Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2017 | 19:00

Evróputúrinn: Dodt efstur f. lokahring BMW PGA Championship

Það er ástralski kylfingurinn Andrew Dodt, sem er í efsta sæti á BMW PGA meistaramótinu. Hann er búinn að spila á samtals 8 yfir pari, 208 höggum (70 70 68). Í 2. sæti er Branden Grace frá S-Afríku höggi á eftir. Þriðja sætinu deila síðan Lee Westwood og Francesco Molinari; báðir á samtals 5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á BMW PGA meistaramótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2017 | 18:00

LPGA: Ólafía Þórunn á +3 þ.e 75 höggum á 3. degi Volvik

Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir nú lokið 3. hring Volvik mótsins, sem fer fram í Ann Arbor, Michigan. Ólafía lék á 3 ufir pari, 75 höggum í dag og er samtals á 1 yfir pari nú og T-70. Á hringnum í dag fékk Ólafía 1 glæsifugl á 18. holuna góðu, en því miður líka 4 skolla. Nú er um að gera að eiga glæsihring á morgun til þess að vinna sér inn sem mest verðlaunafé, eftir að hafa farið svo glæsilega í gegnum niðurskurð! Til þess að fylgjast með stöðunni á Volvik mótinu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Heiðar Ólafsson – 27. maí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Heiðar Ólafsson. Guðjón Heiðar er fæddur 27. maí 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Guðjón Heiðar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn Guðjón Heiðar Ólafsson – 27. maí 2017 – Innilega til hamingju með 20 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Sam Snead; f. 27. maí 1912 – d. 23. maí 2002; Alda Steinunn Ólafsdóttir, 27. maí 1944 (73 ára);Vaughan Somers, 27. maí 1951 (66 ára); Snorri Ísleifsson, 27. maí 1990 (27 ára); Guðjón Heiðar Ólafsson, GK, 27. maí 1997 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2017 | 10:00

Rory hætti v/æfingu f. Opna bandaríska

Nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy, hefir dregið sig úr upphitunaræfingu fyrir Opna bandaríska vegna rifbeinsmeiðsla, sem tekið hafa sig upp. Hinn 28 ára Rory mun því ekki spila á móti næstu viku á PGA Tour,  Memorial Tournament í Muirfield Village, Ohio. Rory hlaut meðferð vegna rifbeinsbrots fyrr á árinu og dró sig því úr flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, PGA Championship í Wentworth, sem fram fer í þessari viku. „Hann er að einbeita sér að því að ná fullri heilsu fyrir Opna bandaríska,“ sagði umboðsmaður Rory, Sean O´Flaherty. Opna bandaríska fer fram í Erin Hills í Wisconsin dagana, 15.-18. júní n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2017 | 08:00

LPGA: Ai Miyazato hættir

Japanski kylfingurinn Ai Miyazato hefir tilkynnt að hún muni hætta á LPGA í lok 2017 keppnistímabilsins. Í fréttatilkynningu sem kom frá henni sagði m.a. að hún myndi halda blaðamannafund um þessa ákvörðun sína hinn 29. maí n.k. í Japan. Þar sagðist hún munu gera nánar grein fyrir ákvörðun sinni og myndi færa þakkir þeim, sem hafa stutt hana á 14 ára atvinnumannsferli hennar. Ai Miyazato (jap.: 宮里 藍) fæddist á kvenfrelsisdaginn í Higashi, Okinawa í Japan, 19. júní 1985 og er því 31 árs í dag. Hún gerðist atvinnukylfingur 2004. Á ferli sínum hefir hún sigrað í 25 mótum sem atvinnumaður þar af í 9 á LPGA, 15 á japanska Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2017 | 06:54

Evróputúrinn: Torrance hlýtur heiðurs lífstíðar félagsaðild að mótaröðinni

Fyrrum Ryder Cup fyrirliði liðs Evrópu, Sam Torrance, hlaut heiðurs lífstíðar félagsaðild að Evrópumótaröðinni. Með þessu er verið að veita Torrance viðurkenningu fyrir frábæran feril hans á Evrópumótaröðinni. Á ferli sínum sigraði Torrance í 21 skipti í þeim 706 mótum sem hann tók þátt í og lék 8 sinnum með Ryder bikars liði Evrópu á árunum 1981 – 1985. Hann var síðan fyrirliði liðs Evrópu þegar það hafði betur gegn liði Bandaríkjanna 2002, þ.e. sigraði með 15 1/2 vinningi gegn 12 1/2 vinningi liðs Bandaríkjanna. Hann hafði þar áður verið varafyrirliði í 3 skipi. Torrance hefir jafnframt  þrívegis verið efstur á stigalista  Öldungamótaraðar Evrópu (European Senior Tour). Sam Torrance er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2017 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Misjafnt gengi Bjarka og Gísla e. 1. dag NCAA meistaramótsins

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu Kent State hófu leik í gær á NCAA meistaramótinu. Keppt er á golfvelli Rich Harvest Farms golfklúbbsins í Sugar Grove, Illinois og stendur meistaramótið dagana 26.-31. maí 2017. Í gær var leik frestað á 1. hring vegna myrkurs. Bjarka og Gísla tókst hvorugum að ljúka leik sínum; Bjarki er búinn að spila 12 fyrstu holurnar á 2 undir pari en Gísli byrjar illa í mótinu; er á 10 yfir pari eftir 14 spilaðar holur og í einu af neðstu sætunum. Sjá á stöðuna á NCAA D1 Championships með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2017 | 23:00

PGA: Fjórir T-1 á Dean&DeLuca Inv. – Hápunktar 2. dags

Það eru fjórir kylfingar efstir og jafnir á móti vikunnar á Dean&DeLuca Inv. mótin: Webb Simpson, Kevin Kisner, Danny Lee og Scott Piercy. Fjórmenningarnir eru allir búnir að spila á samtals 6 undir pari, 134 höggum. Í 5. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru aðrir fjórmenningar: Jon Rahm, Sergio Garcia, Paul Casey og Sean O´Hair. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Dean&DeLuca SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Dean&DeLuca SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2017 | 22:30

Nordic Golf League: Haraldur Franklín lauk keppni T-2 og Andri Þór T-23 á Star for Life

Haraldur Franklín Magnús úr GR náði frábærum árangri á Star for Life PGA Championship atvinnumótinu sem lauk í dag á PGA Sweden National vellinum. Mótið er hluti af Nordic League atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. Haraldur Franklín lék hringina þrjá á -12 samtals (69-67-68) en tveir sænskir kylfingar léku á sama skori og Íslandsmeistarinn frá árinu 2012. Í bráðabananum fékk Haraldur Franklín par á 18. holuna sem er par 4 hola, en Niklas Lemke tryggði sér sigurinn með því að fá fugl þegar mest á reyndi. Þetta er jöfnun á besta árangri sem Haraldur Franklín hefur náð á þessari mótaröð en hann varð í öðru sæti fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2017 | 22:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (1): Henning Darri og Amanda Guðrún efst e. 1. dag

Íslandsbankamótaröðin hófst í dag, 26. maí 2017 á Strandarvelli á Hellu, með keppni í elsti aldursflokkunum, pilta- og stúlkna; 17-18 ára annars vegar og 19-21 árs hins vegar. Í efsta sæti eftir 1. dag eru þau Henning Darri Þórðarson, GK og Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD. Henning Darri kom inn á glæsiskori 1 yfir pari, 71 höggi og Amanda Guðrún lék Strandarvöll á 9 yfir pari, 79 höggum. Sjá má stöðuna í stúlknaflokki eftir 1. dag 1. móts Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan: 1 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 7 F 38 41 79 9 79 79 9 2 Zuzanna Korpak GS 8 F 41 42 83 13 83 83 13 3 Heiðrún Lesa meira