Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2017 | 13:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur leik í Volvik mótinu kl. 11:37 á morgun

Það er nóg um að vera hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á LPGA mótaröðinni þessa dagana. Ólafía keppir á fjórum mótum í röð en hún hefur lokið við fyrsta mótið í þessari mótatörn. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill meistaramótinu sem fram fór í Williamsburg í Virginíufylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Á morgun hefst LPGA Volvik meistaramótið á Travis Pointe GC í Ann Arbor.  Ólafía Þórunn hefur leik kl. 11:37 að íslenskum tíma á morgun. Thomas Bojanowski, unnusti Ólafíu Þórunnar, var aðstoðarmaður hennar á Kingsmill meistaramótinu í Williamsburg í þessari viku. Ólafía Þórunn fær nýjan aðstoðarmann á LPGA Volvik mótinu en þar mætir til leiks þaulreyndur atvinnukylfuberi. Dagana 2.-4. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2017 | 11:55

Pro Golf Tour: Þórður Rafn á 68 1. dag St. Pölten mótsins

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í St. Pölten mótinu, sem er hluti þýsku Pro Golf Tour mótaraðarinnar. Mótið hófst í gær og stendur dagana 23.-25. maí 2017 og eru þátttakendur 81. Ekki tókst að klára hringinn í gær vegna veðurs, og var lokið við að leika hann í morgun. Á þessum 1. hring var Þórður Rafn á 3 undir pari, 68 glæsihöggum og er sem stendur T-19!!! Sjá má stöðuna á St. Pölten mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2017 | 09:00

Rory og fleiri kylfingar hryggir yfir sprengjuárásinni í Manchester

S.l. mánudag 22. maí 2017 dóu 22 manns í Manchester Arena í England, eftir að sprengja sprakk eftir Ariana Grande tónleika. Engu að síður mun flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar fara fram, hefst á morgun, en það er í Surrey, sem er ekki langt frá Manchester. Framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar, Keith Pelley , var hryggur yfir sprengjuárásinni: „Ég vaknaði í morgun og leit á veðurfréttirnar, hugsandi um golfvöllinn og styrkleika mótsins og spenntur fyrir deginum og síðan kveikti ég á SKY News og heyrði um harmleikinn í Manchester. Það er erfitt að trúa því að þetta hafi gerst í aðeins 160 mílna fjarlægð héðan.“ „Hugsanir okkar og bænir eru með fjölskyldum fórnarlambanna. Þetta er ótrúlegt en af virðingaskyni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2017 | 18:00

Harrington sækist eftir fyrirliðastöðu

Pádraig Harrington segist myndu „elska“ að vera fyrirliði Evrópu í Ryder bikarskeppnum framtíðarinnar. Harrington er einn af þeim Ryder Cup leikmönnum Evrópu, sem hlotið hefir flestar viðurkenningar við 6 mismunandi tækifæri, 1999, 2002, 2004, 2006, 2008 and 2010. Írinn (Harrington) sem sigrað hefir þrívegis í risamótum hefir sigrað 4 sinnum og hlotið 10,5 stig í 25 leikjum, sem hann hefir leikið fyrir Evrópu. Margir tölu ekki mögulegt að fá hinn 45 ára Harrington til að vera fyrirliði liðs Evrópu, en hann virðist mjög áfram um það í augnablikuinu. „Ég get mér þess til að fólk telji mig og Lee (Westwood) líklega (fyrirliða) í næsta mót eða e.t.v. þarnæsta,“sagði hann í viðtali Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2017 | 16:00

Afmæliskylfngur dagsins: Hulda Birna Baldursdóttir – 23. maí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Hulda Birna Baldursdóttir, en hún er fædd 23. maí 1973. Hulda Birna er PGA golfkennaranemi og framkvæmdarstjóri Stelpugolfs undanfarin ár (2014-2016). Hún er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA.  Afmæliskylfingurinn er gift Einari Erni Jónssyni og á 4 börn: Baldur, Margréti, Gabríel og Mikael. Komast má á facebook síðu Huldu Birnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hulda Birna Baldursdóttir (44 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: David Graham, 23. maí 1946 (71 árs);  Gary Dennis McCord, 23. maí 1948 (69 ára); Óskar Herbert Þórmundsson, 23. maí 1950 (67 ára); Guðmundur Ingibergsson, 23. maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2017 | 08:00

Hvaða kylfur voru í sigurpoka Lexi á Kingsmill?

Eftirfarandi kylfur og golfútbúnaður voru í sigurpoka Lexi Thompson á Kingsmill Championship s.l. helgi (20.-21. maí 2017): Dræver: Cobra King F7+ Black (9°, weight forward). Skaft: Fujikura Pro 53X (tipped 1 þumlungur við 45 þumlunga). 3 tré: Cobra King LTD in Lexi Blue (13.5°) Skaft: Graphite Design Tour AD GP 6S. Blendingur: Cobra Fly-Z Black (18°) Skaft: Aldila Green NV 85S Hybrid. Járn: Cobra S2 Forged irons (3, 6-PW) Sköft: Project X 5.0. Fleygjárn: Cobra Tour Trusty Chrome (47°, 50°, 55° og 60°) Sköft: True Temper Dynamic Gold S200. Pútter: Bettinardi Queen B #6. Golfbolti: Bridgestone B330S.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2017 | 06:00

Hvað var í sigurpoka Quiros á Rocco Forte mótinu?

Eftirfarandi útbúnaður var í sigurpoka spænska kylfingsins Alvaro Quiros á Rocco Forte mótinu, á Evrópumótaröðinni  á Sikiley, og eins klæddist hann eftirfarandi golffatnaði og skóm  s.l. helgi, 20.-21. maí 2017: Dræver: Callaway GBB Epic, Grafalloy Blue X. Brautartré: Callaway GBB Epic, Grafalloy Blue X. Járn:  Callaway Apex MB. Pútter: Odyssey O-Works Two Ball. Golfbolti: Callaway Chrome Soft X. Golffatnaður og golfskór: Puma.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2017 | 03:00

GK: Styrktarmót fyrir Axel 28. maí n.k.!!!

Sunnudaginn 28. maí verður haldið á Hvaleyrarvelli styrktarmót fyrir Axel Bóasson og verður leikið tveggja manna Texas Scramble. Axel hefur verið að leika á Nordic Golf League mótaröðinni og hefur verið að gera vel undanfarið. Axel tók risastökk um daginn á heimslistanum og fór upp um 444 sæti eftir góðan árangur á Nordic Golf League. Eins og fyrra verður Axel með púttleik á púttflötinni fyrir neðan golfskálann og kostar 1000 kr að taka þátt. Þar verða glæsileg gjafabréf frá Heimsferðum í boði. Í mótinu sjálfu verða einnig glæsileg verðlaun í boði og kostar 6000 kr á mann að taka þátt í því. Axel verður að sjálfsögðu á svæðinu allan tímann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lang —— 22. maí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Brittany Lang. Brittany fæddist í Richmond, Virginia, 22. ágúst 1985 og á því 32 ára afmæli í dag!!! Brittany var í Solheim Cup liði Evrópu 2013 og m.a. aðeins önnur af 2 til þess að vinna leik sinn í tvímenningsleikum sunnudagins f.h. liðs Bandaríkjanna, en Brittany vann leik sinn gegn Azahara Muñoz 2&1. Brittany var 2 ár í háskóla, Duke University og spilaði golf með háskólaliðinu. Hún hætti samt í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eftir gott gengi á US Women´s Open þar sem hún náði 2. sætinu (T-2) (sem er næstbesti árangur hennar til dagsins í dag í risamóti; besti árangurinn er að verða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2017 | 03:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (3): Myndasería frá lokahring Egils Gulls mótsins