LPGA: Ólafía Þórunn hefur leik í Volvik mótinu kl. 11:37 á morgun
Það er nóg um að vera hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á LPGA mótaröðinni þessa dagana. Ólafía keppir á fjórum mótum í röð en hún hefur lokið við fyrsta mótið í þessari mótatörn. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill meistaramótinu sem fram fór í Williamsburg í Virginíufylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Á morgun hefst LPGA Volvik meistaramótið á Travis Pointe GC í Ann Arbor. Ólafía Þórunn hefur leik kl. 11:37 að íslenskum tíma á morgun. Thomas Bojanowski, unnusti Ólafíu Þórunnar, var aðstoðarmaður hennar á Kingsmill meistaramótinu í Williamsburg í þessari viku. Ólafía Þórunn fær nýjan aðstoðarmann á LPGA Volvik mótinu en þar mætir til leiks þaulreyndur atvinnukylfuberi. Dagana 2.-4. Lesa meira
Pro Golf Tour: Þórður Rafn á 68 1. dag St. Pölten mótsins
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í St. Pölten mótinu, sem er hluti þýsku Pro Golf Tour mótaraðarinnar. Mótið hófst í gær og stendur dagana 23.-25. maí 2017 og eru þátttakendur 81. Ekki tókst að klára hringinn í gær vegna veðurs, og var lokið við að leika hann í morgun. Á þessum 1. hring var Þórður Rafn á 3 undir pari, 68 glæsihöggum og er sem stendur T-19!!! Sjá má stöðuna á St. Pölten mótinu með því að SMELLA HÉR:
Rory og fleiri kylfingar hryggir yfir sprengjuárásinni í Manchester
S.l. mánudag 22. maí 2017 dóu 22 manns í Manchester Arena í England, eftir að sprengja sprakk eftir Ariana Grande tónleika. Engu að síður mun flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar fara fram, hefst á morgun, en það er í Surrey, sem er ekki langt frá Manchester. Framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar, Keith Pelley , var hryggur yfir sprengjuárásinni: „Ég vaknaði í morgun og leit á veðurfréttirnar, hugsandi um golfvöllinn og styrkleika mótsins og spenntur fyrir deginum og síðan kveikti ég á SKY News og heyrði um harmleikinn í Manchester. Það er erfitt að trúa því að þetta hafi gerst í aðeins 160 mílna fjarlægð héðan.“ „Hugsanir okkar og bænir eru með fjölskyldum fórnarlambanna. Þetta er ótrúlegt en af virðingaskyni Lesa meira
Harrington sækist eftir fyrirliðastöðu
Pádraig Harrington segist myndu „elska“ að vera fyrirliði Evrópu í Ryder bikarskeppnum framtíðarinnar. Harrington er einn af þeim Ryder Cup leikmönnum Evrópu, sem hlotið hefir flestar viðurkenningar við 6 mismunandi tækifæri, 1999, 2002, 2004, 2006, 2008 and 2010. Írinn (Harrington) sem sigrað hefir þrívegis í risamótum hefir sigrað 4 sinnum og hlotið 10,5 stig í 25 leikjum, sem hann hefir leikið fyrir Evrópu. Margir tölu ekki mögulegt að fá hinn 45 ára Harrington til að vera fyrirliði liðs Evrópu, en hann virðist mjög áfram um það í augnablikuinu. „Ég get mér þess til að fólk telji mig og Lee (Westwood) líklega (fyrirliða) í næsta mót eða e.t.v. þarnæsta,“sagði hann í viðtali Lesa meira
Afmæliskylfngur dagsins: Hulda Birna Baldursdóttir – 23. maí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Hulda Birna Baldursdóttir, en hún er fædd 23. maí 1973. Hulda Birna er PGA golfkennaranemi og framkvæmdarstjóri Stelpugolfs undanfarin ár (2014-2016). Hún er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA. Afmæliskylfingurinn er gift Einari Erni Jónssyni og á 4 börn: Baldur, Margréti, Gabríel og Mikael. Komast má á facebook síðu Huldu Birnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hulda Birna Baldursdóttir (44 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: David Graham, 23. maí 1946 (71 árs); Gary Dennis McCord, 23. maí 1948 (69 ára); Óskar Herbert Þórmundsson, 23. maí 1950 (67 ára); Guðmundur Ingibergsson, 23. maí Lesa meira
Hvaða kylfur voru í sigurpoka Lexi á Kingsmill?
Eftirfarandi kylfur og golfútbúnaður voru í sigurpoka Lexi Thompson á Kingsmill Championship s.l. helgi (20.-21. maí 2017): Dræver: Cobra King F7+ Black (9°, weight forward). Skaft: Fujikura Pro 53X (tipped 1 þumlungur við 45 þumlunga). 3 tré: Cobra King LTD in Lexi Blue (13.5°) Skaft: Graphite Design Tour AD GP 6S. Blendingur: Cobra Fly-Z Black (18°) Skaft: Aldila Green NV 85S Hybrid. Járn: Cobra S2 Forged irons (3, 6-PW) Sköft: Project X 5.0. Fleygjárn: Cobra Tour Trusty Chrome (47°, 50°, 55° og 60°) Sköft: True Temper Dynamic Gold S200. Pútter: Bettinardi Queen B #6. Golfbolti: Bridgestone B330S.
Hvað var í sigurpoka Quiros á Rocco Forte mótinu?
Eftirfarandi útbúnaður var í sigurpoka spænska kylfingsins Alvaro Quiros á Rocco Forte mótinu, á Evrópumótaröðinni á Sikiley, og eins klæddist hann eftirfarandi golffatnaði og skóm s.l. helgi, 20.-21. maí 2017: Dræver: Callaway GBB Epic, Grafalloy Blue X. Brautartré: Callaway GBB Epic, Grafalloy Blue X. Járn: Callaway Apex MB. Pútter: Odyssey O-Works Two Ball. Golfbolti: Callaway Chrome Soft X. Golffatnaður og golfskór: Puma.
GK: Styrktarmót fyrir Axel 28. maí n.k.!!!
Sunnudaginn 28. maí verður haldið á Hvaleyrarvelli styrktarmót fyrir Axel Bóasson og verður leikið tveggja manna Texas Scramble. Axel hefur verið að leika á Nordic Golf League mótaröðinni og hefur verið að gera vel undanfarið. Axel tók risastökk um daginn á heimslistanum og fór upp um 444 sæti eftir góðan árangur á Nordic Golf League. Eins og fyrra verður Axel með púttleik á púttflötinni fyrir neðan golfskálann og kostar 1000 kr að taka þátt. Þar verða glæsileg gjafabréf frá Heimsferðum í boði. Í mótinu sjálfu verða einnig glæsileg verðlaun í boði og kostar 6000 kr á mann að taka þátt í því. Axel verður að sjálfsögðu á svæðinu allan tímann Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lang —— 22. maí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Brittany Lang. Brittany fæddist í Richmond, Virginia, 22. ágúst 1985 og á því 32 ára afmæli í dag!!! Brittany var í Solheim Cup liði Evrópu 2013 og m.a. aðeins önnur af 2 til þess að vinna leik sinn í tvímenningsleikum sunnudagins f.h. liðs Bandaríkjanna, en Brittany vann leik sinn gegn Azahara Muñoz 2&1. Brittany var 2 ár í háskóla, Duke University og spilaði golf með háskólaliðinu. Hún hætti samt í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eftir gott gengi á US Women´s Open þar sem hún náði 2. sætinu (T-2) (sem er næstbesti árangur hennar til dagsins í dag í risamóti; besti árangurinn er að verða Lesa meira










