í 3. sæti, enn einu höggi á eftir, eru heimamaðurinn Renato Paratore og Pep Angles frá Spáni. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Rocco Forte Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Rocco Forte Open SMELLIÐ HÉR:
Golfgrín á laugardegi 2017 (4)
Hér koma 3 góðir: Nr. 1 Spilafélaginn: „Jón þú ert seinn á teig.” Jón: „Já, en það er sunnudagur og ég varð að henda krónupeningi upp á hvort ég ætti að fara í kirkju eða spila golf.“ Spílafélaginn: „Já, allt í lagi, en af hverju ertu svona seinn fyrir?“ Jón: „Ég varð að henda peningnum upp 15 sinnum, þar til ég fékk réttu niðurstöðuna!“ Nr. 2 Kylfingur slæsaði golfbolta sinn í nærliggjandi hænsabú og þar því miður hitti boltinn hans eina hænuna og drap hana samstundis. Kylfingurinn varð mjög miður sín og fór til hænsnabóndans. „Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hann, „Ég átti hræðilegt teighögg sem drap eina Lesa meira










