Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2017 | 11:30

Íslandsbankamótaröðin 2017 (1): Arnór Snær sigraði í piltaflokki (17-18 ára)

Það var Arnór Snær Guðmundsson úr Golfklúbbinum Hamar á Dalvík (GHD), sem sigraði í piltaflokki (17-18 ára) á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2017. Mótið fór fram á Strandarvelli á Hellu og voru 3 hringir spilaði í piltaflokki. Arnór Snær lauk keppni á 9 yfir pari, 219 höggum (77 72 70). Í 2. sæti urðu þeir Ingvar Andri Magnússon, GR, og Kristján Benedikt Sveinsson, GA, báðir á samtals 10 yfir pari, 220 höggum. Einn í 4. sæti varð síðan Ragnar Már Ríkharðsson, GM á 12 yfir pari. Sjá má heildarlokastöðuna í piltaflokki (17-18 ára) á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 hér að neðan: 1 Arnór Snær Guðmundsson GHD -1 F 35 35 70 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2017 | 11:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (1): Böðvar Bragi sigraði e. bráðabana v/Björn Viktor í stráka- flokki (14 ára og yngri)

Það var Böðvar Bragi Pálsson, GR, sem sigraði í strákaflokki (14 ára og yngri) á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, einmitt á 14 ára afmælisdaginn sinn, 28. maí sl., á Strandarvelli, Hellu. Mótið stóð dagana 26.-28. maí og í strákaflokki voru spilaðir 2 hringir, dagana 27.-28. maí 2017. Afmæliskylfingur Golf 1 (Böðvar Bragi) varð hins vegar að hafa fyrir sigrinum því hann kom ekki fyrr en eftir bráðabana við Björn Viktor Viktorsson, GL, en báðir voru jafnir eftir 2 hringi; léku á 4 yfir pari 144 höggum. Í 3. sæti varð síðan Bjarni Þór Lúðvíksson, GR á samtals 5 yfir pari, 145 höggum (70 75), en þess mætti geta að Bjarni var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2017 | 10:30

Íslandsbankamótaröðin 2017 (1): Kinga sigraði í stelpuflokki (14 ára og yngri)

Það var Kinga Korpak, GS, sem stóð uppi sem sigurvegari í stelpuflokki (14 ára og yngri)  á 1. móti Íslandsbankamóta-raðarinnar, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu 26.-28. maí sl. Í stelpuflokki voru spilaðir 2 hringir, 27.-28. maí 2017. Kinga lék hringina tvo á samtals 2 yfir pari, 142 höggum  (69 73) átti m.a. stórglæsilegan 1. hring upp á 1 undir pari, 69 högg!!! Þess ber að geta að Kinga er fædd 9. desember 2003 og því aðeins 13 ára. Kinga var deildi jafnframt því að vera á næstbesta skori mótsins yfir alla aldursflokkana, ásamt Kristófer Karli Karlssyni, GM sem sigraði í drengjaflokki (15-16 ára); en þau bæði spiluðu tvo hringi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2017 | 10:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (1): Hulda Clara sigraði í telpuflokki (15-16 ára)

Það var Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sem stóð uppi sem sigurvegari í telpuflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 26.-28. maí s.l. Í telpuflokki flokki voru spilaðir 2 hringir 27.-28. maí. Hulda Clara lék á samtals 15 yfir pari, 155 höggum (74 81). Í 2. sæti varð Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, á 19 yfir pari, 159 höggum (77 82) og í 3. sæti, Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA,á 22 yfir pari, 162 högum (79 83). Lokastaðan í telpuflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 er eftirfarandi:  1 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 6 F 43 38 81 11 74 81 155 15 2 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 10 F 43 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2017 | 09:30

Íslandsbankamótaröðin 2017 (1): Kristófer Karl sigraði í drengjaflokki (15-16 ára)

Það var Kristófer Karl Karlsson, GM, sem stóð uppi sem sigurvegari í drengjaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 26.-28. maí s.l. Í drengjaflokki voru spilaðir 2 hringir 27.-28. maí. Kristófer Karl lék á samtals 2 yfir pari, 142 höggum ( 69 73). Í 2. sæti varð Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, 1 höggi á eftir – tveir deildu síðan 3. sætinu báðir á 4 yfir pari, 144 höggum þeir Aron Emil Gunnarsson, GOS og Lárus Ingi Antonsson, GA. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, varð síðan í 5. sæti á samtals 5 yfir pari, 145 höggum (69 76). Sjá má heildarlokastöðuna í drengjaflokki (15-16 ára) í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Kent State – lið Bjarka og Gísli – komst ekki g. niðurskurðinn

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK, hafa leikið í landsúrslitunum í bandaríska háskólagolfinu þ.e. NCAA Championship. Landsmótið fór fram á golfvelli Rich Harvest Farms í Sugar Grove, Illinois, dagana 27.-29. maí 2017 og lauk því í gær. Bjarki lék fyrstu tvo hringina sérlega vel, en dalaði aðeins á 3. hring sínum – samtals lék hann á sléttu pari, 216 höggum (68 69 79). Gísli náði sér aldrei á strik í keppninni, en hann var á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (82 74 76). Kent State lauk keppni í 21. sæti af 30 þátttökuliðum í landsmótinu og er því úr leik og þar með Bjarki og Gísli, líka. Hér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2017 | 08:00

LPGA: Ólafía Þórunn nr. 486 á Rolex-heimslistanum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir nú spilað í 8 mótum á LPGA mótaröðinni. Hún hefir komist í gegnum niðurskurð 3 sinnum og 1 sinni í gegnum fyrri niðurskurð af tveimur, en náði ekki seinni niðurskurðinum. Hins vegar fékk hún verðlaunafé ($ 2.884,-) fyrir að komast í gegnum fyrri niðurskurðinn í Volunteers of America mótinu og hefir samtals unnið sér inn $18.019,- (þ.e. samtals u.þ.b. 1 milljón 802 þúsund íslenskra króna) í verðlaunafé og er í 115. sæti peningalista LPGA (eins og segir í annarri grein hér á Golf1 – sjá með því að SMELLA HÉR: ) Þegar kylfingar komast gegnun niðurskurði í mótum, fá þeir ekki einvörðungu launatékka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2017 | 07:00

Pro Golf: Þórður Rafn á 72 e. 1. dag á Amstal Open

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Adamstal Open 2017 powered by EURAM Bank AG mótinu, sem fram fer í Austurríki og stendur dagana 29.-31. maí 2017. Mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni. Þórður Rafn lék 1 hring á 2 yfir pari, 72 höggum. Skorkortið hans var ansi litríkt; hann fékk 1 örn, 3 fugla en því miður líka 7 skolla! Sjá má stöðuna á Amstal Open með því að SMELLA HÉR … … en þess má geta að Þórður Rafn fór út 12:20 að staðartíma í Austurríki í dag til að spila 2. hring (þ.e. kl. 10:20 að staðartíma hér heima á Íslandi).

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2017 | 02:00

Tiger segir lyfjum að kenna um meinta ölvunaraksturshandtöku sína

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods, segir að óvæntum viðbrögðum sínum við lyfseðilsskyldum lyfjum sé að kenna um handtöku hans snemm morguns í gær, þar sem hann lá undir grun um ölvunarakstur. Tiger war handtekinn nálægt heimili sínu Jupiter Island í Flórída. Tiger, sem gekkst nýlega undir 4. bakuppskurðinn í tilraun til að minnka bakverki hans var stöðvaður í bíl sínum í gærmorgun, þ.e. þann 29. maí 2017;  kl. 3:00 að staðartíma í Flórída ( kl. 7 hér heima á Íslandi);  handtekinn og  brot hans bókað á lögreglustöð  kl. 7:18 (að staðartíma í Flórída) þ.e. kl. 11:18 (að staðartíma á Íslandi). Honum var síðan sleppt nokkrum klukkustundum síðar þ.e. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Björg Traustadóttir – 29. maí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Björg Traustadóttir, í Golfklúbbi Fjallabyggðar (GFB). Björg á afmæli 29. maí 1965 og er því 52 ára í dag. Björg er fyrrverandi klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar (2014) og einnig klúbbmeistari klúbbsins 2011. Auk þess hefir hún oftar en ekki hlotið sleggjuverðlaunin í kvennamótum og stendur sig yfirleitt vel eða sigrar í opnum mótum. T.a.m. sigraði Björg í 1. flokki þ.e. forgjafarflokki 0-14 á Opna Lancôme mótinu 2012 á Hellu. Björg er í fimm orðum sagt: frábær kylfingur og góður félagi. Björg er gift og á 3 börn og 1 barnabarn. Sjá má viðtal Gofl 1 við afmæliskylfinginn og klúbbmeistara Ólafsfjarðar (Björgu) með því að SMELLA HÉR: Komast má af Lesa meira