LPGA: Ólafía Þórunn á -1 þ.e 71 höggi á 2. degi Volvik
Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir nú lokið 2. hring Volvik mótsins, sem hófst í gær, í Ann Arbor, Michigan. Ólafía lék á 1 undir pari, 71 höggi og flaug í gegnum niðurskurð!!! Hún er sem stendur T-32 í mótinu og fær að spila um helgina. Niðurskurður var miðaður við 1 undir pari eða betra og komust margir heimsþekktir kylfingar ekki gegnum niðurskurðin s.s. Mel Reid, Paula Creamer, Karrie Webb, Azahara Muñoz, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Yani Tseng, Beatriz Recari, Sandra Gal , Juli Inkster ofl. ofl. Á hringnum í dag fékk Ólafía Þórunn glæsiörn þegar mest reið á, 3 fugla og 4 skolla. Samtals er Ólafía Lesa meira
Evróputúrinn: Jamieson, Molinari og Pieters efstir í hálfleik á BMW PGA Championship – Hápunktar 2. dags
Það eru 3 kylfingar sem deila efsta sætinu í hálfleik á BMW PGA Championship: ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, Skotinn Scott Jamieson og Thomas Pieters frá Belgíu. Þeir hafa allir spilað á samtals 7 undir pari, 137 höggum; Molinari og Jamieson (67 70) og Pieters (68 69). Einn í 4. sæti er Þjóðverjinn Maximilian Kiefer, 1 höggi á eftir á samtals 6 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
Pro Golf Tour: Þórður Rafn lauk keppni T-15 á St. Pölten mótinu
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tók þátt í St. Pölten mótinu, en er hluti þýsku Pro Golf Tour mótaraðarinnar og lauk í gær, en það stóð dagana 23.-25. maí 2017. Þátttakendur voru 81. Þórður Rafn lék á samtals 7 undir pari, 206 höggum (68 72 66) og lauk keppni T-15. Sigurvegari í mótinu varð Stanislav Matus frá Tékklandi á samtals 17 undir pari. Sjá má lokastöðuna á St. Pölten mótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Már Óskarsson – 26. maí 2017
Það er Andri Már Óskarsson, GHR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Andri Már fæddist 26. maí 1991 og er því 26 ára í dag. Andri Már er marfaldur klúbbmeistari karla í GHR og hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með frábærum árangri; varð t.a.m. í 2. sæti á 1. maí móti GHR og Grillbúðarinnar 2014 . Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Andri Már Óskarsson (26 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ágúst Þór Árnason (63 ára); Erlendur Samúelsson, 26. maí 1959 (58 ára); Hans Guðmundsson, 26. maí 1961 (55 Lesa meira
LEK: Guðmundur Ara og Þórdís Geirs efst á Landsbankamótinu!!!
Í dag fór fram 1. mótið á Öldungamótaröðinni, Landsbankamótið og var leikið á Húsatóftavelli, í Grindavík. Efst í karla- og kvennaflokki urðu þau Guðmundur Arason, GR og Þórdís Geirsdóttir GK, þ.e. í höggleik án forgjafar. Guðmundur var sá eini sem lék undir pari vallar þ.e. á 1 undir pari, 69 glæsihöggum og Þórdís var á 3 yfir pari, 73 höggum. Í höggleik með forgjöf eru á þessari stundu eru efst Vignir Sigurðsson, GO og Laufey Valgerður Oddsdóttir, GR; Vignir á 69 nettó og Laufey á 71 höggi, nettó. Þó nokkrir eiga eftir að ljúka keppni þegar þessi frétt er skrifuð, þannig að staðan gæti enn breyst. Þátttakendur eru alls 148 Lesa meira
LPGA: Ólafía á flottu skori e. 1. hring Volvik -3 þ.e. 69 höggum!!!
Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, kom inn á flottu skori eftir 1. hring Volvik mótsins, sem hófst í dag, í Ann Arbor, Michigan. Ólafía hefir nú nýlokið við 1. hring og er á 3 undir pari, 69 höggum. Á hringnum í dag fékk hún 4 fugla og 1 skolla. Í efsta sæti, sem stendur, en fjölmargar eiga eftir að ljúka hringjum sínum, er bandaríski kylfingurinn Cydney Clanton en hún er á 5 undir pari, en eins og segir eiga eiga hún og fjölmargar aðrar eftir að ljúka hringjum sínum, þannig að staðan er fljót að breytast. Til þess að fylgjast með stöðunni á Volvik mótinu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Rafa Cabrera Bello – 25. maí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Rafael Cabrera-Bello frá Kanarí-eyjum. Hann fæddist í Las Palmas 25. maí 1984 og á því 33 ára afmæli í dag. Hann byrjaði að spila golf 6 ára og spilar á Evróputúrnum í dag. Hann hefir tvívegis sigrað á Evróputúrnum í fyrra skipið á Austrian Golf Open, 20. september 2009 og í það síðara á Omega Dubai Desert Classic mótinu, 12. febrúar 2012. Rafael á eina systur, Emmu, sem spilaði á Evrópumótaröð kvenna (LET= Ladies European Tour) og bæði eru þau í Maspalomas golfklúbbnum heima á Kanarí. Hann komst m.a. í fréttirnar 2013 þegar farangri hans var stolið þegar hann var á leið frá Sviss til Malasíu þar Lesa meira
Eiginkona Billy Horschel í baráttu við alkóhólisma
Billy Horschel lék í góðgerðarmóti daginn eftir sigur sinn í Byron Nelson þegar eiginkona hans bað hann að lesa skilaboð sem hún var í þann veginn á pósta á félagsmiðlunum. Fyrstu viðbrögð Billy við því sem hann las eftir eiginkonu sína, Brittany, voru að hún þyrfti ekkert endilega að vera að gera öllum heyrinkunnugt að hún væri alkóhólisti. „Það er ótrúlegt hvað kona mín gerði. Ég vissi hreinskilnislega ekki að hún ætlaði sér að gera þetta,“ sagði Horschel í viðtali fyrir Dean & DeLuka mótið í gær, þriðjudaginn 23. maí 2017. Skilaboð Brittany birtust daginn eftir sigur Billy þ.e. á mánudaginn, en sigur Billy var sá fyrsti frá lokum 2014 Lesa meira
Frábær árangur hjá Íslendingunum á Nordic Special – Bjarki fékk gullverðlaun
Þrír íslenskir keppendur úr röðum Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi tóku þátt á Nordic Special Golf Cup 2017 sem fram fór í Helsingør í Danmörku um s.l. helgi. Árangur þeirra var glæsilegur en keppt var á frábærum og krefjandi golfvelli í Helsingør. Bjarki Guðnason úr GS lék á 42 punktum þegar mest á reyndi og sigraði hann í B-flokki leikmanna með 14,1-30 í forgjöf. Elín Ólafsdóttir úr GK varð fimmta í B-flokknum. Pálmi Þór Pálmason úr GKB keppti í A-flokki þar sem keppendur voru með forgjöf 0-14. Pálmi endaði í sjötta sæti en í A-flokki var keppt í höggleik. Sannarlega glæsilegt hjá okkar fólki og við sendum þeim hamingjuóskir með árangurinn.
Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Magnússon – 24. maí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Magnússon. Pétur er fæddur 24. maí 1995 og á því 22 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Afrek Péturs eru þrátt fyrir ungan aldur mörg en það sem kemur fyrst í hugann er þegar Pétur var fyrir rúmum 7 árum, nánar tiltekið 2.maí 2010 á æfingahring á Hólmsvelli í Leiru. Hann hafði verið við golfæfingar í Costa Ballena á Spáni mánuðinn þar áður og var að prófa nýja Titleist settið sitt í fyrsta sinn. Pétur sló með 6-járni af 13. teig, löngu par-3 brautinni, sem ekki er sú auðveldasta með vatnið landskunna fyrir framan flötina og bolti hans flaug beint inn Lesa meira










